Tvö samfélög Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar 10. ágúst 2021 08:35 Umræðan um sóttvarnaraðgerðir, nú þegar stór hluti þjóðarinnar hefur verið bólusettur, en Delta afbrigði COVID-19 leikur lausum hala í samfélaginu veldur mörgu fötluðu, langveiku og eldra fólki áhyggjum, sem og ástvinum þeirra. Þessir hópar hafa þegar þurft að þola mikla innilokun í það eina og hálfa ár sem COVID-19 hefur geisað; hjúkrunarheimili hafa verið lokuð gestum, þjónusta við fatlað fólk hefur verið skert og þorri fatlaðs fólks hefur unnið heima frá upphafi faraldursins. Þá hefur heilbrigðisþjónusta verið stopul vegna mikils álags á heilbrigðiskerfið, aðgerðum frestað og oft erfitt að nálgast sérfræðilækna. Ef sú lína yrði tekin að sleppa ætti veirunni lausri í samfélaginu, þýðir það um leið að viðkvæmum hópum er gert að loka sig af en aðrir hópar samfélagsins lifa í frelsi eins og lífið var áður. Þarna verður til grófur aðskilnaður fatlaðs, langveiks og eldra fólks frá samfélaginu. Hópur sem þegar býr við mismunun, fordóma og aðskilnað verður í enn verri stöðu. Tvö samfélög. Það er hins vegar ekki svo að fatlað, langveikt og eldra fólk liggi almennt í kör heima fyrir. Við erum virk í samfélaginu, eigum börn og barnabörn á öllum skólastigum, vinnum, göngum í skóla, verslum í matinn, njótum menningar, sinnum áhugamálum og fleira. Þá er fjöldinn allur af fólki sem vinnur við að aðstoða þessa hópa — fólk sem á sér líf, þarf líka að versla í matinn, á börn á öllum skólastigum o.fl. Af þessu leiðir að margt fatlað, langveikt og eldra fólk, t.d. þeir sem nota NPA eða fá heimaþjónustu af einhverju tagi, neitar sér um lífsnauðsynlega aðstoð til þess að minnka líkurnar á að fá smit inn á heimili sín. Fyrir jafnaðarmanneskju hljómar þessi aðskilnaður afar illa. Við erum þjóð sem vill skipta byrðum jafnt á axlir okkar og það sama á að gilda um sóttvarnir. Í stað þess að loka fatlað, langveik og eldra fólk inni, og allan þann fjölda sem vinnur með þeim, ættum við öll að leggja okkar af mörkum með því að dreifa ábyrgðinni jafnt. Frelsi sumra má ekki kosta innilokun annarra. Við höfum komist langt á samstöðu og samhjálp; höldum því áfram. Höfundur er baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um sóttvarnaraðgerðir, nú þegar stór hluti þjóðarinnar hefur verið bólusettur, en Delta afbrigði COVID-19 leikur lausum hala í samfélaginu veldur mörgu fötluðu, langveiku og eldra fólki áhyggjum, sem og ástvinum þeirra. Þessir hópar hafa þegar þurft að þola mikla innilokun í það eina og hálfa ár sem COVID-19 hefur geisað; hjúkrunarheimili hafa verið lokuð gestum, þjónusta við fatlað fólk hefur verið skert og þorri fatlaðs fólks hefur unnið heima frá upphafi faraldursins. Þá hefur heilbrigðisþjónusta verið stopul vegna mikils álags á heilbrigðiskerfið, aðgerðum frestað og oft erfitt að nálgast sérfræðilækna. Ef sú lína yrði tekin að sleppa ætti veirunni lausri í samfélaginu, þýðir það um leið að viðkvæmum hópum er gert að loka sig af en aðrir hópar samfélagsins lifa í frelsi eins og lífið var áður. Þarna verður til grófur aðskilnaður fatlaðs, langveiks og eldra fólks frá samfélaginu. Hópur sem þegar býr við mismunun, fordóma og aðskilnað verður í enn verri stöðu. Tvö samfélög. Það er hins vegar ekki svo að fatlað, langveikt og eldra fólk liggi almennt í kör heima fyrir. Við erum virk í samfélaginu, eigum börn og barnabörn á öllum skólastigum, vinnum, göngum í skóla, verslum í matinn, njótum menningar, sinnum áhugamálum og fleira. Þá er fjöldinn allur af fólki sem vinnur við að aðstoða þessa hópa — fólk sem á sér líf, þarf líka að versla í matinn, á börn á öllum skólastigum o.fl. Af þessu leiðir að margt fatlað, langveikt og eldra fólk, t.d. þeir sem nota NPA eða fá heimaþjónustu af einhverju tagi, neitar sér um lífsnauðsynlega aðstoð til þess að minnka líkurnar á að fá smit inn á heimili sín. Fyrir jafnaðarmanneskju hljómar þessi aðskilnaður afar illa. Við erum þjóð sem vill skipta byrðum jafnt á axlir okkar og það sama á að gilda um sóttvarnir. Í stað þess að loka fatlað, langveik og eldra fólk inni, og allan þann fjölda sem vinnur með þeim, ættum við öll að leggja okkar af mörkum með því að dreifa ábyrgðinni jafnt. Frelsi sumra má ekki kosta innilokun annarra. Við höfum komist langt á samstöðu og samhjálp; höldum því áfram. Höfundur er baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun