Southampton hefur verið að leita að eftirmanni Danny Ings sem gekk í raðir Aston Villa á dögunum. Ings skoraði 41 mark í 91 deildarleik fyrir Southampton.
Armstrong er 24 ára og var næst markahæsti leikmaður ensku B-deildarinnar á síðustu leiktíð með 28 mörk í 40 leikjum.
Hann er uppalinn hjá Newcastle þar sem hann lék 15 leiki í ensku úrvalsdeildinni þegar hann var táningur. Síðan þá hefur hann skorað 58 mörk í 151 leik fyrir Blackburn í B- og C-deildinni.
Armstrong is a Saint
— Southampton FC (@SouthamptonFC) August 10, 2021
Find out more about #SaintsFC's latest recruit, @AdamArma9