Yfir 200 þúsund flugu með Icelandair í júlí Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. ágúst 2021 09:52 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Farþegum Icelandair fjölgaði verulega í júlí í millilanda- og innanlandsflugi, bæði frá júnímánuði og miðað við sama tíma í fyrra. Þá hefur farþegum í tengiflugi yfir hafið fjölgað töluvert og hafa þeir ekki verið fleiri frá því áður en faraldurinn hófst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair þar sem vísað er í mánaðarlegar flutningatölur fyrir júlímánuð sem Icelandair Group birti í Kauphöll í morgun. Heildarfjöldi farþega í millilanda- og innanlandsflugi hjá Icelandair var um 219.400 í júlí samanborið við um 88.000 á sama tíma í fyrra. Þar af voru farþegar í millilandaflugi um 195.200, samanborið við 73.350 farþega í júlí 2020 og 72.000 í júní 2021. Farþegar til Íslands voru 116.700, samanborið við um 58.350 í júlí 2020 og farþegar frá Íslandi voru 27.700 en þeir voru 13.400 í júlí 2020. Eftirtektarverð fjölgun var á meðal tengifarþega í júlí. Fjöldi þeirra nam um 50.900 og hafa ekki verið fleiri síðan í febrúar 2020. Sætanýting var 70,4% samanborið við 53,6% í júní 2021 og 70,5% í júlí 2020. Líkt og undanfarna mánuði hefur Icelandair notað Boeing 767 flugvélar í stað smærri flugvéla á mörgum flugleiðum vegna mikillar eftirspurnar eftir fraktrými og hefur það haft nokkur áhrif á sætanýtingu. Farþegar í innanlandsflugi voru um 24.200 samanborið við 14.600 á sama tíma í fyrra og fjölgaði þeim um 2.000 frá því í júní. Farþegum í innanlandsflugi hefur fjölgað um 51% á milli ára það sem af er þessu ári. Fjöldi seldra blokktíma í leigustarfsemi félagsins jókst um 133% á milli ára í júlí. Fraktflutningar jukust um 18% á milli ára í júlí og hafa aukist um 19% fyrstu sjö mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir ánægjulegt að sjá að fjölgun farþega haldi áfram bæði í millilandaflugi og innanlands. „Við fluttum rúmlega 60% fleiri farþega til landsins í júlí en í júní sem sýnir mikinn áhuga á Íslandi sem áfangastað. Stundvísi í leiðakerfinu var 81% þrátt fyrir aukið flækjustig og kröfur til flugrekenda vegna ferðatakmarkana sem hafa valdið auknu álagi bæði í Keflavík og á flugvöllum erlendis. Þessi góði árangur er til marks um frábæra frammistöðu starfsfólks og samstarfsaðila á öllum okkar starfsstöðvum við mjög krefjandi aðstæður. Kórónuveirufaraldurinn heldur áfram að hafa áhrif á líf og störf hér á landi sem og annars staðar. Á þessum tímapunkti er mikilvægt að við finnum hinn gullna meðalveg á milli sóttvarnaraðgerða á landamærum og innanlands til þess að við getum sem best stuðlað að jafnvægi í efnahagslífinu og samfélaginu til lengri tíma. Sem leiðandi flugfélag og mikilvægur atvinnurekandi hér á landi höldum við áfram að leggja okkar lóð á vogarskálarnar á þeirri vegferð með því að stuðla að öflugum flugsamgöngum sem eru okkur nauðsynlegar – ekki bara fyrir ferðalög og íslenska ferðaþjónustu, heldur alþjóðasamskipti, viðskipti, fraktflutninga og almenn lífsgæði í landinu. Við munum því halda sókninni áfram og nýta þann sveigjanleika sem við höfum til að mæta eftirspurn í takt við þá stöðu sem er uppi á mörkuðum okkar á hverjum tíma.“ Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair þar sem vísað er í mánaðarlegar flutningatölur fyrir júlímánuð sem Icelandair Group birti í Kauphöll í morgun. Heildarfjöldi farþega í millilanda- og innanlandsflugi hjá Icelandair var um 219.400 í júlí samanborið við um 88.000 á sama tíma í fyrra. Þar af voru farþegar í millilandaflugi um 195.200, samanborið við 73.350 farþega í júlí 2020 og 72.000 í júní 2021. Farþegar til Íslands voru 116.700, samanborið við um 58.350 í júlí 2020 og farþegar frá Íslandi voru 27.700 en þeir voru 13.400 í júlí 2020. Eftirtektarverð fjölgun var á meðal tengifarþega í júlí. Fjöldi þeirra nam um 50.900 og hafa ekki verið fleiri síðan í febrúar 2020. Sætanýting var 70,4% samanborið við 53,6% í júní 2021 og 70,5% í júlí 2020. Líkt og undanfarna mánuði hefur Icelandair notað Boeing 767 flugvélar í stað smærri flugvéla á mörgum flugleiðum vegna mikillar eftirspurnar eftir fraktrými og hefur það haft nokkur áhrif á sætanýtingu. Farþegar í innanlandsflugi voru um 24.200 samanborið við 14.600 á sama tíma í fyrra og fjölgaði þeim um 2.000 frá því í júní. Farþegum í innanlandsflugi hefur fjölgað um 51% á milli ára það sem af er þessu ári. Fjöldi seldra blokktíma í leigustarfsemi félagsins jókst um 133% á milli ára í júlí. Fraktflutningar jukust um 18% á milli ára í júlí og hafa aukist um 19% fyrstu sjö mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir ánægjulegt að sjá að fjölgun farþega haldi áfram bæði í millilandaflugi og innanlands. „Við fluttum rúmlega 60% fleiri farþega til landsins í júlí en í júní sem sýnir mikinn áhuga á Íslandi sem áfangastað. Stundvísi í leiðakerfinu var 81% þrátt fyrir aukið flækjustig og kröfur til flugrekenda vegna ferðatakmarkana sem hafa valdið auknu álagi bæði í Keflavík og á flugvöllum erlendis. Þessi góði árangur er til marks um frábæra frammistöðu starfsfólks og samstarfsaðila á öllum okkar starfsstöðvum við mjög krefjandi aðstæður. Kórónuveirufaraldurinn heldur áfram að hafa áhrif á líf og störf hér á landi sem og annars staðar. Á þessum tímapunkti er mikilvægt að við finnum hinn gullna meðalveg á milli sóttvarnaraðgerða á landamærum og innanlands til þess að við getum sem best stuðlað að jafnvægi í efnahagslífinu og samfélaginu til lengri tíma. Sem leiðandi flugfélag og mikilvægur atvinnurekandi hér á landi höldum við áfram að leggja okkar lóð á vogarskálarnar á þeirri vegferð með því að stuðla að öflugum flugsamgöngum sem eru okkur nauðsynlegar – ekki bara fyrir ferðalög og íslenska ferðaþjónustu, heldur alþjóðasamskipti, viðskipti, fraktflutninga og almenn lífsgæði í landinu. Við munum því halda sókninni áfram og nýta þann sveigjanleika sem við höfum til að mæta eftirspurn í takt við þá stöðu sem er uppi á mörkuðum okkar á hverjum tíma.“
Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira