Hinn duldi faraldur María Rut Kristinsdóttir skrifar 11. ágúst 2021 10:00 Ofbeldi er ekkert annað en faraldur. Ógeðslegur faraldur af mannavöldum sem hefur gríðarlegan eyðileggingarmátt. Ný bylgja skall á með krafti. Enn ein bylgjan. Ólíkt þeim heimsfaraldri sem við höfum verið að kljást við síðastliðið ár er ekkert bóluefni í boði, enginn settur í sóttkví, ekkert þríeyki. En í báðum tilvikum er „óvinurinn“ ósýnilegur. Eða svona hér um bil. Þolendur burðast yfirleitt einir með sína skömm. Ofbeldisfaraldurinn er kannski ekki jafn bersýnilegur þó svo að áhrifin séu alvarleg og raunar oft lífshættuleg. Langtímaafleiðingar þess að verða fyrir ofbeldi eru þekktar. Að ná fullum bata er því miður ekki alltaf gerlegt. Þau sem verða fyrir ofbeldi lifa með því alla sína ævi. Ég þekki það á eigin skinni. Daglegir upplýsingafundir COVID-19 tölfræðin hefur oft verið sláandi. Og samhliða hefur ofbeldi því miður aukist. Það er hinn duldi faraldur. Segjum sem svo að ofbeldisfaraldurinn yrði tæklaður af jafn mikilli festu. Hvernig myndi tölfræðin líta út? Ef öll ofbeldistilvik í samfélaginu okkar yrðu skráð samviskusamlega niður, hvert og eitt og birt opinberlega á miðlægri síðu daglega? Hversu margir eru alvarlega veikir, líkamlega og andlega og fjöldi dauðsfalla skráð samviskusamlega niður. Myndi almenningur þá fyrst vakna og átta sig á alvarleika málsins? Viðbrögð stjórnvalda væru líklega afdráttarlaus. Ráðherra myndi stíga fram og segja að aðeins samheldni og engin meðvirkni gagnvart vánni geti sigrað meinið. Strangar takmarkanir yrðu settar á þangað til að tölur færu niður. Þríeyki ofbeldisvarna myndi halda daglega upplýsingafundi, koma fram af festu og leggja línur um ofbeldislaust samfélag. Þið þekkið þetta. Ég þori að fullyrða að þar myndi ófögur sjón blasa við. Ég er alls ekki að leggja það til. Ekki misskilja. En maður spyr sig hvort slíkt myndi varpa ljósi á alvarleika faraldursins og fleiri myndu láta sig málið varða. Staðreyndir málsins Konur hafa í áratugi barist fyrir tilverurétti sínum og öryggi sínu. Byltingar, bylgjur og baráttur. Konur hafa haldið á þessum bolta, skilað skömminni, öskrað, grátið og öskrað aðeins meira. Aftur og aftur. Hversu margar samfélagsmiðlaherferðir þurfa að verða til þess að eitthvað breytist varanlega? Karlmenn eru hægt og rólega að þora að grípa boltann og það er gott. Það mætti gerast hraðar. Ég vil búa í samfélagi þar sem fólk axlar ábyrgð á gjörðum sínum. En ég vil enn frekar búa í samfélagi þar sem ofbeldi er ekki grasserandi samfélagsmein. Kynjahlutverk og ranghugmyndir um samskipti á milli kynja er svo annað. Öllu máli skiptir að vandinn sé uppi á borði. Fyrir allra augum. Þannig og aðeins þannig getum við ráðið niðurlögum þessa faraldurs. Og fyrir mína parta er það löngu tímabært. Hættum þessari meðvirkni takk og komum í veg fyrir að það þurfi enn eina bylgjuna. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) María Rut Kristinsdóttir Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Sjá meira
Ofbeldi er ekkert annað en faraldur. Ógeðslegur faraldur af mannavöldum sem hefur gríðarlegan eyðileggingarmátt. Ný bylgja skall á með krafti. Enn ein bylgjan. Ólíkt þeim heimsfaraldri sem við höfum verið að kljást við síðastliðið ár er ekkert bóluefni í boði, enginn settur í sóttkví, ekkert þríeyki. En í báðum tilvikum er „óvinurinn“ ósýnilegur. Eða svona hér um bil. Þolendur burðast yfirleitt einir með sína skömm. Ofbeldisfaraldurinn er kannski ekki jafn bersýnilegur þó svo að áhrifin séu alvarleg og raunar oft lífshættuleg. Langtímaafleiðingar þess að verða fyrir ofbeldi eru þekktar. Að ná fullum bata er því miður ekki alltaf gerlegt. Þau sem verða fyrir ofbeldi lifa með því alla sína ævi. Ég þekki það á eigin skinni. Daglegir upplýsingafundir COVID-19 tölfræðin hefur oft verið sláandi. Og samhliða hefur ofbeldi því miður aukist. Það er hinn duldi faraldur. Segjum sem svo að ofbeldisfaraldurinn yrði tæklaður af jafn mikilli festu. Hvernig myndi tölfræðin líta út? Ef öll ofbeldistilvik í samfélaginu okkar yrðu skráð samviskusamlega niður, hvert og eitt og birt opinberlega á miðlægri síðu daglega? Hversu margir eru alvarlega veikir, líkamlega og andlega og fjöldi dauðsfalla skráð samviskusamlega niður. Myndi almenningur þá fyrst vakna og átta sig á alvarleika málsins? Viðbrögð stjórnvalda væru líklega afdráttarlaus. Ráðherra myndi stíga fram og segja að aðeins samheldni og engin meðvirkni gagnvart vánni geti sigrað meinið. Strangar takmarkanir yrðu settar á þangað til að tölur færu niður. Þríeyki ofbeldisvarna myndi halda daglega upplýsingafundi, koma fram af festu og leggja línur um ofbeldislaust samfélag. Þið þekkið þetta. Ég þori að fullyrða að þar myndi ófögur sjón blasa við. Ég er alls ekki að leggja það til. Ekki misskilja. En maður spyr sig hvort slíkt myndi varpa ljósi á alvarleika faraldursins og fleiri myndu láta sig málið varða. Staðreyndir málsins Konur hafa í áratugi barist fyrir tilverurétti sínum og öryggi sínu. Byltingar, bylgjur og baráttur. Konur hafa haldið á þessum bolta, skilað skömminni, öskrað, grátið og öskrað aðeins meira. Aftur og aftur. Hversu margar samfélagsmiðlaherferðir þurfa að verða til þess að eitthvað breytist varanlega? Karlmenn eru hægt og rólega að þora að grípa boltann og það er gott. Það mætti gerast hraðar. Ég vil búa í samfélagi þar sem fólk axlar ábyrgð á gjörðum sínum. En ég vil enn frekar búa í samfélagi þar sem ofbeldi er ekki grasserandi samfélagsmein. Kynjahlutverk og ranghugmyndir um samskipti á milli kynja er svo annað. Öllu máli skiptir að vandinn sé uppi á borði. Fyrir allra augum. Þannig og aðeins þannig getum við ráðið niðurlögum þessa faraldurs. Og fyrir mína parta er það löngu tímabært. Hættum þessari meðvirkni takk og komum í veg fyrir að það þurfi enn eina bylgjuna. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar