Stærstu gróðureldar á jörðinni loga í Síberíu Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2021 14:53 Slökkviliðsmenn virða fyrir sér eld sem logar nærri þorpinu Kjújorelyjakh vestur af Jakútíu í síðustu viku. Rýma hefur þurft fjölda þorpa vegna eldanna. AP/Ivan Nikiforov Gróðureldar sem nú loga á þúsundum ferkílómetra lands í Síberíu eru stærri en allir aðrir gróðureldar sem loga á jörðinni. Rússnesk yfirvöld berjast nú við fleiri en 190 skógarelda en tugir annarra elda fá að loga óáreittir fjarri mannabyggð. Loka hefur þurft flugvöllum og vegum og rýma byggð vegna eldanna víðsvegar um Síberíu í sumar. Reyk frá eldunum hefur lagt alla leið yfir norðurpólinn. AP-fréttastofan hefur eftir neyðarstarfsmönnum í Irkútsk að reykur liggi nú yfir 736 þorpum og níu borgum í héraðinu og nágrannahéraðinu Jakútíu. Í Krasnojarsk, vestur af Irkútsk, segja yfirvöld að 944 þorp og bæir séu umluktir reyk frá eldunum sem loga í Jakútíu. Washington Post segir að gróðureldatímabilið í Rússlandi sé eitt það versta í manna minnum og það verði mögulega verra en metárið 2012. Eldarnir í Síberíu nú eru stærri en þeir sem hafa logað í Grikklandi, Tyrklandi, Ítalíu, Bandaríkjunum og Kanada samanlagt. Fleiri en 8.600 slökkviliðsmenn, landbúnaðarverkamenn, hermenn og aðrir viðbragðsaðilar berjast við skógarelda sem hafa brunnið á landsvæði sem er nærri því tvöfalt stærra en Austurríki, meira en 161 þúsund ferkílómetrar, frá byrjun ársins, samkvæmt upplýsingum náttúrunverndarsamtakanna Grænfriðunga. Þær byggja á gögnum frá slökkviliðum sem glíma við eldana. Rússnesk yfirvöld leyfa á sama tíma 69 eldum að brenna hindrunarlaust vegna þess að það er of erftt að glíma við þá eða vegna þess að þeir ógna ekki byggð eða innviðum. Þeir eldar eru sagðir hafa brunnið á meira en 20.700 kílómetrum lands. Hitamet slegin og lítil úrkoma Jelena Volusjúk, veðurfræðingur hjá Fobos-veðurmiðstöðinni, segir að lítil úrkoma og óvenjuleg hlýindi á þessu ári knýi eldana í Jakútíu. „Við og við í sumar hafa hitamet verið slegin í Sakha-lýðveldinu,“ segir Volosjúk við AP en Sakha er annað nafn á Jakútíu. Varað var við því að hnattræn hlýnun af völdum manna ylli nú þegar vaxandi veðuröfgum og aftakaatburðum eins og hitabylgjum, þurrkum og gróðureldum. Í Rússlandi má reikna með að sumrin verði enn þurrari og heitari með áframhaldandi hlýnun. Gróður- og skógareldar eru árlegur viðburður í Síberíu en umhverfisverndarsinnar saka rússnesk stjórnvöld um að þagga niður eða gera lítið úr umfangi eldanna og vaxandi hættu vegna manngerðrar hlýnunar. „Í fleiri ár hafa embættismenn og álitsgjafar sagt að eldarnir væru eðlilegir, að barrskógarbeltið brenni alltaf og að það sé engin ástæða til að gera veður úr því. Fólk er vant þessu,“ segir Alexei Jarosjenkó, skógfræðingur hjá Grænfriðungum í Rússlandi við Washington Post. Eldarnir loga í skógi sem vex hægt og er viðkvæmur fyrir eldi. Jarosjenkó segir áhrif eldanna á umhverfið því gríðarleg. Gríðarlegt magn kolefnis er bundið í skóginum sem brennur. Þegar það sleppur út í andrúmsloftið eykur það enn gróðurhúsaáhrifin sem valda enn meiri hlýnun á jörðinni. Rústir þorpsins Bjas-Kuel sem varð gróðureldi að bráð í síðustu viku. Allir íbúar þorpsins voru fluttir burt.AP/NewsYkt Gríðarlegir eldar ár eftir ár Miklir gróðureldar brunnu einnig í Síberíu í fyrra en hitinn í júní var um fimm gráðum hærri en í meðalári þar. Methitinn í fyrra og tvö sumur þar á undan skapaði þá kjöraðstæður fyrir eldana að breiðast út. Aisen Nikolaev, héraðsstjóri Jakútíu, sagðist telja að loftslagsbreytingar væru aðalástæða eldanna í síðustu viku. „Við lifum nú heitustu og þurrustu sumur í sögu veðurathugana frá lokum 20. aldarinnar,“ sagði hann við RIA Novosti-fréttastofuna. Uppfært 12.8.2021 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar stóð ranglega að eldarnir í Síberíu í ár hefðu brunnið á svæði sem væri nærri því tvöfalt stærra en Ástralía. Það rétta er að svæðið er næstum því tvöfalt stærra en Austurríki. Rússland Náttúruhamfarir Loftslagsmál Tengdar fréttir Miklir skógareldar í Síberíu Umfangsmiklir skógareldar loga nú víðsvegar í Rússlandi en flestir þeirra eru í Síberíu. Mikil hitabylgja gengur nú yfir svæðið og er það sagt hafa leitt til umfangsmeiri skógarelda en gengur og gerist. 20. júlí 2021 12:05 Minnst 65 fórust í umfangsmiklum eldum í Alsír Minnst 65 dóu vegna umfangsmikilla skógarelda í Alsír í gær. Þar á meðal voru 28 hermenn sem voru að hjálpa við slökkvistarf og brottflutning íbúa í Kabylie-héraði. Smærri eldar loga í minnst sextán öðrum héruðum landsins. 11. ágúst 2021 10:59 Þúsundir flýja heimili sín vegna eldanna og losun koltvísýrings afar mikil Mörg þúsund hafa flúið heimili sín á grísku eyjunni Evia í gær og í dag þar sem ekkert lát er á einhverjum verstu gróðureldum í manna minnum. Eldar loga enn í Síberíu, Tyrklandi og Kaliforníu. Veðurfræðingur segir losun koltvísýrings vegna eldanna afar mikla. 9. ágúst 2021 12:20 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin grín-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Loka hefur þurft flugvöllum og vegum og rýma byggð vegna eldanna víðsvegar um Síberíu í sumar. Reyk frá eldunum hefur lagt alla leið yfir norðurpólinn. AP-fréttastofan hefur eftir neyðarstarfsmönnum í Irkútsk að reykur liggi nú yfir 736 þorpum og níu borgum í héraðinu og nágrannahéraðinu Jakútíu. Í Krasnojarsk, vestur af Irkútsk, segja yfirvöld að 944 þorp og bæir séu umluktir reyk frá eldunum sem loga í Jakútíu. Washington Post segir að gróðureldatímabilið í Rússlandi sé eitt það versta í manna minnum og það verði mögulega verra en metárið 2012. Eldarnir í Síberíu nú eru stærri en þeir sem hafa logað í Grikklandi, Tyrklandi, Ítalíu, Bandaríkjunum og Kanada samanlagt. Fleiri en 8.600 slökkviliðsmenn, landbúnaðarverkamenn, hermenn og aðrir viðbragðsaðilar berjast við skógarelda sem hafa brunnið á landsvæði sem er nærri því tvöfalt stærra en Austurríki, meira en 161 þúsund ferkílómetrar, frá byrjun ársins, samkvæmt upplýsingum náttúrunverndarsamtakanna Grænfriðunga. Þær byggja á gögnum frá slökkviliðum sem glíma við eldana. Rússnesk yfirvöld leyfa á sama tíma 69 eldum að brenna hindrunarlaust vegna þess að það er of erftt að glíma við þá eða vegna þess að þeir ógna ekki byggð eða innviðum. Þeir eldar eru sagðir hafa brunnið á meira en 20.700 kílómetrum lands. Hitamet slegin og lítil úrkoma Jelena Volusjúk, veðurfræðingur hjá Fobos-veðurmiðstöðinni, segir að lítil úrkoma og óvenjuleg hlýindi á þessu ári knýi eldana í Jakútíu. „Við og við í sumar hafa hitamet verið slegin í Sakha-lýðveldinu,“ segir Volosjúk við AP en Sakha er annað nafn á Jakútíu. Varað var við því að hnattræn hlýnun af völdum manna ylli nú þegar vaxandi veðuröfgum og aftakaatburðum eins og hitabylgjum, þurrkum og gróðureldum. Í Rússlandi má reikna með að sumrin verði enn þurrari og heitari með áframhaldandi hlýnun. Gróður- og skógareldar eru árlegur viðburður í Síberíu en umhverfisverndarsinnar saka rússnesk stjórnvöld um að þagga niður eða gera lítið úr umfangi eldanna og vaxandi hættu vegna manngerðrar hlýnunar. „Í fleiri ár hafa embættismenn og álitsgjafar sagt að eldarnir væru eðlilegir, að barrskógarbeltið brenni alltaf og að það sé engin ástæða til að gera veður úr því. Fólk er vant þessu,“ segir Alexei Jarosjenkó, skógfræðingur hjá Grænfriðungum í Rússlandi við Washington Post. Eldarnir loga í skógi sem vex hægt og er viðkvæmur fyrir eldi. Jarosjenkó segir áhrif eldanna á umhverfið því gríðarleg. Gríðarlegt magn kolefnis er bundið í skóginum sem brennur. Þegar það sleppur út í andrúmsloftið eykur það enn gróðurhúsaáhrifin sem valda enn meiri hlýnun á jörðinni. Rústir þorpsins Bjas-Kuel sem varð gróðureldi að bráð í síðustu viku. Allir íbúar þorpsins voru fluttir burt.AP/NewsYkt Gríðarlegir eldar ár eftir ár Miklir gróðureldar brunnu einnig í Síberíu í fyrra en hitinn í júní var um fimm gráðum hærri en í meðalári þar. Methitinn í fyrra og tvö sumur þar á undan skapaði þá kjöraðstæður fyrir eldana að breiðast út. Aisen Nikolaev, héraðsstjóri Jakútíu, sagðist telja að loftslagsbreytingar væru aðalástæða eldanna í síðustu viku. „Við lifum nú heitustu og þurrustu sumur í sögu veðurathugana frá lokum 20. aldarinnar,“ sagði hann við RIA Novosti-fréttastofuna. Uppfært 12.8.2021 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar stóð ranglega að eldarnir í Síberíu í ár hefðu brunnið á svæði sem væri nærri því tvöfalt stærra en Ástralía. Það rétta er að svæðið er næstum því tvöfalt stærra en Austurríki.
Rússland Náttúruhamfarir Loftslagsmál Tengdar fréttir Miklir skógareldar í Síberíu Umfangsmiklir skógareldar loga nú víðsvegar í Rússlandi en flestir þeirra eru í Síberíu. Mikil hitabylgja gengur nú yfir svæðið og er það sagt hafa leitt til umfangsmeiri skógarelda en gengur og gerist. 20. júlí 2021 12:05 Minnst 65 fórust í umfangsmiklum eldum í Alsír Minnst 65 dóu vegna umfangsmikilla skógarelda í Alsír í gær. Þar á meðal voru 28 hermenn sem voru að hjálpa við slökkvistarf og brottflutning íbúa í Kabylie-héraði. Smærri eldar loga í minnst sextán öðrum héruðum landsins. 11. ágúst 2021 10:59 Þúsundir flýja heimili sín vegna eldanna og losun koltvísýrings afar mikil Mörg þúsund hafa flúið heimili sín á grísku eyjunni Evia í gær og í dag þar sem ekkert lát er á einhverjum verstu gróðureldum í manna minnum. Eldar loga enn í Síberíu, Tyrklandi og Kaliforníu. Veðurfræðingur segir losun koltvísýrings vegna eldanna afar mikla. 9. ágúst 2021 12:20 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin grín-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Miklir skógareldar í Síberíu Umfangsmiklir skógareldar loga nú víðsvegar í Rússlandi en flestir þeirra eru í Síberíu. Mikil hitabylgja gengur nú yfir svæðið og er það sagt hafa leitt til umfangsmeiri skógarelda en gengur og gerist. 20. júlí 2021 12:05
Minnst 65 fórust í umfangsmiklum eldum í Alsír Minnst 65 dóu vegna umfangsmikilla skógarelda í Alsír í gær. Þar á meðal voru 28 hermenn sem voru að hjálpa við slökkvistarf og brottflutning íbúa í Kabylie-héraði. Smærri eldar loga í minnst sextán öðrum héruðum landsins. 11. ágúst 2021 10:59
Þúsundir flýja heimili sín vegna eldanna og losun koltvísýrings afar mikil Mörg þúsund hafa flúið heimili sín á grísku eyjunni Evia í gær og í dag þar sem ekkert lát er á einhverjum verstu gróðureldum í manna minnum. Eldar loga enn í Síberíu, Tyrklandi og Kaliforníu. Veðurfræðingur segir losun koltvísýrings vegna eldanna afar mikla. 9. ágúst 2021 12:20