Furðar sig á því að hafa ekki þurft að sýna rándýrt vottorð á landamærunum Árni Sæberg skrifar 9. ágúst 2021 20:59 Ómar Úlfur ferðaðist til landsins með Icelandair. Vísir/Vilhelm Ómar Úlfur Eyþórsson, útvarpsmaður á X-977, borgaði 34 þúsund krónur fyrir hraðpróf á Gardermoen, flugvellinum í Osló, þar sem hann taldi sig munu þurfa að framvísa vottorði um neikvæða niðurstöðu Covid-19 sýnatöku. Þegar á hólminn var komið reyndust útgjöldin óþarfi. Ómar Úlfur og eiginkona hans sneru aftur til Íslands í dag með flugi Icelandair eftir frí í Noregi. Þau ákváðu að fara í hraðpróf á Gardermoen þar sem nýlegar reglur kveða á um að allir sem koma til landsins þurfi að framvísa vottorði um neikvæða niðurstöðu Covid-19 sýnatöku. Hraðprófin skiluðu niðurstöðu á aðeins fimmtán mínútum en þau kostuðu sitt, sautján þúsund krónur á mann. Ómar Úlfur segist hafa boðist til að sýna starfsmanni flugvallarins vottorðið við innritun en að sá hafi komið alveg af fjöllum og afþakkað boðið. Mikil óvissa um reglurnar Hann segir að honum hafi fundist mjög óljóst hvar og hvenær ætti að framvísa vottorðunum og að hann hafi verið mjög hissa þegar hann þurfti ekki heldur að sýna þau við komuna í Leifsstöð. Ómar Úlfur spurði starfsmann á Leifsstöð hvort ekki þyrfti að framvísa vottorðum en svörin voru þau sömu og á Gardermoen. Ómar segir enga örtröð hafa verið í Leifsstöð líkt og hefur verið síðustu daga. „Það gekk allt mjög vel og var mjög þægilegt,“ segir hann. Þannig sé engin augljós skýring á því hvers vegna þau hjónin voru ekki krafin um vottorð. „Þetta er pínu svona rip off finnst manni" segir Ómar og vísar í að peningurinn sem var varið í hraðprófið hafi í raun farið út um gluggan. Þá segir Ómar Úlfur að hraðpróf í Leifsstöð kosti aðeins 6.900 krónur. „Ég hefði alveg eins getað farið í þetta í Leifsstöð og sparað mér nokkra þúsundkalla,“ segir hann. „Þetta er ekkert hobbý hjá manni að láta troða eyrnapinna upp í nefið á sér fyrir sautjánþúsundkall,“ bætir hann við. Verklag Icelandair sé að athuga vottorð allra Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir félagið athuga vottorð allra farþega sinna áður en þeir koma um borð. Við brottfarir frá Íslandi sjái starfsfólk félagsins um athugunina en á flugvöllum erlendis sjá samstarfsaðilar Icelandair um hana. Ásdís Ýr segir þó að félaginu sé ekki heimilt að neita íslenskum ríkisborgurum um flugfar þrátt fyrir að þeir geti ekki framvísað vottorði um neikvæða niðurstöðu sýnatöku. Ásdís segist enga skýringu kunna um það hvers vegna Ómar Úlfur og eiginkona hans hafi ekki verið krafin um framvísun vottorðs. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum segir í samtali við fréttastofu að eftirlit með vottorðum komufarþega sé ekki lengur á könnu lögreglunnar. Þá segir Grettir Gautason, staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia að Isavia sjái ekki heldur um neitt slíkt eftirlit. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Ómar Úlfur og eiginkona hans sneru aftur til Íslands í dag með flugi Icelandair eftir frí í Noregi. Þau ákváðu að fara í hraðpróf á Gardermoen þar sem nýlegar reglur kveða á um að allir sem koma til landsins þurfi að framvísa vottorði um neikvæða niðurstöðu Covid-19 sýnatöku. Hraðprófin skiluðu niðurstöðu á aðeins fimmtán mínútum en þau kostuðu sitt, sautján þúsund krónur á mann. Ómar Úlfur segist hafa boðist til að sýna starfsmanni flugvallarins vottorðið við innritun en að sá hafi komið alveg af fjöllum og afþakkað boðið. Mikil óvissa um reglurnar Hann segir að honum hafi fundist mjög óljóst hvar og hvenær ætti að framvísa vottorðunum og að hann hafi verið mjög hissa þegar hann þurfti ekki heldur að sýna þau við komuna í Leifsstöð. Ómar Úlfur spurði starfsmann á Leifsstöð hvort ekki þyrfti að framvísa vottorðum en svörin voru þau sömu og á Gardermoen. Ómar segir enga örtröð hafa verið í Leifsstöð líkt og hefur verið síðustu daga. „Það gekk allt mjög vel og var mjög þægilegt,“ segir hann. Þannig sé engin augljós skýring á því hvers vegna þau hjónin voru ekki krafin um vottorð. „Þetta er pínu svona rip off finnst manni" segir Ómar og vísar í að peningurinn sem var varið í hraðprófið hafi í raun farið út um gluggan. Þá segir Ómar Úlfur að hraðpróf í Leifsstöð kosti aðeins 6.900 krónur. „Ég hefði alveg eins getað farið í þetta í Leifsstöð og sparað mér nokkra þúsundkalla,“ segir hann. „Þetta er ekkert hobbý hjá manni að láta troða eyrnapinna upp í nefið á sér fyrir sautjánþúsundkall,“ bætir hann við. Verklag Icelandair sé að athuga vottorð allra Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir félagið athuga vottorð allra farþega sinna áður en þeir koma um borð. Við brottfarir frá Íslandi sjái starfsfólk félagsins um athugunina en á flugvöllum erlendis sjá samstarfsaðilar Icelandair um hana. Ásdís Ýr segir þó að félaginu sé ekki heimilt að neita íslenskum ríkisborgurum um flugfar þrátt fyrir að þeir geti ekki framvísað vottorði um neikvæða niðurstöðu sýnatöku. Ásdís segist enga skýringu kunna um það hvers vegna Ómar Úlfur og eiginkona hans hafi ekki verið krafin um framvísun vottorðs. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum segir í samtali við fréttastofu að eftirlit með vottorðum komufarþega sé ekki lengur á könnu lögreglunnar. Þá segir Grettir Gautason, staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia að Isavia sjái ekki heldur um neitt slíkt eftirlit.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira