Justin hjá Morning Chalk Up: Anníe er með stærsta brosið í CrossFit heiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2021 08:01 Anníe Mist Þórisdóttir brosir í viðtali á heimsleikunum í CrossFit. Skjámynd/Youtube/CrossFit Games Justin LoFranco, hæstráðandi hjá CrossFit miðlinum Morning Chalk Up, fer lofsamlegum orðum um bronskonuna Anníe Mist Þórisdóttir eftir frammistöðu hennar á heimsleikunum um helgina. „Ég þekki ekki sögu allra á heimsleikunum en ég veit aftur á móti mikið um sögu Anníe,“ byrjaði Justin LoFranco stuttan pistil sinn um íslensku CrossFit goðsögnina. „Í janúar talaði ég við hana á Zoom til að setja upp það sem seinna varð að tveimur ritgerðum hennar, önnur um vandræðin eftir meðgöngu og hin var opið bréf til litlu dóttur hennar,“ skrifaði LoFranco. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Næstu þrjá mánuði þá töluðum við saman eða sendum skilaboð á milli okkar á nokkra vikna fresti til að fínpússa það sem hún vildi segja. Ég held það að segja mér sögu sína og síðan öllum CrossFit heiminum hafi verið geðhreinsandi fyrir hana. Fyrir mig var það heiður að hjálpa henni að segja hana og sú mikla ábyrgð fékk mig til að svitna oftar en einu sinni,“ skrifaði LoFranco. „Anníe er með stærsta brosið í CrossFit heiminum. Hún er full af ljósi og lífi. Ég held að aðdáendur átti sig samt ekki á því hversu erfitt andlega þetta tímabil var fyrir hana. Það er var ekki lítið af sjálfsefa en þessi kona er hörð af sér og sterk, augljóslega líkamlega en andlega líka,“ skrifaði LoFranco. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) „Hún hefur ekki aðeins sannað sig sem hraustasta mamman í heimi heldur hefur hún einnig sýnt kynslóð kvenna að það að verða mamma kallar ekki á neina meðalmennsku. Hún endaði ekki um miðjan hóp. Hún komst á verðlaunapall á sínu fyrsta ári eftir endurkomuna. Hún var nálægt því að vinna Tiu í snöruninni. Hún var aðeins ein af sex sem hétu ekki Tia og tókst að vinna grein,“ skrifaði LoFranco. „Hún var sú fyrsta til að vinna tvo heimsleika. Hún var sú fyrsta til að komast á verðlaunapall eftir barneign. Það hefur enginn, karla eða kona, keppt lengur en hún. Hún hefur unnið næstflestar greinar í sögu heimsleikanna. Þessi 31 árs gamla er enn að stika sína leið,“ skrifaði LoFranco eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Justin LoFranco (@chalkupjlo) CrossFit Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Fleiri fréttir Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira
„Ég þekki ekki sögu allra á heimsleikunum en ég veit aftur á móti mikið um sögu Anníe,“ byrjaði Justin LoFranco stuttan pistil sinn um íslensku CrossFit goðsögnina. „Í janúar talaði ég við hana á Zoom til að setja upp það sem seinna varð að tveimur ritgerðum hennar, önnur um vandræðin eftir meðgöngu og hin var opið bréf til litlu dóttur hennar,“ skrifaði LoFranco. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Næstu þrjá mánuði þá töluðum við saman eða sendum skilaboð á milli okkar á nokkra vikna fresti til að fínpússa það sem hún vildi segja. Ég held það að segja mér sögu sína og síðan öllum CrossFit heiminum hafi verið geðhreinsandi fyrir hana. Fyrir mig var það heiður að hjálpa henni að segja hana og sú mikla ábyrgð fékk mig til að svitna oftar en einu sinni,“ skrifaði LoFranco. „Anníe er með stærsta brosið í CrossFit heiminum. Hún er full af ljósi og lífi. Ég held að aðdáendur átti sig samt ekki á því hversu erfitt andlega þetta tímabil var fyrir hana. Það er var ekki lítið af sjálfsefa en þessi kona er hörð af sér og sterk, augljóslega líkamlega en andlega líka,“ skrifaði LoFranco. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) „Hún hefur ekki aðeins sannað sig sem hraustasta mamman í heimi heldur hefur hún einnig sýnt kynslóð kvenna að það að verða mamma kallar ekki á neina meðalmennsku. Hún endaði ekki um miðjan hóp. Hún komst á verðlaunapall á sínu fyrsta ári eftir endurkomuna. Hún var nálægt því að vinna Tiu í snöruninni. Hún var aðeins ein af sex sem hétu ekki Tia og tókst að vinna grein,“ skrifaði LoFranco. „Hún var sú fyrsta til að vinna tvo heimsleika. Hún var sú fyrsta til að komast á verðlaunapall eftir barneign. Það hefur enginn, karla eða kona, keppt lengur en hún. Hún hefur unnið næstflestar greinar í sögu heimsleikanna. Þessi 31 árs gamla er enn að stika sína leið,“ skrifaði LoFranco eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Justin LoFranco (@chalkupjlo)
CrossFit Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Fleiri fréttir Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira