Þjóðverjar lögðu Brasilíumenn að velli nokkuð örugglega í dag en eftir að jafnræði hafði verið með liðunum til að byrja sigu Þjóðverjar fram úr og unnu fjögurra marka sigur, 29-25.
Þýskaland leiddi einnig með fjórum mörkum í leikhléi, 16-12.
Steffen Weinhold og Juri Knorr voru atkvæðamestir í liði Þjóðverja með sex mörk hvor.
Þýskaland mun mæta Egyptum í 8-liða úrslitum keppninnar.