Erfitt að auka framleiðni í miðjum heimsfaraldri Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. ágúst 2021 19:03 Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ólíklegt er að nokkurt heilbrigðiskerfi í heiminum hafi náð að auka framleiðni sína í heimsfaraldri, segir framkvæmdastjóri á Landspítalanum. Gagnrýni fjármálaráðherra um skort á framleiðni hafi ekki verið ósanngjörn en að staðan sé þrengri nú en hún hafi nokkurn tímann verið. Fjármálaráðherra sagði í fréttum í gær að vandamál Landspítala verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka, heldur að spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, vildi þó ekki kannast við skort á framleiðni en í skýrslu sem kom út í lok síðasta árs kom fram að framleiðni á íslenskum sjúkrahúsum hafi minnkað síðustu fimm ár, en að starfsmannakostnaður hafi aukist yfir sama tímabil. „Ég veit ekki til þess að nokkurt heilbrigðiskerfi í heiminum hafi aukið framleiðni í heimsfaraldri,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðasviðs Landspítalans. „Það er mjög erfitt að fara fram á meiri framleiðni þegar staðan er eins og hún er, þegar við erum með gjörgæslurnar fullar og smitsjúkdómadeildin er full,“ segir hún. Framkvæmdastjórn Landspítalans réðist í fyrra í átaksverkefni með það að markmiði að leysa vanda sem birtist á bráðamóttöku Landspítalans. Ellefu tillögur voru lagðar fram og kynntar á fréttamannafundi í febrúar á síðasta ári. Guðlaug segir að ýmislegt hafi verið gert en að heimsfaraldur hafi hægt á úrbótum. Staðan væri verri ef ekki hefði verið ráðist í þessa vinnu. „Ég held að staðan væri verri vegna þess að það er ýmislegt þarna sem er undirstrikað og farið í til þess að bæta flæði, verklag og fleira, en það dugir ekki til. Það þarf fleira að koma til, meðal annars, eins og við höfum ítrekað sagt, það þarf að opna fleiri hjúkrunarrými og efla heimaþjónustu, dvo dæmi séu tekin.“ Gagnrýni fjármálaráðherra hafi ekki endilega verið ósanngjörn en þó sé mikilvægt að líta á heildarmyndina. „Það þarf að spyrja þessarar spurningar; hvers vegna er þetta? Ég held að það sé ekki vegna þess að Landspítalinn sé ekki að sinna sínum skyldum en sannarlega þarf fleira að koma til,“ segir Guðlaug Rakel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ekki hægt að leysa vandamálið með stórum tékka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að vandamál Landspítalans verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. 6. ágúst 2021 14:30 Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar. 6. ágúst 2021 20:26 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Fjármálaráðherra sagði í fréttum í gær að vandamál Landspítala verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka, heldur að spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, vildi þó ekki kannast við skort á framleiðni en í skýrslu sem kom út í lok síðasta árs kom fram að framleiðni á íslenskum sjúkrahúsum hafi minnkað síðustu fimm ár, en að starfsmannakostnaður hafi aukist yfir sama tímabil. „Ég veit ekki til þess að nokkurt heilbrigðiskerfi í heiminum hafi aukið framleiðni í heimsfaraldri,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðasviðs Landspítalans. „Það er mjög erfitt að fara fram á meiri framleiðni þegar staðan er eins og hún er, þegar við erum með gjörgæslurnar fullar og smitsjúkdómadeildin er full,“ segir hún. Framkvæmdastjórn Landspítalans réðist í fyrra í átaksverkefni með það að markmiði að leysa vanda sem birtist á bráðamóttöku Landspítalans. Ellefu tillögur voru lagðar fram og kynntar á fréttamannafundi í febrúar á síðasta ári. Guðlaug segir að ýmislegt hafi verið gert en að heimsfaraldur hafi hægt á úrbótum. Staðan væri verri ef ekki hefði verið ráðist í þessa vinnu. „Ég held að staðan væri verri vegna þess að það er ýmislegt þarna sem er undirstrikað og farið í til þess að bæta flæði, verklag og fleira, en það dugir ekki til. Það þarf fleira að koma til, meðal annars, eins og við höfum ítrekað sagt, það þarf að opna fleiri hjúkrunarrými og efla heimaþjónustu, dvo dæmi séu tekin.“ Gagnrýni fjármálaráðherra hafi ekki endilega verið ósanngjörn en þó sé mikilvægt að líta á heildarmyndina. „Það þarf að spyrja þessarar spurningar; hvers vegna er þetta? Ég held að það sé ekki vegna þess að Landspítalinn sé ekki að sinna sínum skyldum en sannarlega þarf fleira að koma til,“ segir Guðlaug Rakel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ekki hægt að leysa vandamálið með stórum tékka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að vandamál Landspítalans verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. 6. ágúst 2021 14:30 Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar. 6. ágúst 2021 20:26 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Ekki hægt að leysa vandamálið með stórum tékka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að vandamál Landspítalans verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. 6. ágúst 2021 14:30
Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar. 6. ágúst 2021 20:26