Fimm nú á gjörgæslu og þar af tveir í öndunarvél Eiður Þór Árnason skrifar 11. ágúst 2021 14:33 Áfram fjölgar sjúklingum með Covid-19 á Landspítalanum. vísir/vilhelm Nú eru alls 29 sjúklingar inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19 og þar af fimm á gjörgæslu. Tveir þeirra eru í öndunarvél. Fjölgað hefur um einn á gjörgæslu og tvo á bráðadeildum frá klukkan 15 í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd Landspítala. Af fimm einstaklingum á gjörgæslu eru tveir óbólusettir. Sjö af 24 sjúklingum á bráðadeildum eru sömuleiðis óbólusettir en þeir sem eru í öndunarvél hafa hlotið bólusetningu. Alls hafa 63 sjúklingar lagst inn á Landspítalann með Covid-19 í fjórðu bylgju faraldursins. Um 40 prósent þeirra eru óbólusettir. Níu hafa þurft gjörgæslustuðning og eru fimm þeirra fullbólusettir. Spítalinn er áfram á hættustigi sem er annað af þremur viðbragðsstigum Landspítalans. Nú eru 1.383, þar af 303 börn, í eftirliti á Covid-göngudeild spítalans og hefur fækkað nokkuð. Einn er á rauðu en 42 einstaklingar flokkast gulir og þurfa nánara eftirlit. 20 starfsmenn spítalans eru með Covid-19, ellefu eru í sóttkví A og 69 í sóttkví C. Þórólfur fylgist vel með stöðunni á spítalanum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti í gær til stæði að framlengja gildandi sóttvarnatakmarkanir innanlands um tvær vikur að tillögu sóttvarnalæknis. Verður 200 manna samkomubann og eins metra nálægðarregla því í gildi til og með 27. ágúst. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að hann fylgist nú vel með stöðunni á Landspítala og sé reiðubúinn að leggja til harðari aðgerðir innanlands ef faraldurinn reynist honum ofviða. „Ég held að við hefðum þurft að herða aðgerðir ef spítalinn telur að hann sé kominn á neyðarstig eða ráði ekki við það sem er að gerast, þá þarf sjálfsagt að herða. Þannig að ég held að þess vegna hafi kannski ekki verið ástæða til að fara í þær aðgerðir núna,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53 Minnst 84 greindust innanlands í gær Í gær greindust hið minnsta 84 einstaklingar innanlands með Covid-19. 60 voru utan sóttkvíar við greiningu. Eru nú 1.376 í einangrun og 1.755 í sóttkví hér á landi. 11. ágúst 2021 10:50 Tveir fullbólusettir bættust á gjörgæslu Þeim sem lagst hafa inn á gjörgæslu á Landspítalanum í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins hefur fjölgað úr sex í átta í dag. Þetta má ráða úr tilkynningu sem spítalinn sendi frá sér í dag. 10. ágúst 2021 21:30 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Fjölgað hefur um einn á gjörgæslu og tvo á bráðadeildum frá klukkan 15 í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd Landspítala. Af fimm einstaklingum á gjörgæslu eru tveir óbólusettir. Sjö af 24 sjúklingum á bráðadeildum eru sömuleiðis óbólusettir en þeir sem eru í öndunarvél hafa hlotið bólusetningu. Alls hafa 63 sjúklingar lagst inn á Landspítalann með Covid-19 í fjórðu bylgju faraldursins. Um 40 prósent þeirra eru óbólusettir. Níu hafa þurft gjörgæslustuðning og eru fimm þeirra fullbólusettir. Spítalinn er áfram á hættustigi sem er annað af þremur viðbragðsstigum Landspítalans. Nú eru 1.383, þar af 303 börn, í eftirliti á Covid-göngudeild spítalans og hefur fækkað nokkuð. Einn er á rauðu en 42 einstaklingar flokkast gulir og þurfa nánara eftirlit. 20 starfsmenn spítalans eru með Covid-19, ellefu eru í sóttkví A og 69 í sóttkví C. Þórólfur fylgist vel með stöðunni á spítalanum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti í gær til stæði að framlengja gildandi sóttvarnatakmarkanir innanlands um tvær vikur að tillögu sóttvarnalæknis. Verður 200 manna samkomubann og eins metra nálægðarregla því í gildi til og með 27. ágúst. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að hann fylgist nú vel með stöðunni á Landspítala og sé reiðubúinn að leggja til harðari aðgerðir innanlands ef faraldurinn reynist honum ofviða. „Ég held að við hefðum þurft að herða aðgerðir ef spítalinn telur að hann sé kominn á neyðarstig eða ráði ekki við það sem er að gerast, þá þarf sjálfsagt að herða. Þannig að ég held að þess vegna hafi kannski ekki verið ástæða til að fara í þær aðgerðir núna,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu í dag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53 Minnst 84 greindust innanlands í gær Í gær greindust hið minnsta 84 einstaklingar innanlands með Covid-19. 60 voru utan sóttkvíar við greiningu. Eru nú 1.376 í einangrun og 1.755 í sóttkví hér á landi. 11. ágúst 2021 10:50 Tveir fullbólusettir bættust á gjörgæslu Þeim sem lagst hafa inn á gjörgæslu á Landspítalanum í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins hefur fjölgað úr sex í átta í dag. Þetta má ráða úr tilkynningu sem spítalinn sendi frá sér í dag. 10. ágúst 2021 21:30 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53
Minnst 84 greindust innanlands í gær Í gær greindust hið minnsta 84 einstaklingar innanlands með Covid-19. 60 voru utan sóttkvíar við greiningu. Eru nú 1.376 í einangrun og 1.755 í sóttkví hér á landi. 11. ágúst 2021 10:50
Tveir fullbólusettir bættust á gjörgæslu Þeim sem lagst hafa inn á gjörgæslu á Landspítalanum í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins hefur fjölgað úr sex í átta í dag. Þetta má ráða úr tilkynningu sem spítalinn sendi frá sér í dag. 10. ágúst 2021 21:30