Sir Alex Ferguson mætti tvisvar með lið Aberdeen í Laugardalinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2021 11:31 Sir Alex Ferguson var miklu yngri og hafði aldrei stýrt liði Manchester United þegar hann mætti tvisvar sinnum með lið sitt í Laugardalinn á níunda áratugnum. EPA/ETTORE FERRARI Breiðablik fær skoska liðið Aberdeen í heimsókn í kvöld í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þetta er fyrri leikur liðanna en sá seinni fer fram í Skotlandi eftir viku. Í boði er leikur á móti sigurvegaranum úr einvígi AEL Limassol frá Kýpur og Qarabag frá Aserbaídjan. Blikar fengu ekki leyfi til að spila leikinn í kvöld á Kópavogsvellinum og því verður að spila hann á Laugardalasvelli. Frétt Morgunblaðsins um leikinn árið 1967.Skjámynd/timarit.is/ Þetta er ekki fyrsta heimsókn skoska liðsins til Íslands og alltaf hafa þeir spilað á Laugardalsvellinum. Leikurinn í kvöld verður fimmti Evrópuleikur Aberdeen í Laugardalnum. Það þarf að fara næstum því 54 ár aftur í tímann til að finna þann fyrsta sem var í gömlu Evrópubikarkeppnnni árið 1967. Leikirnir á móti KR voru tveir fyrstu Evrópuleikir Aberdeen. Aberdeen vann fyrri leikinn 10-0 á heimavelli en þann síðari 4-1 á Laugardalsvellinum 13. september 1967. Eyleifur Hafsteinsson skoraði eina mark KR átján mínútum fyrir leikslok en staðan var þá orðin 4-0. Frétt Morgunblaðsins um leikinn1983.Skjámynd/timarit.is Aberdeen kom síðan tvisvar til Íslands með tveggja ára millibili á níunda áratugnum þegar knattspyrnustjóri liðsins var enginn annar en Sir Alex Ferguson sem seinna gerði stórkostlega hluti með Manchester United. Liðin mættust 1983 í Evrópukeppni bikarhafa og 1985 í Evrópukeppni meistaraliða. Skagamenn höfðu ekki heppnina með sér 1983 þegar þeir töpuðu fyrri leiknum 2-1 á heimavelli. Skagamenn áttu sigurinn skilinn og skoski landsliðsmarkvörðurinn Jim Leighton varði meðal annars vítaspyrnu frá Árna Sveinssyni Sigurður Halldórsson kom ÍA í 1-0 með stórglæsilegu skallamarki á 28. mínútu eftir horn en Aberdeen jafnaði aðeins fimmtíu sekúndum síðar. Árni fékk vítið á 62. mínútu og sigurmark Aberdeen liðsins kom síðan aðeins tveimur mínútum fyrir leikslok. Mark McGhee skoraði bæði mörk skoska liðsins. Frétt Þjóðviljans um leikinn 1985.Skjámynd/timarit.is Seinni leiknum í Skotlandi lauk með 1-1 jafntefli þar sem Gordon Strachan skoraði mark úr víti á 68. mínútu en Jón Askelsson jafnaði úr víti mínútu fyrir leikslok. Aberdeen komst því áfram og fór alla leið í undanúrslit keppninnar þar sem liðið tapaði á móti Juventus. Tveimur árum síðar mættust Skagamenn og Skotarnir aftur en nú í Evrópukeppni meistaraliða. Aberdeen vann þá fyrri leikinn 3-1 á Laugardalsvellinum og þann seinni 4-1 í Skotlandi. Júlíus Pétur Ingólfsson skoraði mark ÍA úr víti í Laugardalnum en Hörður Jóhannesson markið í Aberdeen. Sir Alex bauð upp á nokkuð skemmtileg ummæli þegar hann ræddi við Víði Sigurðsson á Þjóðviljanum eftir leikinn. „Þetta voru góð úrslit, nú megum við tapa 2-0 á Pittodrie!," sagði Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Aberdeen, ánægður með frammistöðu sinna manna í viðtalinu í Þjóðviljanum daginn eftir. „Leikmennirnir mínir fóru í leikinn með réttu hugarfari, þeir minntust leikjanna við Akranes fyrir tveimur árum. En ég var orðinn smeykur í hálfleik, fimm dauðafæri og samt 1-0," sagði Alex sem var þá ekki orðinn Sir. Skotarnir skoruðu þrjú mörk á síðustu tíu mínútum leiksins og gerðu nánast út um einvígið. Aberdeen átti eftir að koma einu sinni til viðbótar til Íslands en liðið dróst á móti Val í Evrópukeppni bikarhafa 1993. Skotarnir unnu þá tvo örugga sigra, 3-0 í Laugardalnum og svo 4-0 úti í Skotlandi. Í kvöld verður Breiðablik því fjórða íslenska félagið til að fá Aberdeen í heimsókn á Laugardalsvelli í Evrópukeppni. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.45. UEFA Evrópudeild UEFA Breiðablik Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Þetta er fyrri leikur liðanna en sá seinni fer fram í Skotlandi eftir viku. Í boði er leikur á móti sigurvegaranum úr einvígi AEL Limassol frá Kýpur og Qarabag frá Aserbaídjan. Blikar fengu ekki leyfi til að spila leikinn í kvöld á Kópavogsvellinum og því verður að spila hann á Laugardalasvelli. Frétt Morgunblaðsins um leikinn árið 1967.Skjámynd/timarit.is/ Þetta er ekki fyrsta heimsókn skoska liðsins til Íslands og alltaf hafa þeir spilað á Laugardalsvellinum. Leikurinn í kvöld verður fimmti Evrópuleikur Aberdeen í Laugardalnum. Það þarf að fara næstum því 54 ár aftur í tímann til að finna þann fyrsta sem var í gömlu Evrópubikarkeppnnni árið 1967. Leikirnir á móti KR voru tveir fyrstu Evrópuleikir Aberdeen. Aberdeen vann fyrri leikinn 10-0 á heimavelli en þann síðari 4-1 á Laugardalsvellinum 13. september 1967. Eyleifur Hafsteinsson skoraði eina mark KR átján mínútum fyrir leikslok en staðan var þá orðin 4-0. Frétt Morgunblaðsins um leikinn1983.Skjámynd/timarit.is Aberdeen kom síðan tvisvar til Íslands með tveggja ára millibili á níunda áratugnum þegar knattspyrnustjóri liðsins var enginn annar en Sir Alex Ferguson sem seinna gerði stórkostlega hluti með Manchester United. Liðin mættust 1983 í Evrópukeppni bikarhafa og 1985 í Evrópukeppni meistaraliða. Skagamenn höfðu ekki heppnina með sér 1983 þegar þeir töpuðu fyrri leiknum 2-1 á heimavelli. Skagamenn áttu sigurinn skilinn og skoski landsliðsmarkvörðurinn Jim Leighton varði meðal annars vítaspyrnu frá Árna Sveinssyni Sigurður Halldórsson kom ÍA í 1-0 með stórglæsilegu skallamarki á 28. mínútu eftir horn en Aberdeen jafnaði aðeins fimmtíu sekúndum síðar. Árni fékk vítið á 62. mínútu og sigurmark Aberdeen liðsins kom síðan aðeins tveimur mínútum fyrir leikslok. Mark McGhee skoraði bæði mörk skoska liðsins. Frétt Þjóðviljans um leikinn 1985.Skjámynd/timarit.is Seinni leiknum í Skotlandi lauk með 1-1 jafntefli þar sem Gordon Strachan skoraði mark úr víti á 68. mínútu en Jón Askelsson jafnaði úr víti mínútu fyrir leikslok. Aberdeen komst því áfram og fór alla leið í undanúrslit keppninnar þar sem liðið tapaði á móti Juventus. Tveimur árum síðar mættust Skagamenn og Skotarnir aftur en nú í Evrópukeppni meistaraliða. Aberdeen vann þá fyrri leikinn 3-1 á Laugardalsvellinum og þann seinni 4-1 í Skotlandi. Júlíus Pétur Ingólfsson skoraði mark ÍA úr víti í Laugardalnum en Hörður Jóhannesson markið í Aberdeen. Sir Alex bauð upp á nokkuð skemmtileg ummæli þegar hann ræddi við Víði Sigurðsson á Þjóðviljanum eftir leikinn. „Þetta voru góð úrslit, nú megum við tapa 2-0 á Pittodrie!," sagði Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Aberdeen, ánægður með frammistöðu sinna manna í viðtalinu í Þjóðviljanum daginn eftir. „Leikmennirnir mínir fóru í leikinn með réttu hugarfari, þeir minntust leikjanna við Akranes fyrir tveimur árum. En ég var orðinn smeykur í hálfleik, fimm dauðafæri og samt 1-0," sagði Alex sem var þá ekki orðinn Sir. Skotarnir skoruðu þrjú mörk á síðustu tíu mínútum leiksins og gerðu nánast út um einvígið. Aberdeen átti eftir að koma einu sinni til viðbótar til Íslands en liðið dróst á móti Val í Evrópukeppni bikarhafa 1993. Skotarnir unnu þá tvo örugga sigra, 3-0 í Laugardalnum og svo 4-0 úti í Skotlandi. Í kvöld verður Breiðablik því fjórða íslenska félagið til að fá Aberdeen í heimsókn á Laugardalsvelli í Evrópukeppni. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.45.
UEFA Evrópudeild UEFA Breiðablik Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira