Spjótunum hafi sérstaklega verið beint gegn bóluefnum Pfizer og AstraZeneca á Indlandi, í Suður-Ameríku og Bandaríkjunum.
BBC fréttastofan segir Rússa hafi reynt að fá áhrifavalda á sitt band til að dreifa falsfréttum sem græfu undan tiltrú almennings í þessum löndum á tilteknum bóluefnum gegn Covid-19.
Slóðin hafi verið rakin til markaðsfyrirtækisins Fazze, sem tengist rússneska fyrirtækinu AdNow.
Rannsóknarblaðamenn BBC komust að því í maímánuði að Fazze hefði boðið áhrifavöldum greiðslur fyrir að dreifa falsfréttum um að Pfizer bóluefnið fæli í sér mikla áhættu.
Facebook segir það hafa verið hluta af annarri bylgju tilrauna til að grafa undan tiltrú á vestrænum bóluefnum.