Bukayo Saka tók síðustu spyrnu enska landsliðsins er liðið tapaði úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu fyrr í sumar. Hinn 19 ára gamli Saka varð í kjölfarið fyrir kynþáttaníði sem og öðru skítkasti á samfélagsmiðlum. Hann var ekki eini leikmaður enska landsliðsins sem varð fyrir slíku aðkasti.
Rivalries aside. What a moment this was this afternoon.
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) August 8, 2021
@BukayoSaka87 pic.twitter.com/sfObRqyGP8
Bæði Marcus Rashford og Jadon Sancho fengu einnig á baukinn eftir að vítaspyrnur þeirra fóru forgörðum. Leikmennirnir hafa þó einnig fengið stuðning úr öllum áttum og náði það hámarki er stuðningsfólks Tottenham klappaði Saka lof í lófa.
Ekki nóg með það heldur var borði hengdur upp á heimavelli Tottenham þar sem stóð að félagið stæði með Saka og öðrum leikmönnum í baráttunni gegn kynþáttaníði og mismunun.
We stand together.
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) August 8, 2021
@SpursLGBT pic.twitter.com/M6Fy2jl78D
Heung-Min Son skoraði eina mark leiksins og tryggði Tottenham 1-0 sigur í síðasta leik liðanna fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal mætir nýliðum Brentford á föstudaginn kemur á meðan Tottenham fær Englandsmeistara Manchester City í heimsókn á sunnudaginn.