Innlent

Óánægja með brekkusönginn á samfélagsmiðlum

Árni Sæberg skrifar
Einvalalið tónlistarfólks kemur fram í streymi frá Herjólfsdal sem þó hefur gengið brösulega.
Einvalalið tónlistarfólks kemur fram í streymi frá Herjólfsdal sem þó hefur gengið brösulega. Mynd/Sena

Margir sem keyptu sér aðgang að streymi brekkusöngsins á Þjóðhátíð hafa lýst yfir óánægju með kaupin. 

Fólk hefur helst kvartað yfir umgjörð streymisins en ekki frammistöðu tónlistarfólksins sem kemur fram á tónleikunum. Svo virðist sem tæknilegir örðugleikar hafi gert áhorfið óánægjulegt.

Mikið álag virðist hafa valdið hökti á streyminu og fór það fyrir brjóstið á mörgum sem keyptu aðgang að því fyrir 3.900 krónur.

Þá eru aðrir ósáttir við að auglýsingahlé séu gerð á streyminu þrátt fyrir að rukkað hafi verið fyrir aðgang að því.

Þrátt fyrir vandræði með streymið og auglýsingar virðist fólk almennt vera ánægt með starf Magnúsar Kjartans Eyjólfssonar sem stýrir brekkusöngnum í fyrsta skipti í ár.

Þá eru sumir sem eru ánægðir með brekkusönginn af öðrum ástæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×