Ég þoli ekki kóríander Indriði Stefánsson skrifar 4. ágúst 2021 11:01 Ég tilheyri þeim hluta fólks sem upplifir hverja máltíð sem inniheldur kóriander sem hreinan og kláran viðbjóð. Mér finnst það óréttlátt, því að þau sem borða kóríander virðast ekki geta fengið nóg af honum. Eftir því sem ég kemst næst er óþol mitt fyrir kóríander genatengt, bragðlaukarnir mínir eru einfaldlega þannig gerðir að kóríander bragðast meira eins og sápa en nokkuð sem ætlað er til manneldis. Það er því fátt sem ég get gert nema að burðast með þetta óréttlæti út ævina. Fleiri en ég búa hins vegar við annað óréttlæti. Óréttlæti sem er ekki genatengt, þó svo að tregðan til að bæta úr því gefi tilefni til að halda annað. Kóríander kosninganna Það er mikilvægt að stjórnmálamenn skilji og virði afstöðu kjósenda. Sumir kjósendur skipta stjórnmálamenn þó meira máli en aðrir. Í því samhengi má benda á að í Norðvesturkjördæmi voru rúmlega 21 þúsund á kjörskrá í fyrra. Þessir 21 þúsund kjósendur eru í dag með 8 þingmenn á Alþingi. Í Hafnarfirði voru tæplega 21 þúsund manns á kjörskrá í fyrra, eða svipaður fjöldi og í Norðvestur. Þýðir það að Hafnfirðingar fái líka 8 þingmenn? Alls ekki. Hafnfirðingar deila sínum 13 fulltrúum með Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Kjósarhreppi, þar sem um það bil 52 þúsund kjósendur til viðbótar búa. Munurinn er því sá að hver þingmaður í Norðvestur er með í kringum 2600 kjósendur á bak við sig en hver fulltrúi í Suðvestur þarf 5600. Hvers vegna er þetta svona? Kosningakerfið á Íslandi - með sínu innbyggða óréttlæti - er ennþá svona því það hentar ákveðnum flokkum vel, sérstaklega Framsókn og Sjálfstæðisflokki. Flokkum sem ítrekað hafa verið í aðstöðu til þess að sýna að þeim þyki kjósendur skipta jafn miklu máli. Þeim gafst t.d. þrjú tækifæri á síðasta ári til að laga þetta, eins og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, rakti í grein á Vísi á dögunum. Þeir flokkar sem vilja breyta þessu geta það ekki og þeir sem geta það vilja það ekki. Á meðan skipti ég, rétt eins og tugir þúsunda annarra kjósenda, helmingi minna máli í augum íhaldsins. Á sama hátt og ég kæri mig ekki um að fá kóríander í matinn minn kæri ég mig ekki um að það þurfi þúsundir fleiri kjósenda til að ná alþingismanni í mínu kjördæmi og íhaldsamir flokkar fái meirihluta fulltrúa á grundvelli minnihluta atkvæða. Ólíkt kóríanderóþolinu mínu er hins vegar auðvelt að bæta úr kjördæmaóréttlætinu. Kjósum flokka sem vilja breytingar. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi á lista Pírata til Alþingiskosninga 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég tilheyri þeim hluta fólks sem upplifir hverja máltíð sem inniheldur kóriander sem hreinan og kláran viðbjóð. Mér finnst það óréttlátt, því að þau sem borða kóríander virðast ekki geta fengið nóg af honum. Eftir því sem ég kemst næst er óþol mitt fyrir kóríander genatengt, bragðlaukarnir mínir eru einfaldlega þannig gerðir að kóríander bragðast meira eins og sápa en nokkuð sem ætlað er til manneldis. Það er því fátt sem ég get gert nema að burðast með þetta óréttlæti út ævina. Fleiri en ég búa hins vegar við annað óréttlæti. Óréttlæti sem er ekki genatengt, þó svo að tregðan til að bæta úr því gefi tilefni til að halda annað. Kóríander kosninganna Það er mikilvægt að stjórnmálamenn skilji og virði afstöðu kjósenda. Sumir kjósendur skipta stjórnmálamenn þó meira máli en aðrir. Í því samhengi má benda á að í Norðvesturkjördæmi voru rúmlega 21 þúsund á kjörskrá í fyrra. Þessir 21 þúsund kjósendur eru í dag með 8 þingmenn á Alþingi. Í Hafnarfirði voru tæplega 21 þúsund manns á kjörskrá í fyrra, eða svipaður fjöldi og í Norðvestur. Þýðir það að Hafnfirðingar fái líka 8 þingmenn? Alls ekki. Hafnfirðingar deila sínum 13 fulltrúum með Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Kjósarhreppi, þar sem um það bil 52 þúsund kjósendur til viðbótar búa. Munurinn er því sá að hver þingmaður í Norðvestur er með í kringum 2600 kjósendur á bak við sig en hver fulltrúi í Suðvestur þarf 5600. Hvers vegna er þetta svona? Kosningakerfið á Íslandi - með sínu innbyggða óréttlæti - er ennþá svona því það hentar ákveðnum flokkum vel, sérstaklega Framsókn og Sjálfstæðisflokki. Flokkum sem ítrekað hafa verið í aðstöðu til þess að sýna að þeim þyki kjósendur skipta jafn miklu máli. Þeim gafst t.d. þrjú tækifæri á síðasta ári til að laga þetta, eins og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, rakti í grein á Vísi á dögunum. Þeir flokkar sem vilja breyta þessu geta það ekki og þeir sem geta það vilja það ekki. Á meðan skipti ég, rétt eins og tugir þúsunda annarra kjósenda, helmingi minna máli í augum íhaldsins. Á sama hátt og ég kæri mig ekki um að fá kóríander í matinn minn kæri ég mig ekki um að það þurfi þúsundir fleiri kjósenda til að ná alþingismanni í mínu kjördæmi og íhaldsamir flokkar fái meirihluta fulltrúa á grundvelli minnihluta atkvæða. Ólíkt kóríanderóþolinu mínu er hins vegar auðvelt að bæta úr kjördæmaóréttlætinu. Kjósum flokka sem vilja breytingar. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi á lista Pírata til Alþingiskosninga 2021.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun