Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Breiðablik 1-3 | Blikasigur í kveðjuleik Mikkelsens Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 9. ágúst 2021 22:45 Blikar unnu nokkuð sannfærandi sigur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik sigraði Stjörnuna á útivelli 3-1 í æsispennandi leik í 16. umferð Pepsi Max deildar karla. Leikurinn byrjaði rólega og voru Breiðablik töluvert meira með boltann til að byrja með. Það var hins vegar Stjarnan sem átti fyrsta færi leiksins þegar Björn Berg reyndi við skotið eftir að hafa fengið sendinguna inn í teig. Boltinn var á ferðinni sem gerði honum erfitt fyrir og var skotið slakt en þó á markið. Viktor Karl bjargaði af marklínunni. Það var ekki nema um fimm mínútum síðar sem við fengum að sjá aðra björgun af marklínunni en í þetta skiptið var það hinum megin á vellinum. Höskuldur Gunnlaugsson tók sprettinn upp hægri vænginn og fann Kristinn Steinþórsson í dauðafæri inni í teig. Það tók Kristinn hins vegar dágóðan tíma að ákveða hvað skildi gera næst, þrátt fyrir að vera einn á móti markmanni. Á endanum gaf hann á samherja sinn, Árna Vilhjálmsson, sem rann til við skotið. Danni Laxdal henti sér hins vegar fyrir boltann og bjargaði á línunni. Á 24. mínútu fengu Blikar hornspyrnu hægra megin. Höskuldur Gunnlaugsson tók hana og átti fína fyrirgjöf inni í teig. Viktor Karl Einarsson fékk sendinguna út í vinstra vítateigshornið og skrúfaði boltann glæsilega upp í fjær hornið og kom sínum mönnum 1-0 yfir. Nokkrum mínútum síðar fékk Magnus Anbo Clausen gult spjald fyrir harkalegt brot hættulega nálægt vítateigsboganum. Breiðablik fengu aukaspyrnuna en það var Höskuldur Gunnlaugsson sem tók hana. Glöggir tóku eftir því að Arnar Darri hafði tekið sér stöðu á frekar vafasömum stað í markinu en hann stóð beint fyrir aftan varnarvegginn. Höskuldur nýtti sér það og skoraði fallega og örugglega í markmannshornið, vinstra megin. Það liðu ekki nema örfáar mínútur þar til gula spjaldið kom aftur á loft en það var hann Alexander Helgi Sigurðarson sem fékk að lýta það eftir áhugavert brot. Stjarnan voru á leið í hraða sókn þegar Alexander hoppaði ofan á Emil Atlason sem varð til þess að þeir báðir féllu í jörðina. Lítið var um að vera það sem eftir leið af fyrri hálfleik og fóru Blikar inn í klefa með tveggja marka forystu, 2-0. Tæpum tíu mínútum eftir að síðari hálfleik var flautað á fengu Breiðablik skyndisókn þegar Davíð Atli tók sprettinn upp hægri vænginn og gaf inn á miðju á Höskuld Gunnlaugsson sem var kominn á góðan hraða upp völlinn. Höskuldur gaf ekkert eftir og átti hreint magnað einstaklingsframlag þegar hann sólaði einn framhjá tveimur varnamönnum Stjörnunar og vippaði boltanum laglega yfir Arnar Darra í markinu. Höskuldur með tvennu og kom Blikum í þriggja marka forystu. Þorvaldi Örlygssyni, þjálfara Stjörnunnar var þar með nóg boðið og gerði fjórfalda skiptingu. Í Kjölfar hennar kom tvöföld skipting hjá Breiðablik. Stjörnumenn voru ekki enn búnir að gefa upp öndina og héldu áfram að sækja vel á mark gestanna. Á tímum voru þeir hinsvegar farnir að sýna of mikla ákefð sem Daníel Laxdal fékk að finna fyrir þegar hann fékk gult spjald í teig Breiðabliks. Stjarnan gáfu þó enn betur í sem dugði til því á 73. mínútu fékk Oliver Haurits sendinguna frá Heiðari Ægissyni inn í miðjan teig og skoraði í stöngina og inn og minnkaði þar með muninn aftur niður í tvö mörk. Við þetta lifnuðu gestirnir aftur við og fékk Davíð Ingvarsson að lýta gula spjaldið fyrir brot á Stjörnunni á leið í hraða sókn. Þeir unni hinsvegar boltann aftur og komu honum hratt upp völlinn. Fremst var Thomas Mikkelsen mættur en hann fékk boltann rétt við vítateiginn og skaut föstu skoti í stöngina. Boltinn endaði samt sem áður hjá Jasoni Daða sem tók snertinguna út hægra megin og ætlaði sér að vippa yfir Arnar Darra í markinu en boltinn fór í þverslánna. Þessar svekkjandi sókn var þó ekki alveg lokið því aftur fékk Thomas Mikkelsen boltann en hann skallaði boltann yfir markið í þetta sinn. Heiðar Ægisson fékk síðasta gula spjald leiksins og fengu Blikar aukaspyrnuna um 25 metrum frá marki Stjörnunnar. Höskuldur tók hana og skaut hátt og fast í nær hornið en Arnar Darri sá við honum í þetta skiptið og varði. Lítið var um að vera það sem eftir lifði leiks og var hann að lokum flautaður af eftir þriggja mínútna uppbótartíma. Breiðablik fögnuðu þessum 3-1 sigri vel og innilega. Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik voru yfir höfuð sterkara aðilinn í kvöld en þeir voru töluvert meira með boltann í leiknum. Þeir unnu fleiri bolta, áttu fleiri hraðar sóknir og vörðust yfir höfuð mun betur. Fyrri hálfleikur var virkilega góður hjá þeim en þeir voru í við klókari og fóru betur með sóknirnar sínar. Þrátt fyrir að hafa aðeins slakað á í seinni hálfleik þá kláruðu þeir þetta virkilega vel. Hverjir stóðu upp úr? Höskuldur Gunnlaugsson átti stórleik fyrir Breiðablik í dag. Hann skoraði tvö af þremur mörkum liðsins í dag og var yfir höfuð virkilega skemmtilegur á vellinum. Anton Ari Einarsson var virkilega flottur í markinu í dag hjá Blikum. Hann varði marga mikilvæga bolta og var alltaf fljótur að koma boltanum aftur í leikinn. Viktor Karl Einarsson og Jason Daði Svanþórsson áttu einnig góðan leik í dag en Viktor Karl skoraði fyrsta mark leiksins. Jason Daði átti margar góðar marktilraunir í kvöld. Í liði Stjörnunnar stóð Hilmar Árni upp úr en hann var mjög flottur inni á vellinum í dag. Hann var alltaf mættur þangað sem hann átti að vera og var með margar fínar marktilraunir. Hvað gekk illa? Stjarnan réði illa við Breiðablik í kvöld. Það vantaði alla pressu frá þeim og var vörnin ábótavant í dag. Þeir brutu oft klaufalega á Blikunum í vörninni og fengu þar með mörk í bakið á sér. Það hefði mátt halda að vörn Stjörnunnar hafi verið sofandi þegar þeir snéru til baka úr hálfleik en Höskuldi Gunnlaugssyni tókst að sóla vörnina upp úr skónum þegar hann skoraði þriðja mark Breiðabliks. Hvað gerist næst? Á sunnudaginn mun Stjarnan gera sér ferð norður á Akureyri þar sem þeir mæta KA í 17. umferð deildarinnar. Þann sama dag munu Breiðablik leika á heimavelli en þar munu þeir mæta ÍA. Þorvaldur Örlygsson: Tvískiptur leikur Þorvaldur var að vonum svekktur að Stjarnan hafi tapað leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir sína menn hafa staðið sig misvel í tapi kvöldsins. „Leikurinn var í 90 mínútur en það má vissulega skipta frammistöðunni í tvennt. Annars vegar var það fyrri hálfleikurinn en við vorum í ágætis málum fram að fyrsta markinu og svosem vorum með það sem við vildum leggja upp með til þess að byrja með. Fyrsta markið finnst mér hálf klaufalegt og svo fáum við annað markið úr aukaspyrnu sem mér fannst ekki eiga að vera aukaspyrna. En við misstum svolítið tökin út frá því og fórum að elta eftir það. En fram að hálfleik vorum við í smá basli. En við förum svo inn og komum út og fáum svo svakalega klaufalegt þriðja mark á okkur en lifnuðum að lokum við og komum til baka í 3-1 og vorum nálægt því að koma þessu í 3-2. Við vorum komnir á ágætis skrið að reyna að komast inn í leikinn aftur eftir mjög svo erfiðar mínútur. En svo missum við Daníel Laxdal útaf og erum einum færri og þá svosem fór þetta allt á mis hjá okkur í restina.“ Þorvaldur gerði fjórfalda skiptingu þegar um korter var liðið af síðari hálfleik. „Pælingin á bakvið fjórföldu skiptinguna í seinni hálfleik var bara að fá ferskar lappir inn. Það segir sig svolítið sjálft. Við vorum þá að reyna að breyta leiknum og opna hann. Koma af stað einhverjum augnablikum til þess að skapa færi. Og við gerðum það alveg vissulega.“ „Ungu strákarnir sem komu inn hafa yfir höfuð verið að standa sig vel. Þeir eru fæddir árin 2003 og 2004 og hafa verið að koma inn á tímabilinu. Við höfum einhvern veginn verið að reyna að breyta og koma þeim inn smátt og smátt. Þeir eru auðvitað ungir og ég er ekki að ætlast til þess að þeir breyti heiminum á einni nóttu. Það eru kannski hlutir sem hefði átt að hugsa út í fyrir lengri tíma síðan, kannski fyrir nokkrum árum. En núna er staðan þessi og við erum að reyna að vinna úr því.“ Haraldur Björnsson hitaði upp með Stjörnunni í dag og var skráður á skýrslu en rétt fyrir leik gekk hann útaf vellinum og var ekki tilbúinn að spila leikinn vegna höfuðmeiðsla sem hann varð fyrir í 14. umferð. „Haraldur Björnsson fékk á sig fólskunarbrot á móti Víking um daginn. Það þurfi að sauma sjö spor í andlitið á honum og við erum heppin að hann hafi ekki kinnbeinsbrotnað. Hann virðist ennþá vera að vinna úr þessu en þannig að menn viti það að þá sögðu bæði læknar og sjúkraþjálfarar að hann væri alveg heill. En svo bara koma upp augnablik sem við ráðum ekki við og hann var því miður ekki tilbúinn.“ Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Stjarnan
Breiðablik sigraði Stjörnuna á útivelli 3-1 í æsispennandi leik í 16. umferð Pepsi Max deildar karla. Leikurinn byrjaði rólega og voru Breiðablik töluvert meira með boltann til að byrja með. Það var hins vegar Stjarnan sem átti fyrsta færi leiksins þegar Björn Berg reyndi við skotið eftir að hafa fengið sendinguna inn í teig. Boltinn var á ferðinni sem gerði honum erfitt fyrir og var skotið slakt en þó á markið. Viktor Karl bjargaði af marklínunni. Það var ekki nema um fimm mínútum síðar sem við fengum að sjá aðra björgun af marklínunni en í þetta skiptið var það hinum megin á vellinum. Höskuldur Gunnlaugsson tók sprettinn upp hægri vænginn og fann Kristinn Steinþórsson í dauðafæri inni í teig. Það tók Kristinn hins vegar dágóðan tíma að ákveða hvað skildi gera næst, þrátt fyrir að vera einn á móti markmanni. Á endanum gaf hann á samherja sinn, Árna Vilhjálmsson, sem rann til við skotið. Danni Laxdal henti sér hins vegar fyrir boltann og bjargaði á línunni. Á 24. mínútu fengu Blikar hornspyrnu hægra megin. Höskuldur Gunnlaugsson tók hana og átti fína fyrirgjöf inni í teig. Viktor Karl Einarsson fékk sendinguna út í vinstra vítateigshornið og skrúfaði boltann glæsilega upp í fjær hornið og kom sínum mönnum 1-0 yfir. Nokkrum mínútum síðar fékk Magnus Anbo Clausen gult spjald fyrir harkalegt brot hættulega nálægt vítateigsboganum. Breiðablik fengu aukaspyrnuna en það var Höskuldur Gunnlaugsson sem tók hana. Glöggir tóku eftir því að Arnar Darri hafði tekið sér stöðu á frekar vafasömum stað í markinu en hann stóð beint fyrir aftan varnarvegginn. Höskuldur nýtti sér það og skoraði fallega og örugglega í markmannshornið, vinstra megin. Það liðu ekki nema örfáar mínútur þar til gula spjaldið kom aftur á loft en það var hann Alexander Helgi Sigurðarson sem fékk að lýta það eftir áhugavert brot. Stjarnan voru á leið í hraða sókn þegar Alexander hoppaði ofan á Emil Atlason sem varð til þess að þeir báðir féllu í jörðina. Lítið var um að vera það sem eftir leið af fyrri hálfleik og fóru Blikar inn í klefa með tveggja marka forystu, 2-0. Tæpum tíu mínútum eftir að síðari hálfleik var flautað á fengu Breiðablik skyndisókn þegar Davíð Atli tók sprettinn upp hægri vænginn og gaf inn á miðju á Höskuld Gunnlaugsson sem var kominn á góðan hraða upp völlinn. Höskuldur gaf ekkert eftir og átti hreint magnað einstaklingsframlag þegar hann sólaði einn framhjá tveimur varnamönnum Stjörnunar og vippaði boltanum laglega yfir Arnar Darra í markinu. Höskuldur með tvennu og kom Blikum í þriggja marka forystu. Þorvaldi Örlygssyni, þjálfara Stjörnunnar var þar með nóg boðið og gerði fjórfalda skiptingu. Í Kjölfar hennar kom tvöföld skipting hjá Breiðablik. Stjörnumenn voru ekki enn búnir að gefa upp öndina og héldu áfram að sækja vel á mark gestanna. Á tímum voru þeir hinsvegar farnir að sýna of mikla ákefð sem Daníel Laxdal fékk að finna fyrir þegar hann fékk gult spjald í teig Breiðabliks. Stjarnan gáfu þó enn betur í sem dugði til því á 73. mínútu fékk Oliver Haurits sendinguna frá Heiðari Ægissyni inn í miðjan teig og skoraði í stöngina og inn og minnkaði þar með muninn aftur niður í tvö mörk. Við þetta lifnuðu gestirnir aftur við og fékk Davíð Ingvarsson að lýta gula spjaldið fyrir brot á Stjörnunni á leið í hraða sókn. Þeir unni hinsvegar boltann aftur og komu honum hratt upp völlinn. Fremst var Thomas Mikkelsen mættur en hann fékk boltann rétt við vítateiginn og skaut föstu skoti í stöngina. Boltinn endaði samt sem áður hjá Jasoni Daða sem tók snertinguna út hægra megin og ætlaði sér að vippa yfir Arnar Darra í markinu en boltinn fór í þverslánna. Þessar svekkjandi sókn var þó ekki alveg lokið því aftur fékk Thomas Mikkelsen boltann en hann skallaði boltann yfir markið í þetta sinn. Heiðar Ægisson fékk síðasta gula spjald leiksins og fengu Blikar aukaspyrnuna um 25 metrum frá marki Stjörnunnar. Höskuldur tók hana og skaut hátt og fast í nær hornið en Arnar Darri sá við honum í þetta skiptið og varði. Lítið var um að vera það sem eftir lifði leiks og var hann að lokum flautaður af eftir þriggja mínútna uppbótartíma. Breiðablik fögnuðu þessum 3-1 sigri vel og innilega. Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik voru yfir höfuð sterkara aðilinn í kvöld en þeir voru töluvert meira með boltann í leiknum. Þeir unnu fleiri bolta, áttu fleiri hraðar sóknir og vörðust yfir höfuð mun betur. Fyrri hálfleikur var virkilega góður hjá þeim en þeir voru í við klókari og fóru betur með sóknirnar sínar. Þrátt fyrir að hafa aðeins slakað á í seinni hálfleik þá kláruðu þeir þetta virkilega vel. Hverjir stóðu upp úr? Höskuldur Gunnlaugsson átti stórleik fyrir Breiðablik í dag. Hann skoraði tvö af þremur mörkum liðsins í dag og var yfir höfuð virkilega skemmtilegur á vellinum. Anton Ari Einarsson var virkilega flottur í markinu í dag hjá Blikum. Hann varði marga mikilvæga bolta og var alltaf fljótur að koma boltanum aftur í leikinn. Viktor Karl Einarsson og Jason Daði Svanþórsson áttu einnig góðan leik í dag en Viktor Karl skoraði fyrsta mark leiksins. Jason Daði átti margar góðar marktilraunir í kvöld. Í liði Stjörnunnar stóð Hilmar Árni upp úr en hann var mjög flottur inni á vellinum í dag. Hann var alltaf mættur þangað sem hann átti að vera og var með margar fínar marktilraunir. Hvað gekk illa? Stjarnan réði illa við Breiðablik í kvöld. Það vantaði alla pressu frá þeim og var vörnin ábótavant í dag. Þeir brutu oft klaufalega á Blikunum í vörninni og fengu þar með mörk í bakið á sér. Það hefði mátt halda að vörn Stjörnunnar hafi verið sofandi þegar þeir snéru til baka úr hálfleik en Höskuldi Gunnlaugssyni tókst að sóla vörnina upp úr skónum þegar hann skoraði þriðja mark Breiðabliks. Hvað gerist næst? Á sunnudaginn mun Stjarnan gera sér ferð norður á Akureyri þar sem þeir mæta KA í 17. umferð deildarinnar. Þann sama dag munu Breiðablik leika á heimavelli en þar munu þeir mæta ÍA. Þorvaldur Örlygsson: Tvískiptur leikur Þorvaldur var að vonum svekktur að Stjarnan hafi tapað leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir sína menn hafa staðið sig misvel í tapi kvöldsins. „Leikurinn var í 90 mínútur en það má vissulega skipta frammistöðunni í tvennt. Annars vegar var það fyrri hálfleikurinn en við vorum í ágætis málum fram að fyrsta markinu og svosem vorum með það sem við vildum leggja upp með til þess að byrja með. Fyrsta markið finnst mér hálf klaufalegt og svo fáum við annað markið úr aukaspyrnu sem mér fannst ekki eiga að vera aukaspyrna. En við misstum svolítið tökin út frá því og fórum að elta eftir það. En fram að hálfleik vorum við í smá basli. En við förum svo inn og komum út og fáum svo svakalega klaufalegt þriðja mark á okkur en lifnuðum að lokum við og komum til baka í 3-1 og vorum nálægt því að koma þessu í 3-2. Við vorum komnir á ágætis skrið að reyna að komast inn í leikinn aftur eftir mjög svo erfiðar mínútur. En svo missum við Daníel Laxdal útaf og erum einum færri og þá svosem fór þetta allt á mis hjá okkur í restina.“ Þorvaldur gerði fjórfalda skiptingu þegar um korter var liðið af síðari hálfleik. „Pælingin á bakvið fjórföldu skiptinguna í seinni hálfleik var bara að fá ferskar lappir inn. Það segir sig svolítið sjálft. Við vorum þá að reyna að breyta leiknum og opna hann. Koma af stað einhverjum augnablikum til þess að skapa færi. Og við gerðum það alveg vissulega.“ „Ungu strákarnir sem komu inn hafa yfir höfuð verið að standa sig vel. Þeir eru fæddir árin 2003 og 2004 og hafa verið að koma inn á tímabilinu. Við höfum einhvern veginn verið að reyna að breyta og koma þeim inn smátt og smátt. Þeir eru auðvitað ungir og ég er ekki að ætlast til þess að þeir breyti heiminum á einni nóttu. Það eru kannski hlutir sem hefði átt að hugsa út í fyrir lengri tíma síðan, kannski fyrir nokkrum árum. En núna er staðan þessi og við erum að reyna að vinna úr því.“ Haraldur Björnsson hitaði upp með Stjörnunni í dag og var skráður á skýrslu en rétt fyrir leik gekk hann útaf vellinum og var ekki tilbúinn að spila leikinn vegna höfuðmeiðsla sem hann varð fyrir í 14. umferð. „Haraldur Björnsson fékk á sig fólskunarbrot á móti Víking um daginn. Það þurfi að sauma sjö spor í andlitið á honum og við erum heppin að hann hafi ekki kinnbeinsbrotnað. Hann virðist ennþá vera að vinna úr þessu en þannig að menn viti það að þá sögðu bæði læknar og sjúkraþjálfarar að hann væri alveg heill. En svo bara koma upp augnablik sem við ráðum ekki við og hann var því miður ekki tilbúinn.“
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti