Innlent

Kári Stefáns­son og Gunnar Smári mæta í Sprengi­sand

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu.

Hann verður þó með óhefðbundnu sniði í dag en viðmælendurnir verða aðeins tveir. 

Sá fyrri er Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem mun ræða samspil erfða og umhverfis við mótun mannsins. Hvort vegur þyngra? Eru örlög okkar ráðin af genum forfeðranna? 

Þetta er á meðal þeirra stóru spurninga sem koma til umræðu í þættinum í dag. 

Í seinni hluta þáttarins ræðir Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, um sósíalismann á Íslandi og hvaða erindi sú stefna eigi inn í nútímann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×