„Kannski eru þjóðþing ekki rétti aðilinn til að setja kosningalög“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. ágúst 2021 08:28 Þorkell Helgason, stærðfræðingur, veltir því fyrir sér hvort þjóðþing sé rétti aðilinn til að setja kosningalög og þar með stjórnarskrá. Vísir Frá Alþingiskosningum 2013 hefur það verið þannig að jöfnunarþingsæti hafa sett fylgi flokka úr jafnvægi við fjölda Alþingismanna sem hver flokkur fær á þingi og hefur þá einn flokkur fengið einum manni um of inn á þing miðað við fylgi á landsvísu. Stærðfræðingurinn Þorkell Helgason skrifaði á dögunum pistil sem birtist í Kjarnanum þar sem hann fjallar um jöfnunaratkvæði út frá því hvort flokkar fái eðlilegan fjölda þingmanna miðað við landsfylgi. „Þetta hugtak, jöfnun atkvæða, er tvíþætt. Það er annars vegar það hvort flokkarnir fái eðlilega tölu þingmanna miðað við það fylgi sem þeir fá á landinu og hins vegar hvort atkvæði kjósenda vega jafnt og þetta er ekki það sama,“ sagði Þorkell í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær. „Ég er aðallega að skrifa um þennan flokkajöfnuð í þessari grein því það búið að vera að mínu viti markmið allra breytinga á kosningalögum að minnsta kosti síðan 1934,“ segir hann. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur jafnan með einum þingamanni um of Hann segir að í gamla daga þegar ójafnvægið milli flokkanna var sem mest hafi Framsóknarflokkurinn, sem iðulega safnaði mestum atkvæðum á landsbyggðinni, grætt á jöfnunarþingsætunum. „Það náðist jöfnuður á milli flokka öll árin frá 1987 til og með 2009 en síðan þá í þessum þremur kosningum sem hafa farið fram síðan þá hefur annað hvort Framsóknarflokkurinn eða Sjálfstæðisflokkurinn fengið einum manni um of,“ segir Þorkell. Kosningalög og jöfnun atkvæða hafa verið mikið til umræðu undanfarið og margir kallað eftir að kosningalögum verði breytt fyrir komandi Alþingiskosningar, sem fara fram 25. september næstkomandi. Þorkell segir aðalatriðið vera að þetta eigi að vera jafnt og hann telur alla vilja það í raun. Þrír flokkar græða níu jöfnunarþingmenn Útlit er að níu flokkar verði í framboði fyrir komandi Alþingiskosningar en þrír af þeim flokkum munu græða mest á jöfnun atkvæða að mati Þorkels, miðað við nýjustu kosningaspár. „Það eru þrír af þessum flokkum sem eru kannski yfir fimm prósent þröskuldinum og fá væntanlega enga kjördæmakjörna þannig að þeir eiga þá rétt á níu mönnum: þrír hver. Þar með eru öll jöfnunarsætin uppurin í þeim tilgangi. Þannig að einhvers staðar verður að láta undan,“ segir Þorkell. „Ef maður leikur sér dálítið að tölum í kring um þessar spár þá er allt sem bendir til að verði eitt eða tvö sæti sem lendi ekki á réttum flokki og það getur haft heilmikið að segja við stjórnarmyndun.“ Þrjú frumvörp um breytingu á kosningalögum en ekkert fékk framgang Hann segir að jöfnunarþingsæti séu allt of fá. „Af einhverjum ástæðum hafa þingmenn alltaf skorið tölu þeirra við nögl. Ég er að leggja til að menn hætti að tala um kjördæmasæti og jöfnunarsæti, þetta séu bara þingsæti sem koma úr hverju kjördæmi en verða gjöra svo vel að lúta að því skilyrði að fyrst skuli finna út hvað hver flokkur eigi rétt á mörgum þingmönnum miðað við landsfylgi. Það er hægt að útfæra þetta á ýmsan hátt en það er mikil tregða í þessu kerfi eins og mörgum.“ Hann veltir því fyrir sér hvort Alþingi sé best til þess fallið að fjalla um kosningalög. „Í vetur eru búin að liggja fyrir þrjú frumvörp um hvernig megi kippa þessu í lag með einföldum hætti en það hefur ekkert gerst. Það er nú svo merkilegt. Þingmenn eiga mjög erfitt með að breyta kosningalögum,“ segir Þorkell. „Það segir manni bara einfaldlega líka að kannski eru þjóðþing ekki rétti aðilinn til að setja kosningalög og þar með stjórnarskrá.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Þorkel í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Alþingiskosningar 2021 Reykjavík síðdegis Alþingi Kjördæmaskipan Tengdar fréttir Bjarni vill minni kjördæmi út um landið Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir tíma til kominn að gerð verði grundvallarendurskoðun á kosningalöggjöfinni og kjördæmaskipan landsins. Hann segir óheppilegt að jöfnunarþingsæti kallist ekki á við fjölda flokka á þingi. 11. maí 2021 14:42 Vill fjölga jöfnunarþingsætum sem Katrín segir til skoðunar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, birti í morgun Facebook-færslu þar sem hann gagnrýnir að Alþingi ætli ekki að leiðrétta kosningalög og fjölga þar með jöfnunarþingsætum fyrir næstu Alþingiskosningar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að taka þurfi málið til skoðunar. 4. maí 2021 12:30 Tvær flugur, eitt kjördæmi Í viðtali sem Ríkisútvarpið tók á dögunum við Ólaf Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, kom fram að jöfnunarsæti í kosningum til Alþingis séu of fá til að tryggja jöfnuð milli þingflokka í samræmi við atkvæðamagn á landsvísu. 1. febrúar 2021 10:30 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
Stærðfræðingurinn Þorkell Helgason skrifaði á dögunum pistil sem birtist í Kjarnanum þar sem hann fjallar um jöfnunaratkvæði út frá því hvort flokkar fái eðlilegan fjölda þingmanna miðað við landsfylgi. „Þetta hugtak, jöfnun atkvæða, er tvíþætt. Það er annars vegar það hvort flokkarnir fái eðlilega tölu þingmanna miðað við það fylgi sem þeir fá á landinu og hins vegar hvort atkvæði kjósenda vega jafnt og þetta er ekki það sama,“ sagði Þorkell í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær. „Ég er aðallega að skrifa um þennan flokkajöfnuð í þessari grein því það búið að vera að mínu viti markmið allra breytinga á kosningalögum að minnsta kosti síðan 1934,“ segir hann. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur jafnan með einum þingamanni um of Hann segir að í gamla daga þegar ójafnvægið milli flokkanna var sem mest hafi Framsóknarflokkurinn, sem iðulega safnaði mestum atkvæðum á landsbyggðinni, grætt á jöfnunarþingsætunum. „Það náðist jöfnuður á milli flokka öll árin frá 1987 til og með 2009 en síðan þá í þessum þremur kosningum sem hafa farið fram síðan þá hefur annað hvort Framsóknarflokkurinn eða Sjálfstæðisflokkurinn fengið einum manni um of,“ segir Þorkell. Kosningalög og jöfnun atkvæða hafa verið mikið til umræðu undanfarið og margir kallað eftir að kosningalögum verði breytt fyrir komandi Alþingiskosningar, sem fara fram 25. september næstkomandi. Þorkell segir aðalatriðið vera að þetta eigi að vera jafnt og hann telur alla vilja það í raun. Þrír flokkar græða níu jöfnunarþingmenn Útlit er að níu flokkar verði í framboði fyrir komandi Alþingiskosningar en þrír af þeim flokkum munu græða mest á jöfnun atkvæða að mati Þorkels, miðað við nýjustu kosningaspár. „Það eru þrír af þessum flokkum sem eru kannski yfir fimm prósent þröskuldinum og fá væntanlega enga kjördæmakjörna þannig að þeir eiga þá rétt á níu mönnum: þrír hver. Þar með eru öll jöfnunarsætin uppurin í þeim tilgangi. Þannig að einhvers staðar verður að láta undan,“ segir Þorkell. „Ef maður leikur sér dálítið að tölum í kring um þessar spár þá er allt sem bendir til að verði eitt eða tvö sæti sem lendi ekki á réttum flokki og það getur haft heilmikið að segja við stjórnarmyndun.“ Þrjú frumvörp um breytingu á kosningalögum en ekkert fékk framgang Hann segir að jöfnunarþingsæti séu allt of fá. „Af einhverjum ástæðum hafa þingmenn alltaf skorið tölu þeirra við nögl. Ég er að leggja til að menn hætti að tala um kjördæmasæti og jöfnunarsæti, þetta séu bara þingsæti sem koma úr hverju kjördæmi en verða gjöra svo vel að lúta að því skilyrði að fyrst skuli finna út hvað hver flokkur eigi rétt á mörgum þingmönnum miðað við landsfylgi. Það er hægt að útfæra þetta á ýmsan hátt en það er mikil tregða í þessu kerfi eins og mörgum.“ Hann veltir því fyrir sér hvort Alþingi sé best til þess fallið að fjalla um kosningalög. „Í vetur eru búin að liggja fyrir þrjú frumvörp um hvernig megi kippa þessu í lag með einföldum hætti en það hefur ekkert gerst. Það er nú svo merkilegt. Þingmenn eiga mjög erfitt með að breyta kosningalögum,“ segir Þorkell. „Það segir manni bara einfaldlega líka að kannski eru þjóðþing ekki rétti aðilinn til að setja kosningalög og þar með stjórnarskrá.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Þorkel í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Alþingiskosningar 2021 Reykjavík síðdegis Alþingi Kjördæmaskipan Tengdar fréttir Bjarni vill minni kjördæmi út um landið Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir tíma til kominn að gerð verði grundvallarendurskoðun á kosningalöggjöfinni og kjördæmaskipan landsins. Hann segir óheppilegt að jöfnunarþingsæti kallist ekki á við fjölda flokka á þingi. 11. maí 2021 14:42 Vill fjölga jöfnunarþingsætum sem Katrín segir til skoðunar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, birti í morgun Facebook-færslu þar sem hann gagnrýnir að Alþingi ætli ekki að leiðrétta kosningalög og fjölga þar með jöfnunarþingsætum fyrir næstu Alþingiskosningar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að taka þurfi málið til skoðunar. 4. maí 2021 12:30 Tvær flugur, eitt kjördæmi Í viðtali sem Ríkisútvarpið tók á dögunum við Ólaf Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, kom fram að jöfnunarsæti í kosningum til Alþingis séu of fá til að tryggja jöfnuð milli þingflokka í samræmi við atkvæðamagn á landsvísu. 1. febrúar 2021 10:30 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
Bjarni vill minni kjördæmi út um landið Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir tíma til kominn að gerð verði grundvallarendurskoðun á kosningalöggjöfinni og kjördæmaskipan landsins. Hann segir óheppilegt að jöfnunarþingsæti kallist ekki á við fjölda flokka á þingi. 11. maí 2021 14:42
Vill fjölga jöfnunarþingsætum sem Katrín segir til skoðunar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, birti í morgun Facebook-færslu þar sem hann gagnrýnir að Alþingi ætli ekki að leiðrétta kosningalög og fjölga þar með jöfnunarþingsætum fyrir næstu Alþingiskosningar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að taka þurfi málið til skoðunar. 4. maí 2021 12:30
Tvær flugur, eitt kjördæmi Í viðtali sem Ríkisútvarpið tók á dögunum við Ólaf Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, kom fram að jöfnunarsæti í kosningum til Alþingis séu of fá til að tryggja jöfnuð milli þingflokka í samræmi við atkvæðamagn á landsvísu. 1. febrúar 2021 10:30