Lögregla sinnti einnig útkalli vegna ökumanns vespu sem ók á ljósastaur og kyrrstæða bifreið þannig að greinilega sá á. Lét hann sig hverfa af vettvangi. Atvikið átti sér stað í Háaleitis- og Bústaðahverfi.
Þá var kona flutt á Landspítala með sjúkrabíl eftir að hafa dottið af reiðhjóli á Seltjarnarnesi. Hlaut hún áverka í andliti og á hendi.
Tveir voru stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum og aðrir tveir fyrir of hraðan akstur. Annar þeirra reyndist 17 ára og var málið afgreitt í samráði við forráðamann.