Skimun bólusettra landsmanna á landamærum til skoðunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. ágúst 2021 13:58 Katrín Jakobsdóttir segist merkja þreytu hjá landanum eftir átján mánaða faraldur. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að eitt af því sem sé til skoðunar í augnablikinu sé tillaga sóttvarnalæknis um skimun bólusettra einstaklinga á landamærum sem búsettir eru hér á landi. Lagaheimildir í þeim efnum þurfi að vera skýrar. Hún merkir mikla þreytu hjá landanum eftir átján mánaða faraldur og aðgerðir honum tengdum. Katrín sótti ríkisráðsfund á Bessastaði í morgun ásamt ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Hún segist undanfarið hafa fundað með ýmsum aðilum vegna faraldursins og þeim fundarhöldum sé ekki lokið. Klippa: Katrín Jakobsdóttir um skimun á landamærum „Við höfum verið að funda með sérfræðingum á sviði heilbrigðisvísinda og faraldsfræði, aðilum í skólakerfinu, menningaraðilum, íþróttalífinu, atvinnurekendum, fulltrúum launafólks og svo sérfræðingum á sviði lögfræði í morgun,“ segir Katrín. Framundan séu fundir í dag með fulltrúum Landspítalans og fleiri aðilum sem byggja upp mikilvæga innviði í heilbrigðiskerfinu. Áhyggjufullt þríeyki á fundi dagsins Páll Matthíasson forstjóri Landspítala, Kamilla Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis og Víðir Reynisson lýstu miklum áhyggjum sínum á upplýsingafundi almannavarna í dag af því hvað gæti gerst í samfélaginu hérlendis fái faraldurinn að fara sína leið án aðgerða. Í stuttu máli myndi Landspítalinn ekki ráða við fjölda nauðsynlegra innlagna og kerfið brotna sem myndi hafa langtíma afleiðingar. „Auðvitað er samfélagið langþreytt eftir átján mánuði af herðingum og afléttingum,“ sagði Katrín í viðtali við Sunnu Sæmundsdóttur á Bessastöðum í hádeginu í dag. „Skilaboðin sem við erum að fá er að ef það er hægt að tryggja aukinn fyrirsjáanleika, aukinn varanleika í aðgerðum, þá er það fólki dýrmætt.“ Nú sé verið að reyna að greina þá breyting sem hafi orðið í samfélaginu með háu hlutfalli bólusettra og þá staðreynd að bóluefnin veita góða vörn gegn alvarlegum veikindum. Hvort það geti stuðlað að sem eðlilegustum gangi í samfélaginu á sama tíma og líf og heilsa allra landsmanna sé tryggð með sem bestum hætti. Tryggja lagalega heimild Katrín telur að viðfangsefnið, faraldurinn og afleiðingar hans, verði til staðar næstu mánuði og misseri. Aðgerðir á landamærum séu til umræðu. „Eitt af því sem er verið að ræða er tillaga sóttvarnalæknis um skimun þeirra sem eru bólusettir og búsettir hér á landi,“ segir Katrín. Lagaleg umgjörð í kringum slíka skimun sé til skoðunar. Þær þurfi að vera skýrar. Reglulegur ríkisstjórnarfundur verður í Ráðherrabústaðnum Tjarnargötu á morgun, föstudag. „Málin verða að sjálfsögðu til umræðu á ríkisstjórnarfundi á morgun,“ segir Katrín. Núverandi aðgerðir eru í gildi til 13. ágúst en hún vill ekki segja til um hvenær næstu aðgerðir verða kynntar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Katrín sótti ríkisráðsfund á Bessastaði í morgun ásamt ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Hún segist undanfarið hafa fundað með ýmsum aðilum vegna faraldursins og þeim fundarhöldum sé ekki lokið. Klippa: Katrín Jakobsdóttir um skimun á landamærum „Við höfum verið að funda með sérfræðingum á sviði heilbrigðisvísinda og faraldsfræði, aðilum í skólakerfinu, menningaraðilum, íþróttalífinu, atvinnurekendum, fulltrúum launafólks og svo sérfræðingum á sviði lögfræði í morgun,“ segir Katrín. Framundan séu fundir í dag með fulltrúum Landspítalans og fleiri aðilum sem byggja upp mikilvæga innviði í heilbrigðiskerfinu. Áhyggjufullt þríeyki á fundi dagsins Páll Matthíasson forstjóri Landspítala, Kamilla Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis og Víðir Reynisson lýstu miklum áhyggjum sínum á upplýsingafundi almannavarna í dag af því hvað gæti gerst í samfélaginu hérlendis fái faraldurinn að fara sína leið án aðgerða. Í stuttu máli myndi Landspítalinn ekki ráða við fjölda nauðsynlegra innlagna og kerfið brotna sem myndi hafa langtíma afleiðingar. „Auðvitað er samfélagið langþreytt eftir átján mánuði af herðingum og afléttingum,“ sagði Katrín í viðtali við Sunnu Sæmundsdóttur á Bessastöðum í hádeginu í dag. „Skilaboðin sem við erum að fá er að ef það er hægt að tryggja aukinn fyrirsjáanleika, aukinn varanleika í aðgerðum, þá er það fólki dýrmætt.“ Nú sé verið að reyna að greina þá breyting sem hafi orðið í samfélaginu með háu hlutfalli bólusettra og þá staðreynd að bóluefnin veita góða vörn gegn alvarlegum veikindum. Hvort það geti stuðlað að sem eðlilegustum gangi í samfélaginu á sama tíma og líf og heilsa allra landsmanna sé tryggð með sem bestum hætti. Tryggja lagalega heimild Katrín telur að viðfangsefnið, faraldurinn og afleiðingar hans, verði til staðar næstu mánuði og misseri. Aðgerðir á landamærum séu til umræðu. „Eitt af því sem er verið að ræða er tillaga sóttvarnalæknis um skimun þeirra sem eru bólusettir og búsettir hér á landi,“ segir Katrín. Lagaleg umgjörð í kringum slíka skimun sé til skoðunar. Þær þurfi að vera skýrar. Reglulegur ríkisstjórnarfundur verður í Ráðherrabústaðnum Tjarnargötu á morgun, föstudag. „Málin verða að sjálfsögðu til umræðu á ríkisstjórnarfundi á morgun,“ segir Katrín. Núverandi aðgerðir eru í gildi til 13. ágúst en hún vill ekki segja til um hvenær næstu aðgerðir verða kynntar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent