Kveðst hafa fengið 200 morðhótanir á dag Valur Páll Eiríksson skrifar 4. ágúst 2021 07:15 Jack Grealish Sasha Attwood Mynd/Twitter Sasha Attwood, kærasta Jack Grealish, leikmanns Aston Villa og enska karlalandsliðsins í fótbolta, sagði áskrifendum sínum á YouTube frá því gær hversu ógeðfelldu rafrænu ofbeldi hún hefði orðið fyrir á meðan Evrópumóti karla í fótbolta stóð í sumar. Attwood er 25 ára og hafa þau Grealish átt í sambandi síðan þau voru 16 ára. Hún ræddi rafrænt ofbeldi og svokölluð nettröll á YouTube-rás sinni í gær þar sem hún sagði samfélagsmiðla vera eitraða (e. toxic) og hversu sorglegt það væri að ungt fólk eldist upp við það að ofbeldi í gegnum slíka miðla væri eðlilegt. „Allt þetta hefur sýnt mér að fólk er bókstaflega svo kvikindislegt,“ sagði Attwood. „Ég var raunverulega að fá um 200 morðhótanir á dag. Ég er ekki einu sinni að ýkja þegar ég segi það. „Það eru svo mörg skilaboð, á hverjum einasta degi, og ég fæ þau enn núna, allan daginn, alla daga: 'Ég vona að þú deyir', 'Ég vona að þú fáir krabbamein og deyir', 'Ég vona að öll fjölskyldan þín deyi',“ segir Attwood og bætir við: „Ég áttaði mig aldrei á hversu slæmt þetta er í raun, og það versta er að þetta eru ungar stelpur. Ég hef skoðað aðganga þessara stelpna sem hafa sent mér þetta og þær eru bókstaflega 13, 14 ára, og það er svo sorglegt.“ The Independent hefur eftir Imran Ahmed, forstjóra miðstöðvar sem vinnur gegn hatursorðræðu á internetinu, að stjórnendum samfélagsmiðlafyrirtækjanna sé um að kenna. „Þessi menning refsingarleysis fyrir ofbeldi er til vegna þess að samfélagsmiðlafyrirtækin neita að fara í afgerandi aðgerðir og að setja fram einhvers konar afleiðingar fyrir þá sem dreifa hatri á miðlum þeirra,“ segir Ahmed. Mikið hefur verið rætt um hvort Grealish og Attwood séu á faraldsfæti í sumar en Grealish hefur mikið verið orðaður við Englandsmeistara Manchester City. Fregnir frá Englandi síðustu daga herma hins vegar að hann vilji halda kyrru fyrir í Birmingham og muni endursemja við uppeldisfélag sitt, Aston Villa. Enski boltinn Samfélagsmiðlar Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Sjá meira
Attwood er 25 ára og hafa þau Grealish átt í sambandi síðan þau voru 16 ára. Hún ræddi rafrænt ofbeldi og svokölluð nettröll á YouTube-rás sinni í gær þar sem hún sagði samfélagsmiðla vera eitraða (e. toxic) og hversu sorglegt það væri að ungt fólk eldist upp við það að ofbeldi í gegnum slíka miðla væri eðlilegt. „Allt þetta hefur sýnt mér að fólk er bókstaflega svo kvikindislegt,“ sagði Attwood. „Ég var raunverulega að fá um 200 morðhótanir á dag. Ég er ekki einu sinni að ýkja þegar ég segi það. „Það eru svo mörg skilaboð, á hverjum einasta degi, og ég fæ þau enn núna, allan daginn, alla daga: 'Ég vona að þú deyir', 'Ég vona að þú fáir krabbamein og deyir', 'Ég vona að öll fjölskyldan þín deyi',“ segir Attwood og bætir við: „Ég áttaði mig aldrei á hversu slæmt þetta er í raun, og það versta er að þetta eru ungar stelpur. Ég hef skoðað aðganga þessara stelpna sem hafa sent mér þetta og þær eru bókstaflega 13, 14 ára, og það er svo sorglegt.“ The Independent hefur eftir Imran Ahmed, forstjóra miðstöðvar sem vinnur gegn hatursorðræðu á internetinu, að stjórnendum samfélagsmiðlafyrirtækjanna sé um að kenna. „Þessi menning refsingarleysis fyrir ofbeldi er til vegna þess að samfélagsmiðlafyrirtækin neita að fara í afgerandi aðgerðir og að setja fram einhvers konar afleiðingar fyrir þá sem dreifa hatri á miðlum þeirra,“ segir Ahmed. Mikið hefur verið rætt um hvort Grealish og Attwood séu á faraldsfæti í sumar en Grealish hefur mikið verið orðaður við Englandsmeistara Manchester City. Fregnir frá Englandi síðustu daga herma hins vegar að hann vilji halda kyrru fyrir í Birmingham og muni endursemja við uppeldisfélag sitt, Aston Villa.
Enski boltinn Samfélagsmiðlar Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Sjá meira