Geir í Ósvör óvænt orðinn andlit sardínuframleiðanda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2021 22:57 Hér má sjá Geir á sardínudósinni. Ef vel er að gáð sést að skeggið er sett á hann með stafrænum hætti. Aðsend Geir Guðmundsson, sem eitt sinn var safnvörður í Ósvör í Bolungarvík, virðist vera orðinn að andliti sardínuframleiðanda í Svíþjóð. Fjölskylda Geirs hafði ekki hugmynd um að mynd af honum væri utan á sænskum sardínudósum, en framleiðandanum virðist hafa þótt vanta skegg á Geir. Geir, sem lést árið 2018, var um tíma safnvörður í Ósvör, sem er verbúð og sjóminjasafn austast við Bolungarvík og átti hann stóran hlut í uppbyggingu safnsins á sínum tíma. Í hlutverki safnvarðar var Geir oftar en ekki klæddur skinnklæðum á borð við þau sem sjómenn fyrri alda klæddust hér á landi og fræddi gesti safnsins um söguna og það sem fyrir augu bar. Á sardínudósinni er Geir einmitt í slíkum klæðum, þó eitthvað sé hann breyttur frá tíma sínum í Ósvör. Sardínuframleiðandanum virðist nefnilega hafa þótt vanta skegg á hann og bætti úr því með myndvinnsluforriti. Hér má sjá Geir í fullum skrúða og skegglausan, eins og hann var ávallt.Aðsend Skeggið blekkir engan Í samtali við Vísi segir Sólrún, dóttir Geirs, að fyrrverandi nágrannakona hennar og foreldra hennar í Bolungarvík hafi bent henni á að faðir hennar væri nú andlit sardínumerkis í Svíþjóð, nefnilega Sardinmästarens. Hún hafi fyrir algera tilviljun rekist á dósina úti í búð. „Þar sá hún eitthvað kunnuglegt andlit og fór að velta fyrir sér hvort þetta væri ekki gamli nágranninn. Hún sendi mömmu sinni sem býr í Bolungarvík þetta. Hún kom í heimsókn til mömmu í dag og sýndi henni þetta. Við þekktum auðvitað myndina og það er augljóst að þetta er sá gamli,“ segir Sólrún, sem telur skegginu heldur viðvaningslega bætt á Geir. Sólrún segir að flestir safnverðir í Ósvör á eftir föður hennar hafi verið með skegg. „En pabbi var aldrei með skegg. Mamma vildi ekki að hann safnaði skeggi þannig að það var bara gengið frá því í upphafi þeirra sambands og hann auðvitað hlýddi því.“ Sólrún segist þrátt fyrir allt hafa húmor fyrir málinu og gerir ekki ráð fyrir því að setja sig sérstaklega í samband við sardínufyrirtækið vegna þess, en ef nafn sardínuframleiðandans er slegið inn í leitarvél kemur upp fjöldi mynda af mismunandi sardínudósum, prýddum skeggjuðu andliti Geirs. Bolungarvík Auglýsinga- og markaðsmál Svíþjóð Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Geir, sem lést árið 2018, var um tíma safnvörður í Ósvör, sem er verbúð og sjóminjasafn austast við Bolungarvík og átti hann stóran hlut í uppbyggingu safnsins á sínum tíma. Í hlutverki safnvarðar var Geir oftar en ekki klæddur skinnklæðum á borð við þau sem sjómenn fyrri alda klæddust hér á landi og fræddi gesti safnsins um söguna og það sem fyrir augu bar. Á sardínudósinni er Geir einmitt í slíkum klæðum, þó eitthvað sé hann breyttur frá tíma sínum í Ósvör. Sardínuframleiðandanum virðist nefnilega hafa þótt vanta skegg á hann og bætti úr því með myndvinnsluforriti. Hér má sjá Geir í fullum skrúða og skegglausan, eins og hann var ávallt.Aðsend Skeggið blekkir engan Í samtali við Vísi segir Sólrún, dóttir Geirs, að fyrrverandi nágrannakona hennar og foreldra hennar í Bolungarvík hafi bent henni á að faðir hennar væri nú andlit sardínumerkis í Svíþjóð, nefnilega Sardinmästarens. Hún hafi fyrir algera tilviljun rekist á dósina úti í búð. „Þar sá hún eitthvað kunnuglegt andlit og fór að velta fyrir sér hvort þetta væri ekki gamli nágranninn. Hún sendi mömmu sinni sem býr í Bolungarvík þetta. Hún kom í heimsókn til mömmu í dag og sýndi henni þetta. Við þekktum auðvitað myndina og það er augljóst að þetta er sá gamli,“ segir Sólrún, sem telur skegginu heldur viðvaningslega bætt á Geir. Sólrún segir að flestir safnverðir í Ósvör á eftir föður hennar hafi verið með skegg. „En pabbi var aldrei með skegg. Mamma vildi ekki að hann safnaði skeggi þannig að það var bara gengið frá því í upphafi þeirra sambands og hann auðvitað hlýddi því.“ Sólrún segist þrátt fyrir allt hafa húmor fyrir málinu og gerir ekki ráð fyrir því að setja sig sérstaklega í samband við sardínufyrirtækið vegna þess, en ef nafn sardínuframleiðandans er slegið inn í leitarvél kemur upp fjöldi mynda af mismunandi sardínudósum, prýddum skeggjuðu andliti Geirs.
Bolungarvík Auglýsinga- og markaðsmál Svíþjóð Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira