Umfjöllun og viðtöl: FH - HK 2-4 | Arnþór og Birnir tryggðu HK magnaðan sigur Dagur Lárusson skrifar 4. ágúst 2021 22:20 HK er tveimur stigum frá öruggu sæti eftir sigurinn í kvöld. Vísir/Hulda Margrét HK hafði betur gegn FH í Pepsi Max deild karla í kvöld en lokatölur voru 2-4 og skoraði Birnir Snær tvö mörk fyrir HK-inga. Fyrri hálfleikurinn var hreint út sagt frábær skemmtun en það voru fimm mörk sem litu dagsins ljós. Það fyrsta kom strax á 1.mínútu leiksins þegar Baldur Logi átti flotta takta á miðjum vellinum og sendi boltann inn fyrir vörn HK-inga á Jónatan Inga sem var þá kominn einn gegn Arnari Frey og kláraði færið virkilega vel. HK-ingar voru þá ekki á þeim buxunum að gefast upp þrátt fyrir þetta og voru ekki lengi að jafna metin. Jöfnunarmarkið kom nefnilega á 6.mínútu og var það Birnir Snær sem skoraði markið en hann hafði átt annað dauðafæri á undan markinu. HK var með mikla yfirburði strax eftir mark FH-inga og hélt áfram að sækja næstu mínúturnar. Þeir náðu síðan forystunni í leiknum á 17.mínútu en fyrir það höfðu þeir átt mikið af færum og t.d var mark tekið af þeim vegna rangstöðu. En í þessu marki var það Ívar Örn Jónsson sem átti frábæra sendingu inn á teig frá vinstri sem rataði á Arnþór Ara og stýrði hann boltanum framhjá Gunnari í markinu. Stuðningsmenn FH voru ekki sáttir á þessum tímapunkti og létu vel í sér heyra. Það virtist skila einhverju þar sem spilamennsku liðsins varð betri eftir því sem leið á hálfleikinn. Það var síðan á 30.mínútu þar Jónatan Ingi var að leika listir sínar á vinstri kantinum áður en hann gaf boltann inn á völlinn á Matthías Vilhjálmsson. Matthías sendi boltann á Steven Lennon sem sendi síðan boltann á Bald Loga sem var vinstra megin í teignum og skaut að marki, beint í varnarmann og í netið. Staðan orðin jöfn á ný. Allt virtist stefna í það að það yrði jafnt í hálfleik en Birnir Snær var á öðru máli. Arnþór Ari átti frábæra sendingu inn fyrir vörn FH á 46.mínútu, beint á Birni Snæ sem fór framhjá Gunnari í markinu og lagði boltann í netið. HK með forystuna í hálfleik. FH-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af ágætis krafti og spiluðu boltanum vel á milli sín en þó án þess að skapa sér nein alvöru færi. HK-ingar voru ekki búnir að segja sitt síðasta en á 53.mínútu kom þeirra fjórða mark þegar Atli Arnarson skallaði boltann í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Ívari Erni. Það voru ekki fleiri mörk sem litu dagsins ljós í leiknum þrátt fyrir þunga sóknarlotu FH-inga undir lokin og því lokatölur 2-4. Af hverju vann HK? Þeir mættu dýrvitlausir til leiks og virtust ekkert láta það á sig fá þó svo að þeir hafi fengið á sig mark strax á 1.mínútu. Sóknarlína þeirr var hreint út sagt frábær og léku leikmenn eins og Birnir Snær og Arnþór Ari á alls oddi allan leikinn. Varnarleikur liðsins var síðan mjög öflugur í seinni hálfleiknum. Hverjir stóðu uppúr? Birnir Snær átti líklega sinn besta leik í sumar en hann var allt í öllu í sóknarleik HK í kvöld. Hann skoraði tvö mörk og fór framhjá varnarmönnum FH eins og að drekka vatn. Arnþór Ari var einnig frábær á miðjunni hjá HK. Hvað fór illa? Varnarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska í fyrri hálfleiknum en þá sérstaklega hjá FH-ingum. Það er ljóst að það vantar ennþá eitthvað upp á sjálfstraustið í Kaplakrika þrátt fyrir tvo sigra í röð í deildinni fyrir þennna leik Hvað gerist næst? FH-ingar fara í heimsókn vestur í bæ og mæta KR-ingum á meðan HK-ingar fara upp á Skipaskaga og mæta ÍA. Brynjar Björn: Vorum að vinna boltann hátt uppi á vellinum Brynjar Björn Gunnarsson hafði ástæðu til að fagna í kvöld.VÍSIR/HULDA MARGRÉT ,,Ég get ekki verið neitt annað en sáttur eftir þennan leik,” byrjaði Brynjar Björn á því að segja. ,,Þetta var fjörugur leikur, sérstaklega fyrri hálfleikurinn. Fáum þarna mark á okkur reyndar alveg í byrjun, en mér fannst samt eftir það að við vorum með leikinn alveg í okkar höndum. Ég veit að við fengum á okkur tvö mörk og markatalan er eins og hún er, en mér fannst við hafa leikinn í okkar höndum allan tímann.” Þrátt fyrir sigurinn þá vildi Brynjar þó meina að uppleggið hafi ekki gengið fullkomlega upp. ,,Nei uppleggið gekk nú ekki alveg upp, við auðvitað fengum á okkur tvö mörk og fyrsta markið svolítið svekkjandi og svolítið einfalt og í öðru markinu fór boltinn í einn eða tvo leikmenn áður en hann fór í netið. En hvað varðar uppleggið varðandi pressuna þá vorum við að vinna boltann hátt uppi á vellinum og vorum að koma með flottar fyrirgjafir inn á teig sem virkaði vel í kvöld,” hélt Brynjar áfram. Brynjar tók undir það að liðið hans hafi sýnt sínar bestu hliðar, bæði sóknarlega og varnarlega í kvöld. ,,Já ég tek undir það. Sóknarlega vorum við bara nokkuð góðir og varnarlega, þá sérstaklega í seinni hálfleiknum, þá hleyptum við þeim ekki í gegnum okkur og ég er mjög ánægður með það,” endaði Brynjar á því að segja. Davíð Þór: Virkuðum þungir og þreyttir Davíð Þór og hans menn í FH hafa átt betri kvöld í Kaplakrika.Vísir/Bára Dröfn Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH, var að vonum ósáttur eftir 2-4 tap gegn HK í Kaplakrika í kvöld. Aðspurður út í úrslit leiksins og hvort þau hafi endurspeglað leikinn vildi Davíð meina að svo sé raunin. ,,Já, þeir voru einfaldlega betri en við og áttu þennan sigur fyllilega skilið,” byrjaði Davíð á því að segja. ,,Við virkuðum bara þungir og þreyttir, gáfum þeim alltof mikinn tíma á boltanum, alltof mikil svæði og vorum einhvern veginn aldrei líklegir til þess að pressa þá almennilega. Þeir einfaldlega gengu á lagið enda með fullt af frábærum knattspyrnumönnum.” Davíð vildi ekki meina að HK-ingar hafi komið þeim á óvart með hápressu sinni. ,,Nei þeir eru búnir að vera að gera þetta í allt sumar. Það sem kom okkur kannski á óvart var bara hversu daprir við vorum og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Fyrir þennan leik var FH búið að halda hreinu í tveimur leikjum í röð og vildu einhverjir meina að varnarmenn FH væru komnir með ágætis sjálfstraust. Davíð var þó sammála því eftir leik að mögulega vanti ennþá eitthvað upp á sjálfstraustið eftir erfitt sumar hjá liðinu. ,,Já það getur svo sem alveg verið, það allaveganna geislaði ekkert sjálfstraustið af mönnum hér í kvöld,” endaði Davíð á því að segja. Pepsi Max-deild karla FH HK
HK hafði betur gegn FH í Pepsi Max deild karla í kvöld en lokatölur voru 2-4 og skoraði Birnir Snær tvö mörk fyrir HK-inga. Fyrri hálfleikurinn var hreint út sagt frábær skemmtun en það voru fimm mörk sem litu dagsins ljós. Það fyrsta kom strax á 1.mínútu leiksins þegar Baldur Logi átti flotta takta á miðjum vellinum og sendi boltann inn fyrir vörn HK-inga á Jónatan Inga sem var þá kominn einn gegn Arnari Frey og kláraði færið virkilega vel. HK-ingar voru þá ekki á þeim buxunum að gefast upp þrátt fyrir þetta og voru ekki lengi að jafna metin. Jöfnunarmarkið kom nefnilega á 6.mínútu og var það Birnir Snær sem skoraði markið en hann hafði átt annað dauðafæri á undan markinu. HK var með mikla yfirburði strax eftir mark FH-inga og hélt áfram að sækja næstu mínúturnar. Þeir náðu síðan forystunni í leiknum á 17.mínútu en fyrir það höfðu þeir átt mikið af færum og t.d var mark tekið af þeim vegna rangstöðu. En í þessu marki var það Ívar Örn Jónsson sem átti frábæra sendingu inn á teig frá vinstri sem rataði á Arnþór Ara og stýrði hann boltanum framhjá Gunnari í markinu. Stuðningsmenn FH voru ekki sáttir á þessum tímapunkti og létu vel í sér heyra. Það virtist skila einhverju þar sem spilamennsku liðsins varð betri eftir því sem leið á hálfleikinn. Það var síðan á 30.mínútu þar Jónatan Ingi var að leika listir sínar á vinstri kantinum áður en hann gaf boltann inn á völlinn á Matthías Vilhjálmsson. Matthías sendi boltann á Steven Lennon sem sendi síðan boltann á Bald Loga sem var vinstra megin í teignum og skaut að marki, beint í varnarmann og í netið. Staðan orðin jöfn á ný. Allt virtist stefna í það að það yrði jafnt í hálfleik en Birnir Snær var á öðru máli. Arnþór Ari átti frábæra sendingu inn fyrir vörn FH á 46.mínútu, beint á Birni Snæ sem fór framhjá Gunnari í markinu og lagði boltann í netið. HK með forystuna í hálfleik. FH-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af ágætis krafti og spiluðu boltanum vel á milli sín en þó án þess að skapa sér nein alvöru færi. HK-ingar voru ekki búnir að segja sitt síðasta en á 53.mínútu kom þeirra fjórða mark þegar Atli Arnarson skallaði boltann í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Ívari Erni. Það voru ekki fleiri mörk sem litu dagsins ljós í leiknum þrátt fyrir þunga sóknarlotu FH-inga undir lokin og því lokatölur 2-4. Af hverju vann HK? Þeir mættu dýrvitlausir til leiks og virtust ekkert láta það á sig fá þó svo að þeir hafi fengið á sig mark strax á 1.mínútu. Sóknarlína þeirr var hreint út sagt frábær og léku leikmenn eins og Birnir Snær og Arnþór Ari á alls oddi allan leikinn. Varnarleikur liðsins var síðan mjög öflugur í seinni hálfleiknum. Hverjir stóðu uppúr? Birnir Snær átti líklega sinn besta leik í sumar en hann var allt í öllu í sóknarleik HK í kvöld. Hann skoraði tvö mörk og fór framhjá varnarmönnum FH eins og að drekka vatn. Arnþór Ari var einnig frábær á miðjunni hjá HK. Hvað fór illa? Varnarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska í fyrri hálfleiknum en þá sérstaklega hjá FH-ingum. Það er ljóst að það vantar ennþá eitthvað upp á sjálfstraustið í Kaplakrika þrátt fyrir tvo sigra í röð í deildinni fyrir þennna leik Hvað gerist næst? FH-ingar fara í heimsókn vestur í bæ og mæta KR-ingum á meðan HK-ingar fara upp á Skipaskaga og mæta ÍA. Brynjar Björn: Vorum að vinna boltann hátt uppi á vellinum Brynjar Björn Gunnarsson hafði ástæðu til að fagna í kvöld.VÍSIR/HULDA MARGRÉT ,,Ég get ekki verið neitt annað en sáttur eftir þennan leik,” byrjaði Brynjar Björn á því að segja. ,,Þetta var fjörugur leikur, sérstaklega fyrri hálfleikurinn. Fáum þarna mark á okkur reyndar alveg í byrjun, en mér fannst samt eftir það að við vorum með leikinn alveg í okkar höndum. Ég veit að við fengum á okkur tvö mörk og markatalan er eins og hún er, en mér fannst við hafa leikinn í okkar höndum allan tímann.” Þrátt fyrir sigurinn þá vildi Brynjar þó meina að uppleggið hafi ekki gengið fullkomlega upp. ,,Nei uppleggið gekk nú ekki alveg upp, við auðvitað fengum á okkur tvö mörk og fyrsta markið svolítið svekkjandi og svolítið einfalt og í öðru markinu fór boltinn í einn eða tvo leikmenn áður en hann fór í netið. En hvað varðar uppleggið varðandi pressuna þá vorum við að vinna boltann hátt uppi á vellinum og vorum að koma með flottar fyrirgjafir inn á teig sem virkaði vel í kvöld,” hélt Brynjar áfram. Brynjar tók undir það að liðið hans hafi sýnt sínar bestu hliðar, bæði sóknarlega og varnarlega í kvöld. ,,Já ég tek undir það. Sóknarlega vorum við bara nokkuð góðir og varnarlega, þá sérstaklega í seinni hálfleiknum, þá hleyptum við þeim ekki í gegnum okkur og ég er mjög ánægður með það,” endaði Brynjar á því að segja. Davíð Þór: Virkuðum þungir og þreyttir Davíð Þór og hans menn í FH hafa átt betri kvöld í Kaplakrika.Vísir/Bára Dröfn Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH, var að vonum ósáttur eftir 2-4 tap gegn HK í Kaplakrika í kvöld. Aðspurður út í úrslit leiksins og hvort þau hafi endurspeglað leikinn vildi Davíð meina að svo sé raunin. ,,Já, þeir voru einfaldlega betri en við og áttu þennan sigur fyllilega skilið,” byrjaði Davíð á því að segja. ,,Við virkuðum bara þungir og þreyttir, gáfum þeim alltof mikinn tíma á boltanum, alltof mikil svæði og vorum einhvern veginn aldrei líklegir til þess að pressa þá almennilega. Þeir einfaldlega gengu á lagið enda með fullt af frábærum knattspyrnumönnum.” Davíð vildi ekki meina að HK-ingar hafi komið þeim á óvart með hápressu sinni. ,,Nei þeir eru búnir að vera að gera þetta í allt sumar. Það sem kom okkur kannski á óvart var bara hversu daprir við vorum og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Fyrir þennan leik var FH búið að halda hreinu í tveimur leikjum í röð og vildu einhverjir meina að varnarmenn FH væru komnir með ágætis sjálfstraust. Davíð var þó sammála því eftir leik að mögulega vanti ennþá eitthvað upp á sjálfstraustið eftir erfitt sumar hjá liðinu. ,,Já það getur svo sem alveg verið, það allaveganna geislaði ekkert sjálfstraustið af mönnum hér í kvöld,” endaði Davíð á því að segja.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti