Óskar Hrafn: Jason hefur eiginleika sem fáir íslenskir fótboltamenn hafa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. ágúst 2021 22:01 Jason Daði Svanþórsson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í stórsigri Breiðabliks á Víkingi. vísir/hafliði breiðfjörð Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var virkilega sáttur eftir 4-0 sigurinn á Víkingi, bæði með úrslitin og spilamennskuna. Blikar byrjuðu leikinn þó ekkert sérstaklega vel en unnu sig síðan inn í hann og tóku öll völd á vellinum. „Mér fannst við vera frekar þungir í byrjun og taktlausir af einhverjum ástæðum. En svo náðum við takti og eftir það fannst mér bara eitt lið vera á vellinum. Ég er bara mjög ánægður með mína menn,“ sagði Óskar. Fyrir utan fyrstu mínútur leiksins fannst honum Blikar spila vel og var ekki sammála því að þeir hefðu sett í fyrsta gír eftir að hafa komist í 4-0. „Ég er bara mjög ánægður með þessa frammistöðu. Mér fannst við ekki lulla. Ég veit ekki hvað mælarnir segja en mér fannst við ná að halda býsna fínni orku í gegnum leikinn enda engin ástæða til að slaka á. Það má ekki gegn liði eins og Víkingi. Við reyndum að halda frumkvæðinu allan leikinn,“ sagði Óskar. „Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna og alla þá sem komu að þessum leik. Varamennirnir komu gríðarlega öflugir inn og þetta er frábært veganesti fyrir framhaldið.“ Jason Daði Svanþórsson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt og var besti leikmaður vallarins. Þessi 22 ára Mosfellingur er nú orðinn markahæstur Blika í Pepsi Max-deildinni í sumar með sex mörk. „Ég sá hann fyrst þegar við spiluðum á móti Aftureldingu þegar ég var með Gróttu í 2. deildinni 2018. Þá var hann mjög erfiður viðureignar og hann hefur eiginleika sem fáir íslenskir fótboltamenn hafa. Svo er hann líka eðaldrengur. Ég hafði trú á að hann gæti tekið þetta skref og hann hefur svo sannarlega sýnt að hann er klár,“ sagði Óskar. Breiðablik hefur verið á góðri siglingu að undanförnu og Óskar er ánægður með sína menn. „Segir að það er góður taktur í liðinu. Við höfum reynt að einblína á það jákvæða og frammistöðuna og í undanförnum leikjum hefur hún verið góð. Og þegar frammistaðan er góð koma úrslitin yfirleitt. Mér fannst þessi leikur bara vera áframhald af þeim takti sem liðið hefur verið í og ég er gríðarlega stoltur af því,“ sagði Óskar að endingu. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Glansleikur hjá Blikum sem stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. 2. ágúst 2021 21:30 Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
„Mér fannst við vera frekar þungir í byrjun og taktlausir af einhverjum ástæðum. En svo náðum við takti og eftir það fannst mér bara eitt lið vera á vellinum. Ég er bara mjög ánægður með mína menn,“ sagði Óskar. Fyrir utan fyrstu mínútur leiksins fannst honum Blikar spila vel og var ekki sammála því að þeir hefðu sett í fyrsta gír eftir að hafa komist í 4-0. „Ég er bara mjög ánægður með þessa frammistöðu. Mér fannst við ekki lulla. Ég veit ekki hvað mælarnir segja en mér fannst við ná að halda býsna fínni orku í gegnum leikinn enda engin ástæða til að slaka á. Það má ekki gegn liði eins og Víkingi. Við reyndum að halda frumkvæðinu allan leikinn,“ sagði Óskar. „Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna og alla þá sem komu að þessum leik. Varamennirnir komu gríðarlega öflugir inn og þetta er frábært veganesti fyrir framhaldið.“ Jason Daði Svanþórsson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt og var besti leikmaður vallarins. Þessi 22 ára Mosfellingur er nú orðinn markahæstur Blika í Pepsi Max-deildinni í sumar með sex mörk. „Ég sá hann fyrst þegar við spiluðum á móti Aftureldingu þegar ég var með Gróttu í 2. deildinni 2018. Þá var hann mjög erfiður viðureignar og hann hefur eiginleika sem fáir íslenskir fótboltamenn hafa. Svo er hann líka eðaldrengur. Ég hafði trú á að hann gæti tekið þetta skref og hann hefur svo sannarlega sýnt að hann er klár,“ sagði Óskar. Breiðablik hefur verið á góðri siglingu að undanförnu og Óskar er ánægður með sína menn. „Segir að það er góður taktur í liðinu. Við höfum reynt að einblína á það jákvæða og frammistöðuna og í undanförnum leikjum hefur hún verið góð. Og þegar frammistaðan er góð koma úrslitin yfirleitt. Mér fannst þessi leikur bara vera áframhald af þeim takti sem liðið hefur verið í og ég er gríðarlega stoltur af því,“ sagði Óskar að endingu. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Glansleikur hjá Blikum sem stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. 2. ágúst 2021 21:30 Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Glansleikur hjá Blikum sem stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. 2. ágúst 2021 21:30
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki