Sara búin að finna eitt jákvætt við krossbandsslitið skelfilega Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2021 09:01 Sara Sigmundsdóttir hefur mikla ástríðu fyrir farahönnun og hannar fötin sjálf í Sigmundsdóttir línuna hjá WIT Fitness. Skjámynd/Instagram/morningchalkup Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir missti af öllu CrossFit tímabilinu 2021 vegna hnémeiðsla en Suðurnesjamærin nýtti auka frítíma til að fara út í fatahönnum fyrir WIT íþróttavöruframleiðandann. Það er því mikið í gangi hjá Söru þótt hún geti ekki keppt í íþróttinni sinni eftir að hafa slitið krossband nánast kvöldið áður en keppnistímabilið hófst. Það kemur ekki mikið á óvart þeim sem þekkja Söru að hún er auðvitað búin að finna eitthvað jákvætt við það að meiðast svona illa. Sara fór í viðtal á Morning Chalk Up þegar hún var stödd á heimsleikunum í Madison og ræddi þar á meðal nýju ástríðu sína sem er að hanna vörur fyrir nýju Sigmundsdóttur línuna. „Það er klikkun að hugsa út í það að fyrir aðeins ári hefði ég aldrei séð það fyrir mér að ég væri búin að hanna mína eigin vörulínu og taka svona mikinn þátt í fatahönnun. Ég hef alltaf verið mjög skapandi en hélt alltaf að það fengi bara að njóta sín eftir CrossFit ferlinn,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í viðali við Justin LoFranco hjá Morning Chalk Up. „Það er áætæða fyrir að allt gerist og þessi meiðsli komu kannski á besta tíma því ég gat því einbeitt mér að fatahönnunni. Það þýðir líka að þegar ég byrja aftur að keppa þá get ég ýtt þessu til hliðar,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það er mikil spenna í loftinu hjá Söru því fyrstu vörurnar verða kynntar opinberlega í ágúst 2019 og öll vörulínan fer síðan í sölu í janúar 2022. „Það eru þúsundir hluta í gangi í hausnum á mér. Ég er kannski að læra og þá fæ ég allt í einu hugmynd íþróttabrjóstahaldara og hugsa: Ég þarf að teikna þetta upp. Ég var því alltaf með blöð hjá mér í vinnunni til að teikna upp hugmyndirnar mínar,“ sagði Sara. „Ég sendi þetta síðan til hönnunardeildarinnar og sagði að þetta væri hugmyndin mín í dag. Þeir komu kannski til baka með: Þetta er frábær hugmynd en við þurfum að gera þetta svona. Við höfum unnið svo vel saman að búa þetta allt til,“ sagði Sara og hún er enginn áhorfandi í framleiðslunni. „Ég tek mikinn þátt í öllu. Fólk segir kannski við mig: Ó þú ert að fá þína vörulínu. Ertu þá bara að velja litina? Nei fjandinn hafi það ég er hanna allt saman sjálf. Ég hef fengið svo margar hugmyndir í svo langan tíma. Núna loksins get ég leyft þeim að verða að veruleika,“ sagði Sara. CrossFit Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Sjá meira
Það er því mikið í gangi hjá Söru þótt hún geti ekki keppt í íþróttinni sinni eftir að hafa slitið krossband nánast kvöldið áður en keppnistímabilið hófst. Það kemur ekki mikið á óvart þeim sem þekkja Söru að hún er auðvitað búin að finna eitthvað jákvætt við það að meiðast svona illa. Sara fór í viðtal á Morning Chalk Up þegar hún var stödd á heimsleikunum í Madison og ræddi þar á meðal nýju ástríðu sína sem er að hanna vörur fyrir nýju Sigmundsdóttur línuna. „Það er klikkun að hugsa út í það að fyrir aðeins ári hefði ég aldrei séð það fyrir mér að ég væri búin að hanna mína eigin vörulínu og taka svona mikinn þátt í fatahönnun. Ég hef alltaf verið mjög skapandi en hélt alltaf að það fengi bara að njóta sín eftir CrossFit ferlinn,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í viðali við Justin LoFranco hjá Morning Chalk Up. „Það er áætæða fyrir að allt gerist og þessi meiðsli komu kannski á besta tíma því ég gat því einbeitt mér að fatahönnunni. Það þýðir líka að þegar ég byrja aftur að keppa þá get ég ýtt þessu til hliðar,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það er mikil spenna í loftinu hjá Söru því fyrstu vörurnar verða kynntar opinberlega í ágúst 2019 og öll vörulínan fer síðan í sölu í janúar 2022. „Það eru þúsundir hluta í gangi í hausnum á mér. Ég er kannski að læra og þá fæ ég allt í einu hugmynd íþróttabrjóstahaldara og hugsa: Ég þarf að teikna þetta upp. Ég var því alltaf með blöð hjá mér í vinnunni til að teikna upp hugmyndirnar mínar,“ sagði Sara. „Ég sendi þetta síðan til hönnunardeildarinnar og sagði að þetta væri hugmyndin mín í dag. Þeir komu kannski til baka með: Þetta er frábær hugmynd en við þurfum að gera þetta svona. Við höfum unnið svo vel saman að búa þetta allt til,“ sagði Sara og hún er enginn áhorfandi í framleiðslunni. „Ég tek mikinn þátt í öllu. Fólk segir kannski við mig: Ó þú ert að fá þína vörulínu. Ertu þá bara að velja litina? Nei fjandinn hafi það ég er hanna allt saman sjálf. Ég hef fengið svo margar hugmyndir í svo langan tíma. Núna loksins get ég leyft þeim að verða að veruleika,“ sagði Sara.
CrossFit Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Sjá meira