Fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins fer hörðum orðum um Pál Hreinsson Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. ágúst 2021 08:45 Páll Hreinsson, forseti EFTA-dómstólsins, (vinstri) og forveri hans í starfi Carl Baudenbacher (hægri). Baudenbacher gegndi stöðunni frá árinu 1995 til ársins 2018. Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, fer afar hörðum orðum um eftirmann sinn Pál Hreinsson í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Hann segir Pál hafa glatað sjálfstæði sínu, hafi hann einhvern tíma verið sjálfstæður yfir höfuð, því hann „starfar í hjáverkum fyrir íslenska forsætisráðuneytið“. Það er fáheyrt að fyrrverandi forseti dómstóls gagnrýni eftirmann sinn svo harðlega en Baudenbacher hefur grein sína á að rekja tvö ráðgefandi álit sem EFTA-dómstóllinn gaf út þann 30. júní síðastliðinn í málum sem tengdust því sem hann kallar „hið norska velferðarhneyksli“. „Þessir tveir úrskurðir marka nýjasta lágpunktinn í þróun sem hófst snemma árs 2018, þegar Páll Hreinsson varð forseti EFTA-dómstólsins,“ skrifar Baudenbacher í greininni. „Frá þeim tíma hefur EFTA-dómstóllinn tekið óhóflega vinsamlega afstöðu gagnvart norska ríkinu á kostnað borgara og fyrirtækja.“ Þannig sakar hann Pál um að hafa augljósa tilhneigingu til að dæma mál norska ríkinu í vil og nefnir nokkur dæmi norskra dómsmála sem hafa farið fyrir dóminn. Dómstólar í Evrópu hafi misst álit á dómstóli Páls Hann segir íslenska dómstóla hafa misst álit á EFTA-dómstólnum og því séu þeir hættir að vísa mikilvægum málum þangað: „Íslensku dómstólarnir, sem áður vísuðu ýmsum mikilvægustu málum sínum til EFTA-dómstólsins og framfylgdu úrskurðum hans af samviskusemi, hafa nánast hætt að vísa málum til Lúxemborgar, að því er virðist af því að þeir gera sér grein fyrir því sem nú er upp á teningnum,“ skrifa Baudenbacher. „Norsku dómstólarnir halda hins vegar vísunum sínum áfram. Ólíkt því sem gerist á Íslandi eru norsku dómstólarnir þéttskipaðir fyrrverandi kerfiskörlum, sem eru ósjaldan reiðubúnir að hlíta pólitískum merkjasendingum og dæma ríkinu í hag. Séð frá því sjónarhorni eru viðhorf þeirra skiljanleg.“ Flestir dómstólar Evrópusambandsins hafa nú nánast hætt öllum réttarfarslegum samskiptum við EFTA-dómstólinn, að sögn Baudenbachers. Hann segir þetta hafa veikt stöðu EFTA-stoðarinnar gagnvart ESB. Hann segir þá hæpið að úrskurður eins og sá sem var kveðinn upp í Icesave-málinu 2013 hlyti samþykki Evrópusambandsins. Hægt að véfengja alla dóma Páls „Loks er það eftir öllu að forseti EFTA-dómstólsins, Páll Hreinsson, starfar í hjáverkum fyrir íslenska forsætisráðuneytið, að því er virðist gegn þóknun,“ skrifar fyrrverandi forseti dómstólsins. Og nefnir þar sérfræðingsálit sem Páll skrifaði fyrir ráðuneytið haustið 2020 um lögmæti takmarkana á grundvallarréttindum í Covid-faraldrinum. Hann segir Pál þarna fjalla um svið sem heyrir undir lögin um Evrópska efnahagssvæðið fyrir ríkisstjórnina. Álitsgerðin hafi verið málamyndaskjal þar sem ríkisstjórninni væri gefnar nánast frjálsar hendur. „Hafi Páll Hreinsson nokkurn tíma verið sjálfstæður hefur hann með þessu glatað sjálfstæði sínu.“ Hann segir að nú sé hægt að véfengja hvern þann dóm sem kveðinn hefur verið upp með aðkomu Páls. Baudenbacher lýkur svo grein sinni á þessum orðum: „Mér er ljóst að það er óvanalegt að fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, sem starfandi er á eigin vegum, skrifi grein sem þessa. En óvenjulegar aðstæður kalla á óvenjulegar aðgerðir. Eins og franski tilvistarstefnuheimspekingurinn Jean-Paul Sartre skrifaði: „Öll orð hafa afleiðingar. Sama gildir um alla þögn.““ Dómstólar Noregur Utanríkismál EFTA Tengdar fréttir Páll orðinn forseti EFTA-dómstólsins Páll Hreinsson hefur verið skipaður forseti EFTA-dómstólsins frá og með 1. janúar síðastliðnum. 3. janúar 2018 11:17 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Það er fáheyrt að fyrrverandi forseti dómstóls gagnrýni eftirmann sinn svo harðlega en Baudenbacher hefur grein sína á að rekja tvö ráðgefandi álit sem EFTA-dómstóllinn gaf út þann 30. júní síðastliðinn í málum sem tengdust því sem hann kallar „hið norska velferðarhneyksli“. „Þessir tveir úrskurðir marka nýjasta lágpunktinn í þróun sem hófst snemma árs 2018, þegar Páll Hreinsson varð forseti EFTA-dómstólsins,“ skrifar Baudenbacher í greininni. „Frá þeim tíma hefur EFTA-dómstóllinn tekið óhóflega vinsamlega afstöðu gagnvart norska ríkinu á kostnað borgara og fyrirtækja.“ Þannig sakar hann Pál um að hafa augljósa tilhneigingu til að dæma mál norska ríkinu í vil og nefnir nokkur dæmi norskra dómsmála sem hafa farið fyrir dóminn. Dómstólar í Evrópu hafi misst álit á dómstóli Páls Hann segir íslenska dómstóla hafa misst álit á EFTA-dómstólnum og því séu þeir hættir að vísa mikilvægum málum þangað: „Íslensku dómstólarnir, sem áður vísuðu ýmsum mikilvægustu málum sínum til EFTA-dómstólsins og framfylgdu úrskurðum hans af samviskusemi, hafa nánast hætt að vísa málum til Lúxemborgar, að því er virðist af því að þeir gera sér grein fyrir því sem nú er upp á teningnum,“ skrifa Baudenbacher. „Norsku dómstólarnir halda hins vegar vísunum sínum áfram. Ólíkt því sem gerist á Íslandi eru norsku dómstólarnir þéttskipaðir fyrrverandi kerfiskörlum, sem eru ósjaldan reiðubúnir að hlíta pólitískum merkjasendingum og dæma ríkinu í hag. Séð frá því sjónarhorni eru viðhorf þeirra skiljanleg.“ Flestir dómstólar Evrópusambandsins hafa nú nánast hætt öllum réttarfarslegum samskiptum við EFTA-dómstólinn, að sögn Baudenbachers. Hann segir þetta hafa veikt stöðu EFTA-stoðarinnar gagnvart ESB. Hann segir þá hæpið að úrskurður eins og sá sem var kveðinn upp í Icesave-málinu 2013 hlyti samþykki Evrópusambandsins. Hægt að véfengja alla dóma Páls „Loks er það eftir öllu að forseti EFTA-dómstólsins, Páll Hreinsson, starfar í hjáverkum fyrir íslenska forsætisráðuneytið, að því er virðist gegn þóknun,“ skrifar fyrrverandi forseti dómstólsins. Og nefnir þar sérfræðingsálit sem Páll skrifaði fyrir ráðuneytið haustið 2020 um lögmæti takmarkana á grundvallarréttindum í Covid-faraldrinum. Hann segir Pál þarna fjalla um svið sem heyrir undir lögin um Evrópska efnahagssvæðið fyrir ríkisstjórnina. Álitsgerðin hafi verið málamyndaskjal þar sem ríkisstjórninni væri gefnar nánast frjálsar hendur. „Hafi Páll Hreinsson nokkurn tíma verið sjálfstæður hefur hann með þessu glatað sjálfstæði sínu.“ Hann segir að nú sé hægt að véfengja hvern þann dóm sem kveðinn hefur verið upp með aðkomu Páls. Baudenbacher lýkur svo grein sinni á þessum orðum: „Mér er ljóst að það er óvanalegt að fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, sem starfandi er á eigin vegum, skrifi grein sem þessa. En óvenjulegar aðstæður kalla á óvenjulegar aðgerðir. Eins og franski tilvistarstefnuheimspekingurinn Jean-Paul Sartre skrifaði: „Öll orð hafa afleiðingar. Sama gildir um alla þögn.““
Dómstólar Noregur Utanríkismál EFTA Tengdar fréttir Páll orðinn forseti EFTA-dómstólsins Páll Hreinsson hefur verið skipaður forseti EFTA-dómstólsins frá og með 1. janúar síðastliðnum. 3. janúar 2018 11:17 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Páll orðinn forseti EFTA-dómstólsins Páll Hreinsson hefur verið skipaður forseti EFTA-dómstólsins frá og með 1. janúar síðastliðnum. 3. janúar 2018 11:17