Messi langt kominn í viðræðum við PSG Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2021 08:01 Messi hefur leikið sinn síðasta leik í treyju Barcelona. EPA-EFE/ENRIC FONTCUBERTA Argentínska fótboltastjarnan Lionel Messi virðist á leið til Parísar í Frakklandi eftir að samningaviðræður hans við Barcelona sigldu í strand í fyrradag. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að hann skrifi undir hjá franska stórliðinu Paris Saint-Germain í næstu viku. Hinn 34 ára gamli Messi hefur leikið allan sinn feril með Barcelona og verið annar tveggja bestu leikmanna heims síðastliðinn áratug rúman. Hann skoraði 474 mörk í 520 deildarleikjum fyrir félagið, vann með því tíu spænska deildartitla, spænska bikarinn sjö sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum. Þá var hann sex sinnum valinn besti leikmaður heims, fyrst 2009 og síðast 2019. Messi hefur verið á gríðarháum launum hjá Barcelona undanfarin ár, sem hafa einkennst af fjárhagslegri óstjórn. Skuldirnar eru nú að bíta Börsunga í rassinn þar sem þeir geta ekki skráð nýja leikmenn í hóp sinn vegna reglna spænsku úrvalsdeildarinnar. Messi var reiðubúinn að helminga laun sín til að koma til móts við félagið en það dugði ekki til. Staðan er of slæm til að félagið geti haldið honum. Joan Laporta, sem tók nýlega við sem forseti félagsins, lofaði að halda Messi í aðdraganda forsetakosninganna en sagði í dag að það myndi hafa slæm áhrif á félagið fjárhagslega næstu 50 árin að halda Messi. PSG hefur stokkið til og herma fregnir að utan að sá argentínski hafi verið í viðræðum við félagið í gær. Þær séu langt á veg komnar og gengið verði jafnvel frá samningum í næstu viku. Messi getur orðið fjórða stórstjarnan sem Parísarliðið fær frítt í sínar raðir í sumar. Gianluigi Donnarumma samdi við liðið eftir að samningur hans við AC Milan rann út, Sergio Ramos kom frá Real Madríd og Georginio Wijnaldum kom frá Liverpool. Franski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Hinn 34 ára gamli Messi hefur leikið allan sinn feril með Barcelona og verið annar tveggja bestu leikmanna heims síðastliðinn áratug rúman. Hann skoraði 474 mörk í 520 deildarleikjum fyrir félagið, vann með því tíu spænska deildartitla, spænska bikarinn sjö sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum. Þá var hann sex sinnum valinn besti leikmaður heims, fyrst 2009 og síðast 2019. Messi hefur verið á gríðarháum launum hjá Barcelona undanfarin ár, sem hafa einkennst af fjárhagslegri óstjórn. Skuldirnar eru nú að bíta Börsunga í rassinn þar sem þeir geta ekki skráð nýja leikmenn í hóp sinn vegna reglna spænsku úrvalsdeildarinnar. Messi var reiðubúinn að helminga laun sín til að koma til móts við félagið en það dugði ekki til. Staðan er of slæm til að félagið geti haldið honum. Joan Laporta, sem tók nýlega við sem forseti félagsins, lofaði að halda Messi í aðdraganda forsetakosninganna en sagði í dag að það myndi hafa slæm áhrif á félagið fjárhagslega næstu 50 árin að halda Messi. PSG hefur stokkið til og herma fregnir að utan að sá argentínski hafi verið í viðræðum við félagið í gær. Þær séu langt á veg komnar og gengið verði jafnvel frá samningum í næstu viku. Messi getur orðið fjórða stórstjarnan sem Parísarliðið fær frítt í sínar raðir í sumar. Gianluigi Donnarumma samdi við liðið eftir að samningur hans við AC Milan rann út, Sergio Ramos kom frá Real Madríd og Georginio Wijnaldum kom frá Liverpool.
Franski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira