Tíminn nýttur til hins ýtrasta til að ræða atvinnuleysi og ógn af eldgosinu Tryggvi Páll Tryggvason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 10. ágúst 2021 13:55 Fulltrúar sveitarstjórna á Reykjanesi funda með ráðherrum í Grindavík. Vísir/Sigurjón Fulltrúar sveitarstjórna á Suðurnesjum funda nú með ríkisstjórninni í Grindavík. Þeir ætla sér að nýta þá tvo tíma sem þeir fá með ráðherrum vel til að vekja athygli á helstu hagsmunamálum svæðisins. Ríkisstjórnin situr nú á árlegum sumarfundi sínum í Salthúsinu í Grindavík þar sem aðgerðir innanlands vegna Covid-19 eru meðal annars til umræðu. Á dagskrá er einnig að ræða við fulltrúa sveitarstjórna á svæðinu og stendur sá fundur yfir nú. Morguninn hófst á ríkisstjórnarfundi en hann virðist hafa dregist eitthvað á langinn og fram í þann hluta dagskrárinnar þar sem gert var ráð fyrir hádegismat. Þurftu ráðherrar því að snæða hádegisverð á meðan fundurinn með fulltrúum sveitarstjórna hófst. Ekki í góðum málum ef eldgosið skaðar helstu innviði Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, er einn af þeim sem situr fundinn með ráðherrum. Hann segir að afleiðingar atvinnuleysis á svæðinu og þær ógnir sem stafi af eldgosinu í Fagradalsfjalli muni helst koma til umræðu. „Við erum auðvitað að glíma við afleiðingar af þessum faraldri eins og flest aðrir landshlutar. Atvinnuleysi hér hefur verið mjög mikið og við munum auðvitað fá að ræða við þau hvaða möguleikar séu í stöðunni. Það er líka verið að horfa á eldgosið sem er hér fyrir utan gluggann hjá okkur og þá náttúruvá sem getur fylgt því,“ sagði Guðbrandur í viðtali við Sunnu Karen Sigþórsdóttir fréttamann í Grindavík í dag. „HS Orka er hérna hinum megin við götuna má segja. Bláa lónið er þarna líka. Við erum með vatnsból ekkert langt í burtu. Ef að allir þessir innviðir verða fyrir skaða af eldgosi þá erum við ekki í góðum málum. Það þarf líka að horfa til þess. Suðurlandslínu II til þess að tryggja raforkuöryggi. Það er margt sem við getum rætt hvað þetta varðar.“ Býstu við löngum fundi? „Við fáum tvo tíma held ég þannig að við ætlum að nýta þá vel“ Eldgos í Fagradalsfjalli Vinnumarkaður Reykjanesbær Grindavík Vogar Byggðamál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Atvinnuleysi komið í 6,1 prósent og gert ráð fyrir áframhaldandi lækkun Skráð atvinnuleysi mældist 6,1 prósent í júlí og lækkar umtalsvert frá júní þegar það var 7,4 prósent. Alls voru 12.537 atvinnulausir í lok júlí samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar, 6.562 karlar og 5.975 konur. 10. ágúst 2021 13:46 Fundi ríkisstjórnar lokið en ráðherra veitir ekki viðtal Ríkisstjórnin situr á árlegum sumarfundi sínum í Salthúsinu í Grindavík þar sem aðgerðir innanlands vegna Covid-19 eru til umræðu. Núverandi aðgerðir til þriggja vikna, sem fela meðal annars í sér 200 manna samkomubann og eins metra reglu, gilda til föstudagsins 13. ágúst. 10. ágúst 2021 11:26 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ríkisstjórnin situr nú á árlegum sumarfundi sínum í Salthúsinu í Grindavík þar sem aðgerðir innanlands vegna Covid-19 eru meðal annars til umræðu. Á dagskrá er einnig að ræða við fulltrúa sveitarstjórna á svæðinu og stendur sá fundur yfir nú. Morguninn hófst á ríkisstjórnarfundi en hann virðist hafa dregist eitthvað á langinn og fram í þann hluta dagskrárinnar þar sem gert var ráð fyrir hádegismat. Þurftu ráðherrar því að snæða hádegisverð á meðan fundurinn með fulltrúum sveitarstjórna hófst. Ekki í góðum málum ef eldgosið skaðar helstu innviði Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, er einn af þeim sem situr fundinn með ráðherrum. Hann segir að afleiðingar atvinnuleysis á svæðinu og þær ógnir sem stafi af eldgosinu í Fagradalsfjalli muni helst koma til umræðu. „Við erum auðvitað að glíma við afleiðingar af þessum faraldri eins og flest aðrir landshlutar. Atvinnuleysi hér hefur verið mjög mikið og við munum auðvitað fá að ræða við þau hvaða möguleikar séu í stöðunni. Það er líka verið að horfa á eldgosið sem er hér fyrir utan gluggann hjá okkur og þá náttúruvá sem getur fylgt því,“ sagði Guðbrandur í viðtali við Sunnu Karen Sigþórsdóttir fréttamann í Grindavík í dag. „HS Orka er hérna hinum megin við götuna má segja. Bláa lónið er þarna líka. Við erum með vatnsból ekkert langt í burtu. Ef að allir þessir innviðir verða fyrir skaða af eldgosi þá erum við ekki í góðum málum. Það þarf líka að horfa til þess. Suðurlandslínu II til þess að tryggja raforkuöryggi. Það er margt sem við getum rætt hvað þetta varðar.“ Býstu við löngum fundi? „Við fáum tvo tíma held ég þannig að við ætlum að nýta þá vel“
Eldgos í Fagradalsfjalli Vinnumarkaður Reykjanesbær Grindavík Vogar Byggðamál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Atvinnuleysi komið í 6,1 prósent og gert ráð fyrir áframhaldandi lækkun Skráð atvinnuleysi mældist 6,1 prósent í júlí og lækkar umtalsvert frá júní þegar það var 7,4 prósent. Alls voru 12.537 atvinnulausir í lok júlí samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar, 6.562 karlar og 5.975 konur. 10. ágúst 2021 13:46 Fundi ríkisstjórnar lokið en ráðherra veitir ekki viðtal Ríkisstjórnin situr á árlegum sumarfundi sínum í Salthúsinu í Grindavík þar sem aðgerðir innanlands vegna Covid-19 eru til umræðu. Núverandi aðgerðir til þriggja vikna, sem fela meðal annars í sér 200 manna samkomubann og eins metra reglu, gilda til föstudagsins 13. ágúst. 10. ágúst 2021 11:26 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Atvinnuleysi komið í 6,1 prósent og gert ráð fyrir áframhaldandi lækkun Skráð atvinnuleysi mældist 6,1 prósent í júlí og lækkar umtalsvert frá júní þegar það var 7,4 prósent. Alls voru 12.537 atvinnulausir í lok júlí samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar, 6.562 karlar og 5.975 konur. 10. ágúst 2021 13:46
Fundi ríkisstjórnar lokið en ráðherra veitir ekki viðtal Ríkisstjórnin situr á árlegum sumarfundi sínum í Salthúsinu í Grindavík þar sem aðgerðir innanlands vegna Covid-19 eru til umræðu. Núverandi aðgerðir til þriggja vikna, sem fela meðal annars í sér 200 manna samkomubann og eins metra reglu, gilda til föstudagsins 13. ágúst. 10. ágúst 2021 11:26