Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Eftir þrjú markalaus jafntefli í fyrstu þremur leikjum dagsins í Seríu A litu fjögur mörk dagsins ljós í viðureign Parma og AC Milan. Fótbolti 8.11.2025 22:18
Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný ÍR hefur gengið frá ráðningu á nýjum þjálfara meistaraflokks kvenna en nokkuð hefur gustað um liðið í haust eftir að leikmenn liðsins sögðu upp störfum. Liðið leikur í 2. deild kvenna. Guðmundur Guðjónsson er nýr þjálfari liðsins. Fótbolti 8.11.2025 21:30
Sanngjarn heimasigur Chelsea átti ekki í teljandi vandræðum með lánlaust lið Wolves þegar Úlfarnir heimsóttu Lundúnir í kvöld. Enski boltinn 8.11.2025 19:33
Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, hefði viljað sjá sína menn sýna meira hugrekki til að sigra Tottenham í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 8. nóvember 2025 15:38
Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Preston, sem íslenski landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson leikur með, komst upp í 3. sæti ensku B-deildarinnar eftir 1-1 jafntefli við Millwall á The Den í dag. Enski boltinn 8. nóvember 2025 14:57
Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Tottenham og Manchester United skildu jöfn, 2-2, í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Tvö mörk komu í uppbótartíma. Enski boltinn 8. nóvember 2025 14:25
Inter missti niður tveggja marka forskot Lið Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, Inter, fór illa að ráði sínu gegn Sassuolo í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 2-2. Fótbolti 8. nóvember 2025 13:28
Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Rob Edwards mun ekki stýra Middlesbrough í leiknum gegn Birmingham City í ensku B-deildinni í dag. Wolves, botnlið ensku úrvalsdeildarinnar, vill fá Edwards til starfa. Enski boltinn 8. nóvember 2025 11:29
Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, tekur ekki undir með Arsene Wenger að koma Florians Wirtz hafi eyðilagt miðju Rauða hersins. Enski boltinn 8. nóvember 2025 11:00
„Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að gagnrýni Garys Neville, fyrrverandi fyrirliða liðsins, hafi haft áhrif á slóvenska framherjann Benjamin Sesko. Enski boltinn 8. nóvember 2025 10:32
Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi knattspyrnuþjálfari FH, segir lágpunktinn á sínum ferli hafa verið þegar hann var rekinn frá FH og situr það í honum hvernig staðið var að uppsögninni. Stjórnendur FH hafi sýnt honum vanvirðingu og komið illa fram við hann. Íslenski boltinn 8. nóvember 2025 10:02
Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Spænska stórveldið Barcelona hefur ekki getað spilað á heimavelli sínum Camp Nou síðan 2023 en nú styttist í að liðið spili þar aftur. Forsmekkur fékkst á fjölsóttri æfingu í gær. Fótbolti 8. nóvember 2025 07:00
Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Pep Guardiola stýrir Manchester City gegn Liverpool í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn, í sínum þúsundasta leik sem knattspyrnustjóri. Hann hefur notið þess mikla rígs sem myndast hefur á milli liðanna. Enski boltinn 7. nóvember 2025 23:03
Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerir athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á aðkomuleiðum að Laugardalsvelli vegna skólaþorpsins sem á að reisa við völlinn. Fjöldi gesta á viðburðum á vellinum, hvort sem um ræði knattspyrnuleiki eða tónleika, myndi takmarkast við fimm þúsund manns yrði af breytingunum. Innlent 7. nóvember 2025 22:39
Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fótboltamaðurinn fyrrverandi Joey Barton hefur verið dæmdur sekur fyrir „gróflega móðgandi“ skrif á samfélagsmiðlum. Skrifin beindust að fjölmiðlafólki. Enski boltinn 7. nóvember 2025 22:16
Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Kristian Hlynsson var svo sannarlega í sviðsljósinu í uppbótartíma leiks Twente og Telstar í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Fótbolti 7. nóvember 2025 21:21
Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Glódís Perla Viggósdóttir spilaði annan leikinn í röð allar 90 mínúturnar í vörn Bayern München, þegar liðið hélt hreinu í öruggum 4-0 sigri á Union Berlín, í þýsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld. Fótbolti 7. nóvember 2025 19:24
Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Diljá Ýr Zomers, nýkrýndur Noregsmeistari í fótbolta með Brann, fór meidd af velli í leik í kvöld, skömmu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Fótbolti 7. nóvember 2025 19:08
Brynjar Björn í Breiðholtið Brynjar Björn Gunnarsson var í dag kynntur sem nýr þjálfari Leiknis í Lengjudeild karla í fótbolta. Hann tekur við starfinu af Ágústi Gylfasyni sem hætti að loknu síðasta tímabili. Íslenski boltinn 7. nóvember 2025 17:52
Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Körfuboltakonan JuJu Watkins hefur gengið til liðs við fjárfestahóp nýliða Boston Legacy FC í NWSL-deildinni og er þar með fyrsti háskólaíþróttamaðurinn til að fjárfesta beint í atvinnuliði í kvennaíþróttum. Körfubolti 7. nóvember 2025 15:45
„Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Mér líður mjög vel með þetta. Ég er virkilega spenntur og klár í þetta,“ segir Ian Jeffs, nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta. Íslenski boltinn 7. nóvember 2025 15:00
Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Hollenski landsliðsmaðurinn Memphis Depay er að lifa ljúfa lífinu í Brasilíu þar sem hann fékk samning hjá Corinthians. Corinthians er nú að reyna að fá kappann til að slaka aðeins á kröfunum sínum þegar kemur að búsetu. Fótbolti 7. nóvember 2025 14:03
Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Albert Guðmundsson er mættur aftur til Ítalíu eftir stutt stopp á Íslandi með viðkomu í dómssal. Hann verður með á æfingu Fiorentina síðdegis, sem nýr þjálfari liðsins mun stýra. Fótbolti 7. nóvember 2025 13:32
Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Hollenska fótboltafélagið hefur ákveðið að reka knattspyrnustjórann John Heitinga, fyrrverandi aðstoðarþjálfara Arne Slot hjá Liverpool. Fótbolti 7. nóvember 2025 13:02