Snorri Barón: Sara er sú elskaðasta í CrossFit íþróttinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2021 08:00 Sara Sigmundsdóttir með einum aðdáand sínum. Hún hitti þá marga um helgina. Instagram/@sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir mætti á heimsleikanna í Madison þótt hún gæti ekki keppt þar sem hún er að jafna sig eftir krossbandsslit. Umboðsmaður hennar segir móttökurnar þar sýna hversu vinsæl Sara er og hann veit líka af hverju. Sara, sem var í endurhæfingu í Dúbaí, flaug í fimmtán tíma yfir til Bandaríkjanna til að hitta aðdáendur sína á meðan heimsleikunum stóð. Það er ekki hægt að kvarta mikið yfir móttökunum sem íslenska CrossFit stjarnan fékk. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru, sagði frá þessum frábæru móttökum Söru í Madison en margir vildu hitta íslensku CrossFit stjörnuna þótt hún hefði ekkert keppt á þessu ári vegna meiðsla. „Sara sneri aftur til Madison. Hún var ekki að keppa í þetta skiptið enda enn að jafna sig eftir hnémeiðslin. Hún var mætt á vegum Wit Fitness,“ skrifaði Snorri Barón í pistli um ferð Söru. „Sara hafði ekki verið meðal bandarísku aðdáenda sinn síðan á Wodapalooza mótinu í febrúar 2020 og það kom kannski ekki algjörlega á óvart hversu margir vildu hitta hana. Það að það hafi verið meira en þúsund manns sem mættu var hins vegar meira en nokkur bjóst við,“ skrifaði Snorri. „Ég fékk hreinlega tár í augum þegar ég sá að þau tóku á móti henni með Víkingaklappinu. Falleg leið til að heiðra hana,“ skrifaði Snorri og hann er ekki í neinum vafa af hverju Sara er svona vinsæl þrátt fyrir að hafa ekki tekist að vinna heimsmeistaratitilinn í CrossFit. „Það er enginn vafi á því að Sara er í miklu uppáhaldi hjá aðdáendum íþróttarinnar og hún er sú elskaðasta í CrossFit íþróttinni. Ástæðan fyrir því er ekki aðeins stórbrotin frammistaða hennar á ferlinum til þessa heldur sú staðreynd að hún opnar hjarta sitt fyrir öllum,“ skrifaði Snorri „Henni þykir vænt um alla og setur stolt sitt í að vera sterk fyrirmynd. Það sem þú sér þegar myndavélarnar eru í gangi er nákvæmlega það sem þú sér þegar það er ekki kveikt á myndavélunum. Það er ekki eins algengt og sumir halda,“ skrifaði Snorri Barón eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) CrossFit Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Sjá meira
Sara, sem var í endurhæfingu í Dúbaí, flaug í fimmtán tíma yfir til Bandaríkjanna til að hitta aðdáendur sína á meðan heimsleikunum stóð. Það er ekki hægt að kvarta mikið yfir móttökunum sem íslenska CrossFit stjarnan fékk. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru, sagði frá þessum frábæru móttökum Söru í Madison en margir vildu hitta íslensku CrossFit stjörnuna þótt hún hefði ekkert keppt á þessu ári vegna meiðsla. „Sara sneri aftur til Madison. Hún var ekki að keppa í þetta skiptið enda enn að jafna sig eftir hnémeiðslin. Hún var mætt á vegum Wit Fitness,“ skrifaði Snorri Barón í pistli um ferð Söru. „Sara hafði ekki verið meðal bandarísku aðdáenda sinn síðan á Wodapalooza mótinu í febrúar 2020 og það kom kannski ekki algjörlega á óvart hversu margir vildu hitta hana. Það að það hafi verið meira en þúsund manns sem mættu var hins vegar meira en nokkur bjóst við,“ skrifaði Snorri. „Ég fékk hreinlega tár í augum þegar ég sá að þau tóku á móti henni með Víkingaklappinu. Falleg leið til að heiðra hana,“ skrifaði Snorri og hann er ekki í neinum vafa af hverju Sara er svona vinsæl þrátt fyrir að hafa ekki tekist að vinna heimsmeistaratitilinn í CrossFit. „Það er enginn vafi á því að Sara er í miklu uppáhaldi hjá aðdáendum íþróttarinnar og hún er sú elskaðasta í CrossFit íþróttinni. Ástæðan fyrir því er ekki aðeins stórbrotin frammistaða hennar á ferlinum til þessa heldur sú staðreynd að hún opnar hjarta sitt fyrir öllum,“ skrifaði Snorri „Henni þykir vænt um alla og setur stolt sitt í að vera sterk fyrirmynd. Það sem þú sér þegar myndavélarnar eru í gangi er nákvæmlega það sem þú sér þegar það er ekki kveikt á myndavélunum. Það er ekki eins algengt og sumir halda,“ skrifaði Snorri Barón eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron)
CrossFit Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Sjá meira