Útiguðsþjónusta í Arnarbæli í Ölfusi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. ágúst 2021 12:32 Frá útiguðþjjónustu í Arnarbæli í Ölfusi. Guðþjónustan í dag hefst klukkan 14:00. Hveragerðisprestakall Útiguðsþjónusta verður haldin í dag á fornfrægum kirkjustað og prestsetri, en það er Arnarbæli í Ölfusi. Danakonungur kom meðal annars við í Arnarbæli í heimsókn sinni til Íslands 1907. Kirkju er fyrst getið í Arnarbæli um 1200 og síðasta kirkja þar var til 1909, eða þegar Arnarbælis- og Reykjasóknir voru sameinaðar og ný kirkja byggð á Kotströnd. Arnarbæli var prestssetur til 1942. Arnarbæli var höfuðból í Ölfusi. „Já, þetta er ánægjulegur og fallegur dagur því í dag er hin árlega og árvissa útiguðsþjónusta í Arnarbæli, þeim forna kirkjustað hér í Ölfusinu. Þar var kirkja en fyrst var getið um kirkju þar um 1200 og þar var kirkja allt til ársins 1909 því hún var aflögð þar en byggð ný kirkja við Kotströnd, sem margir þekkja við þjóðveginn á milli Hveragerðis og Selfoss. Og þarna gisti nú konungur á ferð sinni til Íslands árið 1907 og þetta er merkilegur staður og afskaplega fallegur,“ segir Ninna Sif. Séra Ninna Sif Svavarsdóttir sem verður með útiguðsþjónustuna í Arnarbæli í Ölfusi.Aðsend Kirkjukór Hveragerðis - og Kotstrandarsókna leiðir safnaðarsöng í guðsþjónustu dagsins. En hvernig verður form messunnar hjá Ninnu Sif? „Þetta verður er nokkuð hefðbundin guðsþjónusta eins og fólk þekkir nema að hún er í þessu fallega guðshúsi, sem er sjálf náttúran og við syngjum fallega sumarsálma og heyrum góðan boðskap og biðjum saman og njótum samfélagsins við guð og menn. Það eru allir hjartanlega velkomnir. Hún er alltaf fjölmenn þessi messa á hverju ári og ég á ekki von á því að það verði nein breyting á því í ár, það eru allir hjartanlega velkomnir, það verður ekki uppselt í sæti.“ Og ætlar þú að bjóða upp á messukaffi? „Nei, að þessu sinni ætlum við að sleppa því í ljósi ástandsins í faraldrinum að sleppa messukaffinu í ár,“ sagði Ninna Sif. Ölfus Þjóðkirkjan Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Kirkju er fyrst getið í Arnarbæli um 1200 og síðasta kirkja þar var til 1909, eða þegar Arnarbælis- og Reykjasóknir voru sameinaðar og ný kirkja byggð á Kotströnd. Arnarbæli var prestssetur til 1942. Arnarbæli var höfuðból í Ölfusi. „Já, þetta er ánægjulegur og fallegur dagur því í dag er hin árlega og árvissa útiguðsþjónusta í Arnarbæli, þeim forna kirkjustað hér í Ölfusinu. Þar var kirkja en fyrst var getið um kirkju þar um 1200 og þar var kirkja allt til ársins 1909 því hún var aflögð þar en byggð ný kirkja við Kotströnd, sem margir þekkja við þjóðveginn á milli Hveragerðis og Selfoss. Og þarna gisti nú konungur á ferð sinni til Íslands árið 1907 og þetta er merkilegur staður og afskaplega fallegur,“ segir Ninna Sif. Séra Ninna Sif Svavarsdóttir sem verður með útiguðsþjónustuna í Arnarbæli í Ölfusi.Aðsend Kirkjukór Hveragerðis - og Kotstrandarsókna leiðir safnaðarsöng í guðsþjónustu dagsins. En hvernig verður form messunnar hjá Ninnu Sif? „Þetta verður er nokkuð hefðbundin guðsþjónusta eins og fólk þekkir nema að hún er í þessu fallega guðshúsi, sem er sjálf náttúran og við syngjum fallega sumarsálma og heyrum góðan boðskap og biðjum saman og njótum samfélagsins við guð og menn. Það eru allir hjartanlega velkomnir. Hún er alltaf fjölmenn þessi messa á hverju ári og ég á ekki von á því að það verði nein breyting á því í ár, það eru allir hjartanlega velkomnir, það verður ekki uppselt í sæti.“ Og ætlar þú að bjóða upp á messukaffi? „Nei, að þessu sinni ætlum við að sleppa því í ljósi ástandsins í faraldrinum að sleppa messukaffinu í ár,“ sagði Ninna Sif.
Ölfus Þjóðkirkjan Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira