Átta ára drengur í lífshættu eftir að hafa verið ákærður fyrir guðlast Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. ágúst 2021 08:51 Enginn hefur verið tekinn af lífi fyrir guðlast frá 1986 en ákærðir verða oft fyrir árásum og eru jafnvel myrtir af æstum múg. Átta ára drengur er nú undir öryggiseftirliti lögreglu í Pakistan, eftir að hafa verið handtekinn fyrir að pissa á mottu í íslömskum skóla. Drengurinn, hvers fjölskylda er hindúatrúar, er yngsta manneskjan í sögu landsins til að vera ákærð fyrir guðlast. Fjölskylda drengsins er í felum og hundruð annarra fjölskyldna eru sagðar hafa flúið heimili sín af ótta við hefndaraðgerðir í Rahim Yar Khan í Punjab-héraði en eftir að fréttir bárust af atvikinu réðist hópur múslima á hof hindúa. Herinn hefur verið sendur á svæðið. Drengurinn, sem Guardian kýs að nefna ekki af ótta við afleiðingarnar fyrir hann og fjölskyldu hans, er sakaður um að hafa pissað á mottu í sal í skólanum þar sem trúarrit voru geymd. Er hann sagður hafa gert það viljandi. Það hefur vakið undrun og hneykslan að drengurinn hafi verið kærður fyrir guðlast en það þýðir að hann verður mögulega dæmdur til dauða. Einn aðstandenda drengsins sagði í samtali við Guardian að hann gerði sér ekki einu sinni grein fyrir hvað hann væri sakaður um. Lögunum sem banna guðlast er sagt hafa verið beitt gegn trúarlegum minnihlutahópum en þrátt fyrir að dauðarefsingunni hafi ekki verið beitt vegna guðlasts frá því að hún var tekin aftur upp árið 1986 verða ákærðir oft fyrir árásum og hafa verið myrtir af æstum múg. Lögregluyfirvöld á svæðinu segjast vera á höttunum eftir þeim sem rústuðu hofinu og þá hefur forsætisráðherra Pakistan, Imran Khan, fordæmt ofbeldið og heitið því að yfirvöld muni byggja hofið upp á nýtt. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Pakistan Trúmál Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Fjölskylda drengsins er í felum og hundruð annarra fjölskyldna eru sagðar hafa flúið heimili sín af ótta við hefndaraðgerðir í Rahim Yar Khan í Punjab-héraði en eftir að fréttir bárust af atvikinu réðist hópur múslima á hof hindúa. Herinn hefur verið sendur á svæðið. Drengurinn, sem Guardian kýs að nefna ekki af ótta við afleiðingarnar fyrir hann og fjölskyldu hans, er sakaður um að hafa pissað á mottu í sal í skólanum þar sem trúarrit voru geymd. Er hann sagður hafa gert það viljandi. Það hefur vakið undrun og hneykslan að drengurinn hafi verið kærður fyrir guðlast en það þýðir að hann verður mögulega dæmdur til dauða. Einn aðstandenda drengsins sagði í samtali við Guardian að hann gerði sér ekki einu sinni grein fyrir hvað hann væri sakaður um. Lögunum sem banna guðlast er sagt hafa verið beitt gegn trúarlegum minnihlutahópum en þrátt fyrir að dauðarefsingunni hafi ekki verið beitt vegna guðlasts frá því að hún var tekin aftur upp árið 1986 verða ákærðir oft fyrir árásum og hafa verið myrtir af æstum múg. Lögregluyfirvöld á svæðinu segjast vera á höttunum eftir þeim sem rústuðu hofinu og þá hefur forsætisráðherra Pakistan, Imran Khan, fordæmt ofbeldið og heitið því að yfirvöld muni byggja hofið upp á nýtt. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Pakistan Trúmál Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira