Þetta kemur fram í tilkynningu á vef flokksins. Í þriðja sæti er Guðrún Þórisdóttir, myndlistarkona og menningarstjórnandi. Þar á eftir er Þorsteinn Bergsson dýraeftirlitsmaður, leiðsögumaður og þýðandi.
Í tilkynningunni er haft eftir Haraldi að kominn sé tími á róttæka vinstristefnu sem hafi skýra framtíðarsýn og hafni stöðugum málamiðlunum til hægri.
„Málamiðlanirnar hafa engu skilað nema afturför, síauknum ójöfnuði og auðsöfnun lítils hluta þjóðarinnar. Skattahækkanir á bótaþega og almennt launafólk, sligandi húsnæðis- og leigumarkaður og níðþungur fjármagnskostnaður og fjármálakerfi leggja þungar byrðar á þjóðina en soga hins vegar gríðarlegan arð til fjármagnseigenda og stórfyrirtækja,“ segir Haraldur Ingi Haraldsson.
Listann má sjá í heild sinni hér að neðan:
- Haraldur Ingi Haraldsson, verkefnastjóri
- Margrét Pétursdóttir, verkakona
- Guðrún Þórsdóttir, menningarstjóri og ráðgjafi
- Þorsteinn Bergsson, bóndi
- Unnur María Máney Bergsveinsdóttir, sirkuslistakona og sagnfræðingur
- Auður Traustadóttir, sjúkraliði
- Rúnar Freyr Júlíusson, námsmaður
- Karolina Sigurðardóttir, verkakona
- Bergrún Andradóttir, námsmaður
- Brynja Siguróladóttir, öryrki
- Stefán L. Rögnvaldsson, bóndi og raunsæisskáld
- Kolbeinn Agnarsson, sjómaður
- Halldóra Hafdísardóttir, myndlistarmaður
- Arinbjörn Árnason, fv. bóndi og bifreiðarstjóri
- Ari Sigurjónsson, sjómaður
- Árni Daníel Júlíusson, sagnfræðingur
- Michal Polacek, lögfræðingur
- Katrín María Ipaz, þjónn
- Skúli Skúlason, leiðbeinandi
- Jóhann Axelsson, prófesssor emeritus