Lagði CrossFit skóna á hilluna eftir að hafa misst bronsið til Anníe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2021 08:00 Kristin Holte náði ekki að enda CrossFit ferilinn á verðlaunapalli á heimsleikunum. Instagram/@holtekristin Norska CrossFit konan Kristin Holte hefur ákveðið að setja skóna upp á hillu eftir langan CrossFit feril. Holte fór mikinn á heimsleikunum á dögunum og var lengi vel inn á verðlaunapallinum. Hún varð hins vegar að sætta sig við fjórða sætið. Holte ætlaði sér örugglega á pall á síðustu heimsleikunum og það að missa bronsið til Anníe Mistar var örugglega svekkjandi en alls ekki ástæðan fyrir því að hún er hætt. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Holte er orðin 35 ára gömul og var að keppa á sínum áttundu heimsleikum. Hennar besti árangur var árið 2019 þegar hún fékk silfur. Holte var með 85 stiga forskot á Anníe Mist Þórisdóttur eftir ellefu fyrstu greinarnar á heimsleikunum í ár, 814 stig á móti 729. Anníe Mist var búin að jafna hana fyrir lokagreinina þar sem hún tryggði sér bronsverðlaunin með því að ná þriðja besta árangrinum. Holte tilkynnti það á samfélagsmiðlum eftir heimsleikana að hún væri hætt að keppa í CrossFit. Síðasti dansinn, eins og hún orðaði það, var á dögunum. Holte hafði helgað CrossFit íþróttinni líf sitt undanfarin átta ár. „Fjórða hraustasta kona jarðar. Ég er stolt. Ég er þakklát. Ég er ánægð en ég er líka niðurbrotin,“ skrifaði Kristin Holte og vísaði þar eflaust í það að hafa misst bronsverðlaunin í lokin til Anníe Mistar. Anníe Mist sendi henni kveðju í skilaboðum við færsluna: „Ein af aðdáunarverðustu íþróttakonum sem ég þekki. Ég elskaði að keppa við hlið þér,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist er ekki sú eina sem sendi henni kveðju heldur gerðu það allar helstu CrossFit konur heimsins og það er ljóst á öllu að Holte naut mikillar virðingar í hreyfingunni. Ein af þeim var Sara Sigmundsdóttir. „Ég mun sakna þess svo mikið að keppa við þig. Þú ert ein af bestu íþróttakonum og bestu manneskjum sem ég hef hitt,“ skrifaði Sara. Það má sjá kveðjufærslu Holte og öll skilaboðin frá CrossFit konunum hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Kristin Holte (@holtekristin) CrossFit Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn Handbolti Fleiri fréttir Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Leik lokið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Sjá meira
Holte fór mikinn á heimsleikunum á dögunum og var lengi vel inn á verðlaunapallinum. Hún varð hins vegar að sætta sig við fjórða sætið. Holte ætlaði sér örugglega á pall á síðustu heimsleikunum og það að missa bronsið til Anníe Mistar var örugglega svekkjandi en alls ekki ástæðan fyrir því að hún er hætt. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Holte er orðin 35 ára gömul og var að keppa á sínum áttundu heimsleikum. Hennar besti árangur var árið 2019 þegar hún fékk silfur. Holte var með 85 stiga forskot á Anníe Mist Þórisdóttur eftir ellefu fyrstu greinarnar á heimsleikunum í ár, 814 stig á móti 729. Anníe Mist var búin að jafna hana fyrir lokagreinina þar sem hún tryggði sér bronsverðlaunin með því að ná þriðja besta árangrinum. Holte tilkynnti það á samfélagsmiðlum eftir heimsleikana að hún væri hætt að keppa í CrossFit. Síðasti dansinn, eins og hún orðaði það, var á dögunum. Holte hafði helgað CrossFit íþróttinni líf sitt undanfarin átta ár. „Fjórða hraustasta kona jarðar. Ég er stolt. Ég er þakklát. Ég er ánægð en ég er líka niðurbrotin,“ skrifaði Kristin Holte og vísaði þar eflaust í það að hafa misst bronsverðlaunin í lokin til Anníe Mistar. Anníe Mist sendi henni kveðju í skilaboðum við færsluna: „Ein af aðdáunarverðustu íþróttakonum sem ég þekki. Ég elskaði að keppa við hlið þér,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist er ekki sú eina sem sendi henni kveðju heldur gerðu það allar helstu CrossFit konur heimsins og það er ljóst á öllu að Holte naut mikillar virðingar í hreyfingunni. Ein af þeim var Sara Sigmundsdóttir. „Ég mun sakna þess svo mikið að keppa við þig. Þú ert ein af bestu íþróttakonum og bestu manneskjum sem ég hef hitt,“ skrifaði Sara. Það má sjá kveðjufærslu Holte og öll skilaboðin frá CrossFit konunum hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Kristin Holte (@holtekristin)
CrossFit Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn Handbolti Fleiri fréttir Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Leik lokið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Sjá meira