Aldrei aftur Hiroshima Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 9. ágúst 2021 08:00 6. maí árið 1945 varpaði bandaríski herinn kjarnorkusprengju á japönsku borgina Hiroshima. Þremur dögum síðar var sprengju varpað á borgina Nagasaki. Um 200 þúsund manns dóu á einu augabragði í þessum árásum og enn glímir fólk við eftirköst og veikindi rúmum 75 árum síðar. Í dag eru kjarnorkuveldin orðin níu talsins og hafa yfir að búa meira en 13 þúsund kjarnorkuvopnum. Það er skelfilegt til þess að hugsa að þær kjarnorkusprengjur sem heimurinn þó hefur reynslu af teljist litlar í samanburði við þær sprengjur sem nú er verið að þróa og að með aðeins einni nútímasprengju sé hægt að leggja heilar borgir í rúst og drepa milljónir manna. Nauðsyn afvopnunar Mikilvægir samningar hafa verið gerðir um að hefta útbreiðslu kjarnorkuvopna (NPT) og um eyðingu á meðaldrægum kjarnorkuflaugum (INF) án þess þó að skila þeim árangri sem væntingar stóðu til. Raunar fór það svo að samningurinn um eyðingu á meðaldrægum flaugum féll úr gildi árið 2019 án þess að framhaldssamningur hafi verið gerður og því er enginn samningur í gildi um eyðingu þeirra. Vegna þess hversu illa hefur gengið i baráttunni við kjarnorkuvopnaógnina ákvað hópur kjarnorkuvopnalausra ríkja árið 2016 að reyna nýja nálgun. Samtökin ICAN hafa dregið vagninn í þeirri baráttu og fengu fyrir það friðarverðlaun Nóbels árið 2017. Baráttan hefur skilað þeim árangri að í janúar á þessu ári tók gildi nýr samningur Sameinuðu þjóðanna sem bannar kjarnorkuvopn. 55 ríki hafa nú fullgilt samninginn og gera má ráð fyrir því að áfram muni bætast í hópinn, enda stóð mikill meirihluti aðildarríkja SÞ að samningu hans. Því miður hefur sá hópur ríkja sem býr yfir kjarnorkuvopnum, sem og ýmis fylgiríki þeirra, þó staðið gegn honum. Það gildir meðal annars um aðildarríki Nató, hernaðarbandalags sem áskilur sér réttinn til að beita kjarnorkuvopnum – og það að fyrra bragði. Einhver kynni að draga þá ályktun að þar með hljóti samningurinn um að banna kjarnorkuvopn að vera andvana fæddur. Svo er þó ekki. Fyrirmynd þessa sáttmála er einmitt fengin frá öðrum afvopnunarsáttmálum á borð við jarðsprengjubann Sameinuðu þjóðanna, bann við klasasprengjum og bann við efnavopnum. Í öllum þeim tilvikum voru það ríki sem ekki höfðu yfir slíkum vopnum að búa sem drógu vagninn og knúðu í gegn alþjóðleg bönn – í hreinni andstöðu við þau ríki sem vopnin áttu. Í öllum tilvikum hefur tilkoma hins alþjóðlega banns haft þær afleiðingar að vopnunum var útskúfað og notkun þeirra og framleiðsla talin siðferðislega óverjandi. Undirritum samninginn! Í tengslum við gildistöku samningsins um bann við kjarnorkuvopnum kynntu samstarfsaðilar ICAN á Íslandi, sem eru m.a. Mannréttindaskrifstofa Íslands og Rauði krossinn, skoðanakönnun sem gerð var í sex Nató-löndum seint á síðasta ári. Helstu niðurstöður hennar eru þær að 86% aðspurðra Íslendinga sögðust styðja að Ísland gerðist aðili að sáttmálanum en einungis 3% voru því andvíg. Rétt um 10% sögðust ekki vera viss. Afstaða okkar í Vinstrihreyfingunni grænu framboði hefur alla tíð verið sú að ekkert sé jafn skaðlegt og hernaður fyrir umhverfið, velferð og heilsu fólks og að íslensk stjórnvöld eigi að beita sér fyrir alþjóðlegum samningum um frið og afvopnun. Í samræmi við það hef ég fimm sinnum lagt fram þingsályktunartillögu um að Ísland gerist aðili að samningnum bann við kjarnorkuvopnum, án þess þó að hún hafi náð fram að ganga. En dropinn holar steininn. Þann 9. ágúst nk. kl. 22:30 verður kertum fleytt á Reykjavíkurtjörn til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárasanna á Hiroshima og Nagasaki og krafan um kjarnorkuvopnalausan heim ítrekuð. Sýnum samstöðu og tökum undir kröfuna. Besta leiðin til að tryggja að það verði aldrei aftur Hiroshima og það verði aldrei aftur Nagasaki er með því að banna notkun kjarnorkuvopna og útrýma þeim með öllu. Höfundur er þingmaður og frambjóðandi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Kjarnorka Hernaður Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
6. maí árið 1945 varpaði bandaríski herinn kjarnorkusprengju á japönsku borgina Hiroshima. Þremur dögum síðar var sprengju varpað á borgina Nagasaki. Um 200 þúsund manns dóu á einu augabragði í þessum árásum og enn glímir fólk við eftirköst og veikindi rúmum 75 árum síðar. Í dag eru kjarnorkuveldin orðin níu talsins og hafa yfir að búa meira en 13 þúsund kjarnorkuvopnum. Það er skelfilegt til þess að hugsa að þær kjarnorkusprengjur sem heimurinn þó hefur reynslu af teljist litlar í samanburði við þær sprengjur sem nú er verið að þróa og að með aðeins einni nútímasprengju sé hægt að leggja heilar borgir í rúst og drepa milljónir manna. Nauðsyn afvopnunar Mikilvægir samningar hafa verið gerðir um að hefta útbreiðslu kjarnorkuvopna (NPT) og um eyðingu á meðaldrægum kjarnorkuflaugum (INF) án þess þó að skila þeim árangri sem væntingar stóðu til. Raunar fór það svo að samningurinn um eyðingu á meðaldrægum flaugum féll úr gildi árið 2019 án þess að framhaldssamningur hafi verið gerður og því er enginn samningur í gildi um eyðingu þeirra. Vegna þess hversu illa hefur gengið i baráttunni við kjarnorkuvopnaógnina ákvað hópur kjarnorkuvopnalausra ríkja árið 2016 að reyna nýja nálgun. Samtökin ICAN hafa dregið vagninn í þeirri baráttu og fengu fyrir það friðarverðlaun Nóbels árið 2017. Baráttan hefur skilað þeim árangri að í janúar á þessu ári tók gildi nýr samningur Sameinuðu þjóðanna sem bannar kjarnorkuvopn. 55 ríki hafa nú fullgilt samninginn og gera má ráð fyrir því að áfram muni bætast í hópinn, enda stóð mikill meirihluti aðildarríkja SÞ að samningu hans. Því miður hefur sá hópur ríkja sem býr yfir kjarnorkuvopnum, sem og ýmis fylgiríki þeirra, þó staðið gegn honum. Það gildir meðal annars um aðildarríki Nató, hernaðarbandalags sem áskilur sér réttinn til að beita kjarnorkuvopnum – og það að fyrra bragði. Einhver kynni að draga þá ályktun að þar með hljóti samningurinn um að banna kjarnorkuvopn að vera andvana fæddur. Svo er þó ekki. Fyrirmynd þessa sáttmála er einmitt fengin frá öðrum afvopnunarsáttmálum á borð við jarðsprengjubann Sameinuðu þjóðanna, bann við klasasprengjum og bann við efnavopnum. Í öllum þeim tilvikum voru það ríki sem ekki höfðu yfir slíkum vopnum að búa sem drógu vagninn og knúðu í gegn alþjóðleg bönn – í hreinni andstöðu við þau ríki sem vopnin áttu. Í öllum tilvikum hefur tilkoma hins alþjóðlega banns haft þær afleiðingar að vopnunum var útskúfað og notkun þeirra og framleiðsla talin siðferðislega óverjandi. Undirritum samninginn! Í tengslum við gildistöku samningsins um bann við kjarnorkuvopnum kynntu samstarfsaðilar ICAN á Íslandi, sem eru m.a. Mannréttindaskrifstofa Íslands og Rauði krossinn, skoðanakönnun sem gerð var í sex Nató-löndum seint á síðasta ári. Helstu niðurstöður hennar eru þær að 86% aðspurðra Íslendinga sögðust styðja að Ísland gerðist aðili að sáttmálanum en einungis 3% voru því andvíg. Rétt um 10% sögðust ekki vera viss. Afstaða okkar í Vinstrihreyfingunni grænu framboði hefur alla tíð verið sú að ekkert sé jafn skaðlegt og hernaður fyrir umhverfið, velferð og heilsu fólks og að íslensk stjórnvöld eigi að beita sér fyrir alþjóðlegum samningum um frið og afvopnun. Í samræmi við það hef ég fimm sinnum lagt fram þingsályktunartillögu um að Ísland gerist aðili að samningnum bann við kjarnorkuvopnum, án þess þó að hún hafi náð fram að ganga. En dropinn holar steininn. Þann 9. ágúst nk. kl. 22:30 verður kertum fleytt á Reykjavíkurtjörn til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárasanna á Hiroshima og Nagasaki og krafan um kjarnorkuvopnalausan heim ítrekuð. Sýnum samstöðu og tökum undir kröfuna. Besta leiðin til að tryggja að það verði aldrei aftur Hiroshima og það verði aldrei aftur Nagasaki er með því að banna notkun kjarnorkuvopna og útrýma þeim með öllu. Höfundur er þingmaður og frambjóðandi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun