Nú get ég Indriði Stefánsson skrifar 5. ágúst 2021 19:46 Í æsku fékk ég stundum að „hjálpa“ pabba, stundum var verkefnið að nota tæki sem þurfti að setja í gang. Þá gat ég stýrt eða beitt tækinu undir virkri leiðsögn án þess að nokkur skaði yrði af og sagði gjarnan „nú get ég“ en um leið og eitthvað klikkaði þurfti ég hjálp til að komast aftur af stað. Treystum sóttvarnayfirvöldum Viðbrögð yfirvalda við Covid-19 hafa verið nokkuð sveiflukennd. Þegar farið er að ráðleggingum Þórólfs, Víðis og Ölmu gengur nokkuð vel. Þegar farið er á svig við þær ráðleggingar vill árangurinn standa á sér. Um allann heim er það reynslan þegar ákvarðanir eru teknar á öðrum forsendum en sóttvarna, leiðir það til þess að árangurinn verður nokkuð köflóttur, á Nýja Sjálandi hefur aðeins orðið ein alvöru Covid bylgja en hér eins og víða hafa þær orðið nokkrar. Samvinna frekar en pólitískar keilur Það þýðir þó ekki að ekki megi gagnrýna ráðstafanir sóttvarnaryfirvalda. Sóttvarnaryfirvöld eiga að leggja til þær aðgerðir sem þau telja virka best. Það er hlutverk annarra að komast að því hvað er gerlegt. Það er mun skilvirkara að það gerist í samráði en ekki eftir á í fjölmiðlum. Viðbrögð við ástandi eins og Covid-19 eiga ekki að vera pólitísk, þegar við blasir ástand sem hefur þetta mikil viðvarandi áhrif á líf landsmanna er það ekki tækifæri til að fella pólitískar keilur. Frekar ætti að fá alla að borðinu og allir flokkar ættu að vinna saman að lausn. Stjórnarandstaðan hefur ekki haft aðkomu að viðbrögðum við Covid, heldur hefur stjórnin haldið öllum spilum þétt að sér. Aðgerðum fylgir ábyrgð Þau bakslög sem komið hafa og sú fjölgun tilfella sem þeim fylgir hafa komið í kjölfar tilslakana sem oft hafa verið hraðari og meiri en sóttvarnaryfirvöld hafa lagt til. Í byrjun júlí var öllum takmörkunum aflétt og nú upplifum við þá mestu bylgju faraldursins sem við höfum tekist á við. Ríkisstjórnin fagnaði sigri of snemma og ætlaði að eigna sér árangurinn í sóttvörnum en við hljótum að gera væntingar um að fyrir vikið taki þau ábyrgð á því sem misferst. Þegar fólk í ábyrgðarstöðu segir “nú get ég” gerum við ráð fyrir að það geti bæði klárað verkefnið og taki ábyrgð á því takist það ekki. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi á lista Pírata til Alþingiskosninga 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Píratar Indriði Stefánsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Í æsku fékk ég stundum að „hjálpa“ pabba, stundum var verkefnið að nota tæki sem þurfti að setja í gang. Þá gat ég stýrt eða beitt tækinu undir virkri leiðsögn án þess að nokkur skaði yrði af og sagði gjarnan „nú get ég“ en um leið og eitthvað klikkaði þurfti ég hjálp til að komast aftur af stað. Treystum sóttvarnayfirvöldum Viðbrögð yfirvalda við Covid-19 hafa verið nokkuð sveiflukennd. Þegar farið er að ráðleggingum Þórólfs, Víðis og Ölmu gengur nokkuð vel. Þegar farið er á svig við þær ráðleggingar vill árangurinn standa á sér. Um allann heim er það reynslan þegar ákvarðanir eru teknar á öðrum forsendum en sóttvarna, leiðir það til þess að árangurinn verður nokkuð köflóttur, á Nýja Sjálandi hefur aðeins orðið ein alvöru Covid bylgja en hér eins og víða hafa þær orðið nokkrar. Samvinna frekar en pólitískar keilur Það þýðir þó ekki að ekki megi gagnrýna ráðstafanir sóttvarnaryfirvalda. Sóttvarnaryfirvöld eiga að leggja til þær aðgerðir sem þau telja virka best. Það er hlutverk annarra að komast að því hvað er gerlegt. Það er mun skilvirkara að það gerist í samráði en ekki eftir á í fjölmiðlum. Viðbrögð við ástandi eins og Covid-19 eiga ekki að vera pólitísk, þegar við blasir ástand sem hefur þetta mikil viðvarandi áhrif á líf landsmanna er það ekki tækifæri til að fella pólitískar keilur. Frekar ætti að fá alla að borðinu og allir flokkar ættu að vinna saman að lausn. Stjórnarandstaðan hefur ekki haft aðkomu að viðbrögðum við Covid, heldur hefur stjórnin haldið öllum spilum þétt að sér. Aðgerðum fylgir ábyrgð Þau bakslög sem komið hafa og sú fjölgun tilfella sem þeim fylgir hafa komið í kjölfar tilslakana sem oft hafa verið hraðari og meiri en sóttvarnaryfirvöld hafa lagt til. Í byrjun júlí var öllum takmörkunum aflétt og nú upplifum við þá mestu bylgju faraldursins sem við höfum tekist á við. Ríkisstjórnin fagnaði sigri of snemma og ætlaði að eigna sér árangurinn í sóttvörnum en við hljótum að gera væntingar um að fyrir vikið taki þau ábyrgð á því sem misferst. Þegar fólk í ábyrgðarstöðu segir “nú get ég” gerum við ráð fyrir að það geti bæði klárað verkefnið og taki ábyrgð á því takist það ekki. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi á lista Pírata til Alþingiskosninga 2021.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun