Frakkar hefndu fyrir tapið 2016 og eru Ólympíumeistarar í þriðja sinn Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2021 13:37 Frakkar eru Ólympíumeistarar í þriðja sinn eftir seiglusigur á Dönum. Maja Hitij/Getty Images Frakkland vann 25-23 sigur á Danmörku í úrslitum í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Tókýó. Frakkar hefna þar með fyrir tap fyrir Dönum í úrslitum á leikunum í Ríó fyrir fimm árum síðan. Leikur liðanna var jafn í upphafi og staðan var 4-4 snemma leiks. Þá náðu Frakkar yfirhöndinni með tveimur mörkum í röð, 6-4, og komust svo þremur mörkum yfir, 9-6. Frakkar komust mest fjórum mörkum yfir, 12-8. Sá munur hélst til loka fyrri hálfleiks, en á lokasekúndu hálfleiksins skoraði Mahé til að veita Frökkum 14-10 forystu í hléi. Frakkar komust svo sex mörkum yfir snemma í síðari hálfleiknum, fyrst 16-10, og svo 18-12. Fjölda tapaðra bolta kostaði Dani þar. Danir bitu hins vegar frá sér og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Niklas Landin komst í gang í markinu og Mikkel Hansen fór mikinn í sókninni. Þrjú mörk Hansens í röð minnkuðu muninn í 22-19, en Hansen hafði þá skorað níu af 19 mörkum Dana. Frakkar fengu þá tvær klaufalegar tveggja mínútna brottvísanir í röð og voru tveimur færri í tæpa mínútu. Danir gengu á lagið og minnkuðu muninn enn frekar í 22-21 þegar tíu mínútur lifðu leiks. Frakkar tóku þá leikhlé og við tóku fimm mínútur án dansks marks. Frakkar komust í 23-21 og þá klúðraði Hansen víti þar sem hann hafði tækifæri til að minnka muninn aftur í eitt mark. Matthias Gydsel tókst þó að minna í 23-22 í næstu sókn og eins marks munur þegar fjórar mínútur voru eftir. Guillaume Gille becomes the only 3rd person in the history, who has won the Olympics both as a player and a head coach:- Vladimir Maksimov (player 1976, coach 2000)- Branislav Pokrajac (player 1972, coach 1984)- Guillaume Gille (player 2008+2012, coach 2021) #handball pic.twitter.com/Ntd8MGszCj— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) August 7, 2021 Frakkar endurnýjuðu tveggja marka forskot sitt skömmu síðar og Dönum tókst illa að brjóta vörn þeirra á bak aftur. Nicolai Jacobsen tók lekhlé í stöðunni 24-22 þegar tvær mínútur voru eftir og Danir skoruðu í kjölfarið. Þeir kláruðu vörnina gegn Frökkum og höfðu tækifæri til að jafna í næstu sókn þar sem þeir spiluðu sjö gegn sex. Þar töpuðu Danir hins vegar boltanum. Ludovic Fabregas stal honum og kastaði boltanum í autt markið þegar nokkrar sekúndur voru eftir. 25-23 sigur Frakka var því staðreynd. .@NKARABATIC becomes the 1st ever to win the triple Handball Grand Slam !- 3 European Championships - 4 World Championships - 3 Champions Leagues - 3 Olympics He is also 3 times IHF World Player of the Year .Flagbearer of France in Paris 2024?! pic.twitter.com/vLwHYQoBRQ— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) August 7, 2021 Frakkar eru því Ólympíumeistarar í handbolta karla í þriðja sinn. Áður unnu þeir í Peking 2008, eftir sigur á Íslandi í úrslitum, og í Lundúnum 2012. Þeir hlutu silfur á síðustu leikum 2016, eftir tap fyrir Dönum, sem þá voru undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara Íslands. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Frakkland Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Sjá meira
Leikur liðanna var jafn í upphafi og staðan var 4-4 snemma leiks. Þá náðu Frakkar yfirhöndinni með tveimur mörkum í röð, 6-4, og komust svo þremur mörkum yfir, 9-6. Frakkar komust mest fjórum mörkum yfir, 12-8. Sá munur hélst til loka fyrri hálfleiks, en á lokasekúndu hálfleiksins skoraði Mahé til að veita Frökkum 14-10 forystu í hléi. Frakkar komust svo sex mörkum yfir snemma í síðari hálfleiknum, fyrst 16-10, og svo 18-12. Fjölda tapaðra bolta kostaði Dani þar. Danir bitu hins vegar frá sér og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Niklas Landin komst í gang í markinu og Mikkel Hansen fór mikinn í sókninni. Þrjú mörk Hansens í röð minnkuðu muninn í 22-19, en Hansen hafði þá skorað níu af 19 mörkum Dana. Frakkar fengu þá tvær klaufalegar tveggja mínútna brottvísanir í röð og voru tveimur færri í tæpa mínútu. Danir gengu á lagið og minnkuðu muninn enn frekar í 22-21 þegar tíu mínútur lifðu leiks. Frakkar tóku þá leikhlé og við tóku fimm mínútur án dansks marks. Frakkar komust í 23-21 og þá klúðraði Hansen víti þar sem hann hafði tækifæri til að minnka muninn aftur í eitt mark. Matthias Gydsel tókst þó að minna í 23-22 í næstu sókn og eins marks munur þegar fjórar mínútur voru eftir. Guillaume Gille becomes the only 3rd person in the history, who has won the Olympics both as a player and a head coach:- Vladimir Maksimov (player 1976, coach 2000)- Branislav Pokrajac (player 1972, coach 1984)- Guillaume Gille (player 2008+2012, coach 2021) #handball pic.twitter.com/Ntd8MGszCj— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) August 7, 2021 Frakkar endurnýjuðu tveggja marka forskot sitt skömmu síðar og Dönum tókst illa að brjóta vörn þeirra á bak aftur. Nicolai Jacobsen tók lekhlé í stöðunni 24-22 þegar tvær mínútur voru eftir og Danir skoruðu í kjölfarið. Þeir kláruðu vörnina gegn Frökkum og höfðu tækifæri til að jafna í næstu sókn þar sem þeir spiluðu sjö gegn sex. Þar töpuðu Danir hins vegar boltanum. Ludovic Fabregas stal honum og kastaði boltanum í autt markið þegar nokkrar sekúndur voru eftir. 25-23 sigur Frakka var því staðreynd. .@NKARABATIC becomes the 1st ever to win the triple Handball Grand Slam !- 3 European Championships - 4 World Championships - 3 Champions Leagues - 3 Olympics He is also 3 times IHF World Player of the Year .Flagbearer of France in Paris 2024?! pic.twitter.com/vLwHYQoBRQ— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) August 7, 2021 Frakkar eru því Ólympíumeistarar í handbolta karla í þriðja sinn. Áður unnu þeir í Peking 2008, eftir sigur á Íslandi í úrslitum, og í Lundúnum 2012. Þeir hlutu silfur á síðustu leikum 2016, eftir tap fyrir Dönum, sem þá voru undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara Íslands.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Frakkland Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Sjá meira