Beyoncé uppgötvaði CBD og reisir nú hamprækt Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 11. ágúst 2021 17:13 Stórstjarnan Beyoncé fer yfir ferilinn í viðtali við tímaritið Harpers Baazar í tilefni af fjörutíu ára afmæli sínu þann 4. september næstkomandi. Getty/Kevin Winter Stórstjarnan Beyoncé uppgötvaði CBD á síðasta tónleikaferðalagi sínu og er nú að byggja sinn eigin búgarð þar sem hún mun rækta hamp og hunang. Tónlistarkonan fagnar 40 ára afmæli sínu í næsta mánuði og gerir upp áratugina fjóra í forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði af tímaritinu Harpers Bazaar. Söngkonan fagnar stórafmælinu þann 4. september næstkomandi. Að sögn blaðamanns Harpers Bazaar, Kaitlyn Greenidge, er Beyoncé löngu orðin meira en bara tónlistarkona - hún er menningarlegt afl. „Ég var farin að keppa í dansi og söng þegar ég var sjö ára gömul. Þegar ég var á sviði þá leið mér öruggri. Ég var gjarnan eina stelpan sem var dökk á hörund og vissi að ég þyrfti því að leggja tvisvar sinnum harðar að mér.“ Hún segir fyrstu tíu ár ævi sinnar hafa farið í það að dreyma. Hún segist hafa verið afar innhverf og mjög þögul. Hún segir skólafélagana ekki hafa haft hugmynd um að hún gæti sungið, enda talaði hún varla. Söng of mikið og hélt að ferillinn væri búinn „Ég er ekki feimin lengur, en ég er ekki viss um að ég hefði eins stóra drauma í dag ef það hefði ekki verið fyrir þessi vandræðalegu ár þar sem ég var svona mikið inn á við.“ Níu ára gömul var hún farin að sækja söngtíma hjá óperusöngkonu og tíu ára gömul hafði hún tekið upp að minnsta kosti 50-60 lög í hljóðveri. Það varð til þess að hún hlaut skaða á röddinni aðeins þrettán ára gömul eftir að hafa sungið of mikið. „Við vorum nýbúin að landa okkar fyrsta plötusamningi. Ég var hrædd um að ég væri komin með hnúta og að ég hefði eyðilagt röddina mína og ferillinn minn væri þar með búinn. Læknarnir létu mig hvíla röddina allt sumarið og ég var orðin þögul á ný.“ View this post on Instagram A post shared by Beyonce (@beyonce) Þá segir hún unglingsárin hafa farið í strit og púl. Hún segir ekki nóg að hafa markmið heldur verði maður líka að leggja inn vinnuna. „Öll mín orka fór í Destiny's Child og þann draum okkar að landa plötusamningi og verða tónlistarmenn. Ef það var eitthvað sem var ekki að hjálpa mér að ná því markmiði, þá eyddi ég ekki tíma í það. Ég fórnaði mörgu og flúði frá öllu sem gat mögulega truflað mig.“ Hún segist hafa fundið fyrir utanaðkomandi pressu og öllum augunum sem voru á henni, bíðandi eftir því að hún myndi detta eða mistakast. „En ég vildi brjóta niður allar staðalmyndir sem ríkja um stjörnur sem eru dökkar á hörund, hvort sem það væri að falla í gryfju fíkniefna og áfengis eða þann misskilning að svartar konur séu svo reiðar.“ Var ráðlagt að birta ekki myndefni í svarthvítu en lét ekki segjast Á fjörutíu árum hefur hún afrekað margt og er óhætt að segja að hún sé ein áhrifamesta kona heims. Ásamt því að vera tónlistarkona, rekur hún fyrirtækið Parkwood Entertainment, fatalínuna IVY PARK og góðgerðafélagið BeyGOOD. „Ég vissi að mér hefði hlotnast ótrúlegt tækifæri. Ég hafði bara eitt tækifæri og ég neitaði að mistakast.“ Hún fann það snemma að hún vildi ekki láta stjórna sér. Til dæmis var henni ráðlagt að birta ekki svarthvítar myndir af sér þar sem kannanir hefðu sýnt að aðdáendur hennar fíluðu ekki þegar hún birtist í svarthvítu. Beyoncé lét ekki segjast og gerði tónlistarmyndbönd við smellina Single Ladies og If I Were a Boy í svarthvítu. Þá var allt myndefni fyrir plötuna I am Sasha Fierce í svarthvítu. Lögin tvö og platan skiluðu henni einum allra besta árangri sem hún hefur náð. View this post on Instagram A post shared by Beyonce (@beyonce) Tónlistarkonan segir fertugsaldurinn hafa farið í það að stofna fjölskyldu. Hún á þrjú börn, hina níu ára gömlu Blue Ivy og fjögurra ára gömlu tvíburanna Rumi og Sir með eiginmanni sínum Jay-Z. Hún segir ósk sína og væntingar fyrir fimmtugsaldurinn vera að hafa gaman og vera frjáls. „Ég hef eytt svo miklum tíma í að reyna verða betri, en nú er ég komin á stað þar sem ég hef ekki lengur þörf til þess að keppa við mig. Ég hef enga ástæðu til þess að líta til baka.“ Hún segir að með aldrinum hafi hún fundið fyrir mikilvægi þess að hugsa vel um sig og hlúa að sjálfri sér. „Ég hef ekki alltaf sett sjálfa mig í fyrsta sæti. Ég hef glímt við mikið svefnleysi eftir að hafa verið á tónleikaferðalagi meira en helming ævi minnar. Ég hef dansað í hælaskóm í mörg ár og lagt mikið álag á hárið mitt og húðina mína með hárspreyi, hárlit, krullujárnum og miklu magni af förðunarvörum á meðan ég svitna á sviðinu.“ „Líkaminn segir þér allt sem þú þarft að vita, en þú þarft að læra að hlusta.“ Áður fyrr hélt hún að það að hugsa vel um sjálfa sig þýddi að vera í stöðugri megrun og að vera of meðvituð um líkama sinn. „Heilsan mín, hvernig mér líður þegar ég vakna, hugarfarið mitt, hversu oft ég brosi, hvernig ég næri huga minn og líkama, það er það sem ég einblíni á í dag. Líkaminn segir þér allt sem þú þarft að vita, en þú þarft að læra að hlusta.“ Á síðasta tónleikaferðalagi uppgötvaði Beyoncé efnið CBD. Hún segir það hafa hjálpað henni mikið með eymsli, bólgur og svefnleysið. Þá segist hún einnig hafa uppgötvað græðandi eiginleika hunangs og er hún um þessar mundir að reisa sinn eigin búgarð þar sem hún mun rækta hunang og hamp. „Það er svo margt sem mig langar til þess að deila og það er ennþá meira væntanlegt. Eftir 31 ár er ennþá jafn spennandi að taka upp tónlist eins og það var þegar ég var níu ára gömul,“ segir söngkonan og uppljóstrar því að ný tónlist sé væntanleg. View this post on Instagram A post shared by Beyonce (@beyonce) Hollywood Tónlist Bandaríkin Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Fleiri fréttir Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Sjá meira
Söngkonan fagnar stórafmælinu þann 4. september næstkomandi. Að sögn blaðamanns Harpers Bazaar, Kaitlyn Greenidge, er Beyoncé löngu orðin meira en bara tónlistarkona - hún er menningarlegt afl. „Ég var farin að keppa í dansi og söng þegar ég var sjö ára gömul. Þegar ég var á sviði þá leið mér öruggri. Ég var gjarnan eina stelpan sem var dökk á hörund og vissi að ég þyrfti því að leggja tvisvar sinnum harðar að mér.“ Hún segir fyrstu tíu ár ævi sinnar hafa farið í það að dreyma. Hún segist hafa verið afar innhverf og mjög þögul. Hún segir skólafélagana ekki hafa haft hugmynd um að hún gæti sungið, enda talaði hún varla. Söng of mikið og hélt að ferillinn væri búinn „Ég er ekki feimin lengur, en ég er ekki viss um að ég hefði eins stóra drauma í dag ef það hefði ekki verið fyrir þessi vandræðalegu ár þar sem ég var svona mikið inn á við.“ Níu ára gömul var hún farin að sækja söngtíma hjá óperusöngkonu og tíu ára gömul hafði hún tekið upp að minnsta kosti 50-60 lög í hljóðveri. Það varð til þess að hún hlaut skaða á röddinni aðeins þrettán ára gömul eftir að hafa sungið of mikið. „Við vorum nýbúin að landa okkar fyrsta plötusamningi. Ég var hrædd um að ég væri komin með hnúta og að ég hefði eyðilagt röddina mína og ferillinn minn væri þar með búinn. Læknarnir létu mig hvíla röddina allt sumarið og ég var orðin þögul á ný.“ View this post on Instagram A post shared by Beyonce (@beyonce) Þá segir hún unglingsárin hafa farið í strit og púl. Hún segir ekki nóg að hafa markmið heldur verði maður líka að leggja inn vinnuna. „Öll mín orka fór í Destiny's Child og þann draum okkar að landa plötusamningi og verða tónlistarmenn. Ef það var eitthvað sem var ekki að hjálpa mér að ná því markmiði, þá eyddi ég ekki tíma í það. Ég fórnaði mörgu og flúði frá öllu sem gat mögulega truflað mig.“ Hún segist hafa fundið fyrir utanaðkomandi pressu og öllum augunum sem voru á henni, bíðandi eftir því að hún myndi detta eða mistakast. „En ég vildi brjóta niður allar staðalmyndir sem ríkja um stjörnur sem eru dökkar á hörund, hvort sem það væri að falla í gryfju fíkniefna og áfengis eða þann misskilning að svartar konur séu svo reiðar.“ Var ráðlagt að birta ekki myndefni í svarthvítu en lét ekki segjast Á fjörutíu árum hefur hún afrekað margt og er óhætt að segja að hún sé ein áhrifamesta kona heims. Ásamt því að vera tónlistarkona, rekur hún fyrirtækið Parkwood Entertainment, fatalínuna IVY PARK og góðgerðafélagið BeyGOOD. „Ég vissi að mér hefði hlotnast ótrúlegt tækifæri. Ég hafði bara eitt tækifæri og ég neitaði að mistakast.“ Hún fann það snemma að hún vildi ekki láta stjórna sér. Til dæmis var henni ráðlagt að birta ekki svarthvítar myndir af sér þar sem kannanir hefðu sýnt að aðdáendur hennar fíluðu ekki þegar hún birtist í svarthvítu. Beyoncé lét ekki segjast og gerði tónlistarmyndbönd við smellina Single Ladies og If I Were a Boy í svarthvítu. Þá var allt myndefni fyrir plötuna I am Sasha Fierce í svarthvítu. Lögin tvö og platan skiluðu henni einum allra besta árangri sem hún hefur náð. View this post on Instagram A post shared by Beyonce (@beyonce) Tónlistarkonan segir fertugsaldurinn hafa farið í það að stofna fjölskyldu. Hún á þrjú börn, hina níu ára gömlu Blue Ivy og fjögurra ára gömlu tvíburanna Rumi og Sir með eiginmanni sínum Jay-Z. Hún segir ósk sína og væntingar fyrir fimmtugsaldurinn vera að hafa gaman og vera frjáls. „Ég hef eytt svo miklum tíma í að reyna verða betri, en nú er ég komin á stað þar sem ég hef ekki lengur þörf til þess að keppa við mig. Ég hef enga ástæðu til þess að líta til baka.“ Hún segir að með aldrinum hafi hún fundið fyrir mikilvægi þess að hugsa vel um sig og hlúa að sjálfri sér. „Ég hef ekki alltaf sett sjálfa mig í fyrsta sæti. Ég hef glímt við mikið svefnleysi eftir að hafa verið á tónleikaferðalagi meira en helming ævi minnar. Ég hef dansað í hælaskóm í mörg ár og lagt mikið álag á hárið mitt og húðina mína með hárspreyi, hárlit, krullujárnum og miklu magni af förðunarvörum á meðan ég svitna á sviðinu.“ „Líkaminn segir þér allt sem þú þarft að vita, en þú þarft að læra að hlusta.“ Áður fyrr hélt hún að það að hugsa vel um sjálfa sig þýddi að vera í stöðugri megrun og að vera of meðvituð um líkama sinn. „Heilsan mín, hvernig mér líður þegar ég vakna, hugarfarið mitt, hversu oft ég brosi, hvernig ég næri huga minn og líkama, það er það sem ég einblíni á í dag. Líkaminn segir þér allt sem þú þarft að vita, en þú þarft að læra að hlusta.“ Á síðasta tónleikaferðalagi uppgötvaði Beyoncé efnið CBD. Hún segir það hafa hjálpað henni mikið með eymsli, bólgur og svefnleysið. Þá segist hún einnig hafa uppgötvað græðandi eiginleika hunangs og er hún um þessar mundir að reisa sinn eigin búgarð þar sem hún mun rækta hunang og hamp. „Það er svo margt sem mig langar til þess að deila og það er ennþá meira væntanlegt. Eftir 31 ár er ennþá jafn spennandi að taka upp tónlist eins og það var þegar ég var níu ára gömul,“ segir söngkonan og uppljóstrar því að ný tónlist sé væntanleg. View this post on Instagram A post shared by Beyonce (@beyonce)
Hollywood Tónlist Bandaríkin Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Fleiri fréttir Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Sjá meira