Ólympíuleikunum lauk nú um helgina en ljóst er að þessir leikar munu seint gleymast sökum heimsfaraldursins sem hefur litað líf okkar undanfarin misseri. Ólympíuþorpið í ár var í raun hálfgerð „sóttvarnarbúbbla.“
Virðist hún hafa skilað sínu þar sem ekki þurfti að fresta né aflýsa neinum viðburði á leikunum. Fjöldi smita í kringum leikana var töluvert meiri eða 430 talsins.
Á sunnudag - lokadegi leikanna - var greint frá að 26 hefðu greinst smitaðir til viðbótar. Heildartala smitaðra í tengslum við leikanna var þar með komin upp í 430 alls. Þriðja daginn í röð greindist enginn keppandi á ÓL smitaður. Af þeim 26 sem greindust unnu 16 við framkvæmdir og viðgerðir á leikunum.
„Sóttvarnarbúbbla“ Ólympíuþorpsins skilaði sínu hvað varðar fjölda smita en aðeins greindust 32 tilfelli í þorpinu þar sem keppendur og þjálfarar búa á meðan leikunum stendur. Af þeim voru 29 keppendur en það hafði eins og áður sagði ekki nein áhrif á framkvæmd leikanna þar sem aldrei þurfti að færa né fresta viðburði.
Ef keppendur reyndust smitaði af Covid-19 var þeim meinað að taka þátt. Ekki kemur fram hvort júdólið Georgíu sé meðal þeirra sem greindust en þeim var meinuð þátttaka eftir að hafa farið í óvænta skoðunarferð um Tókýó án þess að vera með leyfi mótshaldara. Þá fengu alls fimm leikmenn í ástralska landsliðinu í íshokkí refsingu fyrir að yfirgefa „sóttvarnarbúbbluna“ til að festa kaup á ísköldum bjór.
Samkvæmt skipuleggjendum Ólympíuleikanna í Tókýó var skimað fyrir kórónuveirunni alls 624 þúsund sinnum á meðan leikunum stóð. Aðeins 0,02 prósent skiluðu jákvæði sýni sem verður að teljast ágætt miðað við hversu slæm staðan er í Japan þessa dagana. Alls hafa 15 þúsund manns látist vegna veirunnar og neyðarástandi var lýst yfir áður en leikarnir hófust.
Ísland átti fjóra þátttakendur á leikunum að þessu sinni. Það voru þau Guðni Valur Guðnason, Snæfríður Sól Jórunnardóttir, Ásgeir Sigurgeirsson og Anton Sveinn McKee.