Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Stórmerkilegur Evrópuleikur fór fram á Norður-Írlandi í dag þegar Glenavon FC tók á móti Erzgebirge Aue frá Þýskalandi. Sennilega kannast þó fáir við þessi lið enda leika þau bæði í neðri deildum og átti leikurinn upphaflega að fara fram árið 1960. Fótbolti 5.7.2025 22:47
Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Real Madrid er komið í undanúrslit heimsmeistaramóts félagsliða eftir 3-2 sigur á Dortmund í kvöld. Fótbolti 5.7.2025 22:04
„Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sveindís Jane Jónsdóttir er lítið fyrir það að ræða um fótbolta, nema þegar það er hluti af hennar störfum sem fótboltakonu. Þó að kærasti hennar Rob Holding sé einnig þekktur fótboltamaður þá tala þau eiginlega ekkert um boltann. Fótbolti 5.7.2025 21:33
„Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var þokkalega sáttur þrátt fyrir 0-2 tap gegn Valsmönnum í Bestu deild karla í dag. Fótbolti 5. júlí 2025 17:47
Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Manchester United gekk í morgun frá félagaskiptum Diego Leon frá Cerro Porteño í Paragvæ en liðin höfðu náð samkomulagi um kaupin strax í janúar. Fótbolti 5. júlí 2025 17:30
Walker fer til Burnley Enski hægri bakvörðurinn Kyle Walker hefur skrifað undir tveggja ára samning við Burnley sem verða nýliðar í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili. Sport 5. júlí 2025 17:02
Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum „Hér er kominn óboðinn gestur,“ sagði Kristinn Kjærnested sem er að lýsa leik ÍBV gegn Víking þegar hundur hljóp inn á völlinn. Íslenski boltinn 5. júlí 2025 16:18
Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Wales þreytti frumraun sína á stórmóti í dag þegar liðið mætti Hollandi í Luzern á EM kvenna í fótbolta. Uppskeran úr þessum fyrsta leik var þó fremur rýr. Fótbolti 5. júlí 2025 15:31
Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Leikmenn og þjálfarar íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru sammála um þá ákvörðun að sleppa því að æfa á keppnisvellinum í Bern í dag, Wankdorf-leikvanginum, eins og hefð er fyrir daginn fyrir landsleik. Fótbolti 5. júlí 2025 14:43
Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Chelsea hefur gengið frá kaupum á Jamie Gittens frá Borussia Dortmund fyrir um 48,5 milljónir breskra punda. Sport 5. júlí 2025 14:40
Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segir að það verði tekin um það ákvörðun um hádegisbil á morgun, um hvort fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir spili stórleikinn gegn Sviss annað kvöld á EM í fótbolta. Fótbolti 5. júlí 2025 14:11
Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Lærisveinar Freys Alexanderssonar í Brann mættu HamKam í dag í norsku úrvalsdeildinni. Leikurinn endaði í 1-1 jafntefli en bæði lið höfðu færi á að vinna leikinn. Sport 5. júlí 2025 13:57
Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta og Ingibjörg Sigurðardóttir, varafyrirliði, sátu fyrir svörum á fjölmennum blaðamannafundi á Wankdorf leikvanginum í Bern, degi fyrir afar mikilvægan leik gegn Sviss á EM. Fótbolti 5. júlí 2025 13:33
Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora ÍA tókst ekki að ná sér í dýrmæt stig í botnbaráttunni þrátt fyrir komu nýs þjálfara, Lárusar Orra Sigurðssonar, en liðið tapaði á móti Fram á heimavelli í 14. umferð Bestu deildar karla. Gestirnir frá Reykjavík sigruðu 1-0 á Elkem vellinum Íslenski boltinn 5. júlí 2025 13:16
Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Valur hafði betur gegn Vestra með öruggum 0-2 útisigri á Kerecisvellinum á Ísafirði í Bestu deild karla í dag. Með sigrinum heldur Valur sér í toppbaráttunni á meðan Vestri situr áfram um miðja deild og leitast ennþá eftir að komast á sama skrið og í byrjun tímabilsins. Íslenski boltinn 5. júlí 2025 13:15
Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Það má með sanni segja að vegferð hollenska landsliðsins á Evrópumótinu í Sviss fari ekki rólega af stað. Hollenskur blaðamaður sakaði í gær þjálfara liðsins um að trufla þátttöku Hollands á mótinu eftir ummæli í hlaðvarpsþætti ytra. Fótbolti 5. júlí 2025 12:30
EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Nýjasti þátturinn af EM í dag var tekinn upp á meðan að stelpurnar okkar æfðu í bakgrunni fyrir stórleikinn við Sviss í Bern annað kvöld. Kubbmót stelpnanna, gleðifréttirnar af Glódísi og bænastund í kirkju voru meðal þess sem farið var yfir í þættinum. Fótbolti 5. júlí 2025 12:01
Hægt að fá hjónabandssælu á EM Íslendingar sem staddir eru í Sviss fyrir EM kvenna þurfa ekki að leita langt fyrir íslensk góðgæti. Bakarí í Bern hefur tekið upp á því að selja hjónabandssælu fyrir gesti. Sport 5. júlí 2025 11:33
„Vitum hvað það var sem að klikkaði“ „Við þekkjum vel styrkleika þessa liðs og hvað við þurfum að gera til að ná okkur í stig,“ segir Sandra María Jessen um hálfgerðan úrslitaleik Íslands við Sviss á EM í fótbolta á morgun. Fótbolti 5. júlí 2025 11:05
Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta voru minntar á það með afgerandi hætti að heima á Íslandi, sem og á Evrópumótinu í Sviss, er gríðarlegur fjöldi ungra stelpna sem standa við bakið á þeim. Fótbolti 5. júlí 2025 10:52
Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Eftir sorgarfréttirnar um Diogo Jota í vikunni, sem lést í bílslysi á Spáni. Hafa stjórnarmenn Liverpool ákveðið að borga fjölskyldu hans þau tvö ár sem eftir voru af samningi Diogo við félagið. Sport 5. júlí 2025 10:31
Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Agla María Albertsdóttir þurfti á sínum tíma að láta landsliðsferil sinn mæta afgangi þegar nóg var um að vera í lífi hennar. Hún var valin aftur í landsliðið skömmu fyrir EM og er mjög þakklát fyrir að vera komin á EM. Fótbolti 5. júlí 2025 10:01
„Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Chelsea vann Palmeiras í nótt í 8-liða úrslitum HM-félagsliða 2-1. Liðið frá London er því farið áfram í undanúrslit þar sem þeir munu mæta Fluminense, en Thiago Silva fyrrum leikmaður Chelsea spilar fyrir þá. Fótbolti 5. júlí 2025 09:31
Glódís með á æfingu Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir æfir þessa stundina með íslenska landsliðinu í Thun, degi fyrir mikilvægan leik gegn Sviss á EM. Sport 5. júlí 2025 09:04