Katrín Tanja vonaðist eftir meiru en gaf loforð strax eftir heimsleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2021 09:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir á ferðinni á heimsleikunum um helgina. Instagram/@katrintanja Ísland átti enn á ný fulltrúa á verðlaunapalli heimsleikanna í CrossFit en þó ekki þá sömu og í fyrra. Anníe Mist Þórisdóttir tók sæti vinkonu sinnar Katrínar Tönju Davíðsdóttur. Gleðin var mikil hjá Anníe en Katrín náði ekki markmiðum sínum. Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir var á verðlaunapalli á heimsleikunum fyrir ári síðan en hún varð að sætta sig við tíunda sætið um helgina. Katrín Tanja var að keppa á heimsleikunum í níunda skiptið í ár og það þarf að fara átta ár aftur í tímann til að finna heimsleika þar sem hún var ekki meðal fimm efstu þegar hún var í hópi keppenda. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Katrín Tanja missti af leikunum árið 2014 en frá árunum 2015 til 2020 þá var hún alltaf meðal fimm efstu þar af fjórum sinnum á verðlaunapallinum. Katrín gerði upp leikana stuttlega eftir keppnina og gaf þá loforð um að mæta aftur að ári. Hún er ekkert að fara að hætta en hún verður 29 ára á næsta ári og á því nóg eftir. „Ég elska að keppa. Það er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri í þessum heimi,“ skrifaði Katrín Tanja Davíðsdóttir í pistli á Instagram síðu sinni. Hún hætti heldur aldrei að keppa og sýndi það á lokadeginum þegar hún varð i áttunda sæti eða ofar í öllum greinunum. „Þrátt fyrir að ég hafi gert mér vonir um að enda ofar um helgina þá er ég mjög stolt af þeirri vinnu sem ég lagði í þetta tímabil. Ég gaf allt mitt um þessa helgi,“ skrifaði Katrín. Þetta var hennar lægsta sæti á heimsleikunum síðan að hún endaði í 24. sæti árið 2013. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Þegar þú ert að reyna að verða sú besta í heimi þá getur því fylgt bæði möguleikinn á stórsigri sem og sorg. Við sem íþróttamenn verðum að viðurkenna það að við værum ekki til nema fyrir hvert annað. Það mun aldrei þó koma í veg fyrir að við reynum,“ skrifaði Katrín. „Það er mikill heiður fyrir mig að fá að stíga út á gólf með öllum þessum ótrúlegu konum í okkar íþrótt. Við leggjum allar mikla vinnu á okkur og fyrir vikið þá hækkum við ránna yfir það sem er mögulegt. Núna er bara að nota næsta ár til að verða betri,“ skrifaði Katrín og það er enginn uppgjafartónn í okkar konu. „og ég mun sjá ykkur aftur á næsta ári í Madison. Þakkir til allra fyrir stuðninginn um helgina. Það eru þið sem gerið heimsleikanna að mest töfrandi tíma ársins,“ skrifaði Katrín Tanja eins og sjá má hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sjá meira
Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir var á verðlaunapalli á heimsleikunum fyrir ári síðan en hún varð að sætta sig við tíunda sætið um helgina. Katrín Tanja var að keppa á heimsleikunum í níunda skiptið í ár og það þarf að fara átta ár aftur í tímann til að finna heimsleika þar sem hún var ekki meðal fimm efstu þegar hún var í hópi keppenda. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Katrín Tanja missti af leikunum árið 2014 en frá árunum 2015 til 2020 þá var hún alltaf meðal fimm efstu þar af fjórum sinnum á verðlaunapallinum. Katrín gerði upp leikana stuttlega eftir keppnina og gaf þá loforð um að mæta aftur að ári. Hún er ekkert að fara að hætta en hún verður 29 ára á næsta ári og á því nóg eftir. „Ég elska að keppa. Það er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri í þessum heimi,“ skrifaði Katrín Tanja Davíðsdóttir í pistli á Instagram síðu sinni. Hún hætti heldur aldrei að keppa og sýndi það á lokadeginum þegar hún varð i áttunda sæti eða ofar í öllum greinunum. „Þrátt fyrir að ég hafi gert mér vonir um að enda ofar um helgina þá er ég mjög stolt af þeirri vinnu sem ég lagði í þetta tímabil. Ég gaf allt mitt um þessa helgi,“ skrifaði Katrín. Þetta var hennar lægsta sæti á heimsleikunum síðan að hún endaði í 24. sæti árið 2013. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Þegar þú ert að reyna að verða sú besta í heimi þá getur því fylgt bæði möguleikinn á stórsigri sem og sorg. Við sem íþróttamenn verðum að viðurkenna það að við værum ekki til nema fyrir hvert annað. Það mun aldrei þó koma í veg fyrir að við reynum,“ skrifaði Katrín. „Það er mikill heiður fyrir mig að fá að stíga út á gólf með öllum þessum ótrúlegu konum í okkar íþrótt. Við leggjum allar mikla vinnu á okkur og fyrir vikið þá hækkum við ránna yfir það sem er mögulegt. Núna er bara að nota næsta ár til að verða betri,“ skrifaði Katrín og það er enginn uppgjafartónn í okkar konu. „og ég mun sjá ykkur aftur á næsta ári í Madison. Þakkir til allra fyrir stuðninginn um helgina. Það eru þið sem gerið heimsleikanna að mest töfrandi tíma ársins,“ skrifaði Katrín Tanja eins og sjá má hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sjá meira