Óánægja með skeiðar og rör úr pappa Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 11. ágúst 2021 19:31 Nokkurrar óánægju virðist gæta meðal neytenda með nýjar pappaskeiðar og papparör sem hafa komið í stað einnota plastáhalda. Markaðsstjóri MS segir fleiri breytingar væntanlegar á næstunni til að minnka plast í umbúðum. Hvarf gömlu góðu plaströranna, sem fylgt hafa hinum ýmsu drykkjarvörum, hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum. Við þeim hafa tekið við papparör, pökkuð inn í pappaumbúðir. Og í þessum töluðu orðum eru pappaskeiðar að taka við af plastskeiðum með ýmsum vörum á borð við skyr og jógúrt. Enn er eitthvað um plastáhöld af þessu tagi selt með vörum í búðum en það er vegna þess að verið er að klára gamlan lager af þeim áður en pappinn tekur endanlega við. Út með plast og inn með pappa.vísir/óttar Skýringin á þessu er bann við einnota plastvörum af ýmsu tagi sem var innleitt á Íslandi í síðasta mánuði eftir tilskipun Evrópusambandsins. Ýmsir neytendur virðast þó ósáttir með breytingarnar og hafa kvartað undan þeim á samfélagsmiðlum: Ákveðin upplifun að drekka kókómjólk með plaströri Vísir kíkti í heimsókn í verksmiðju MS og hitti þar Guðnýju Steinsdóttur, markaðsstjóra fyrirtækisins. Hún segir að fyrirtækið hafi tekið eftir einhverri óánægju með breytinguna en voni þó að flestir verði fljótir að venjast henni: „Við höfum svona heyrt eitthvað af því og við höfum lagt mikla áherslu á það að finna sem bestar lausnir, bæði í papparörum og pappaskeiðum. Af því að við vitum að auðvitað eru plaströr og plastskeiðar mun þægilegri í notkun,“ segir hún. Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS.stöð 2 Hafiði áhyggjur af því að varan sé ekki að skila sér eins til neytenda? „Auðvitað erum við að fylgjast með því. Og við vitum alveg að það er ákveðin upplifun að drekka til dæmis kókómjólk og hvernig hún kemur upp í munninn í gegn um plaströrið. Þannig við erum alveg að fylgjast með því, já,“ svarar Guðný. Stjórnendur MS á fundi:Framkvæmdarstjórinn: „Við erum með vöru sem selur sig sjálf og hefur gert í 50-60 ár. Hvernig getum við pirrað 99% kúnna okkar það mikið að þeir hætti að kaupa vöruna?”Sölustjórinn: „Ég er með hugmynd” pic.twitter.com/F7jJB8ntCk— Benedikt Gretarsson (@bennigretars) August 8, 2021 „En eins og ég segi, allavega á þessum tímapunkti erum við að vonast til að hafa fundið bestu lausnina en erum að fylgjast með því sem neytendur segja við okkur." Er þetta síðasta skrefið eða eru fleiri breytingar í vændum? „Alls ekki síðasta skrefið, nei, og við erum auðvitað bara að skoða það sem er að gerast erlendis og fylgjast vel með því sem er að gerast í umbúðamálum,“ segir Guðný. Pappaskeið fest í plastlok með plastfilmu... Þetta ætti þó að breytast á næstunni þegar MS fleygir burtu plastlokum af ýmsum vörum sínum.vísir/óttar Hún fullvissar blaðamann þá um að næsta skref verði að losa ýmsar vörur við plastlok en mörgum hefur þótt það skjóta ansi skökku við að litla pappaskeiðin sem fylgir skyrinu sé pakkað inn í plastumbúðir sem eru mun fyrirferðameiri en skeiðin sjálf. Neytendur Matvælaframleiðsla Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Hvarf gömlu góðu plaströranna, sem fylgt hafa hinum ýmsu drykkjarvörum, hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum. Við þeim hafa tekið við papparör, pökkuð inn í pappaumbúðir. Og í þessum töluðu orðum eru pappaskeiðar að taka við af plastskeiðum með ýmsum vörum á borð við skyr og jógúrt. Enn er eitthvað um plastáhöld af þessu tagi selt með vörum í búðum en það er vegna þess að verið er að klára gamlan lager af þeim áður en pappinn tekur endanlega við. Út með plast og inn með pappa.vísir/óttar Skýringin á þessu er bann við einnota plastvörum af ýmsu tagi sem var innleitt á Íslandi í síðasta mánuði eftir tilskipun Evrópusambandsins. Ýmsir neytendur virðast þó ósáttir með breytingarnar og hafa kvartað undan þeim á samfélagsmiðlum: Ákveðin upplifun að drekka kókómjólk með plaströri Vísir kíkti í heimsókn í verksmiðju MS og hitti þar Guðnýju Steinsdóttur, markaðsstjóra fyrirtækisins. Hún segir að fyrirtækið hafi tekið eftir einhverri óánægju með breytinguna en voni þó að flestir verði fljótir að venjast henni: „Við höfum svona heyrt eitthvað af því og við höfum lagt mikla áherslu á það að finna sem bestar lausnir, bæði í papparörum og pappaskeiðum. Af því að við vitum að auðvitað eru plaströr og plastskeiðar mun þægilegri í notkun,“ segir hún. Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS.stöð 2 Hafiði áhyggjur af því að varan sé ekki að skila sér eins til neytenda? „Auðvitað erum við að fylgjast með því. Og við vitum alveg að það er ákveðin upplifun að drekka til dæmis kókómjólk og hvernig hún kemur upp í munninn í gegn um plaströrið. Þannig við erum alveg að fylgjast með því, já,“ svarar Guðný. Stjórnendur MS á fundi:Framkvæmdarstjórinn: „Við erum með vöru sem selur sig sjálf og hefur gert í 50-60 ár. Hvernig getum við pirrað 99% kúnna okkar það mikið að þeir hætti að kaupa vöruna?”Sölustjórinn: „Ég er með hugmynd” pic.twitter.com/F7jJB8ntCk— Benedikt Gretarsson (@bennigretars) August 8, 2021 „En eins og ég segi, allavega á þessum tímapunkti erum við að vonast til að hafa fundið bestu lausnina en erum að fylgjast með því sem neytendur segja við okkur." Er þetta síðasta skrefið eða eru fleiri breytingar í vændum? „Alls ekki síðasta skrefið, nei, og við erum auðvitað bara að skoða það sem er að gerast erlendis og fylgjast vel með því sem er að gerast í umbúðamálum,“ segir Guðný. Pappaskeið fest í plastlok með plastfilmu... Þetta ætti þó að breytast á næstunni þegar MS fleygir burtu plastlokum af ýmsum vörum sínum.vísir/óttar Hún fullvissar blaðamann þá um að næsta skref verði að losa ýmsar vörur við plastlok en mörgum hefur þótt það skjóta ansi skökku við að litla pappaskeiðin sem fylgir skyrinu sé pakkað inn í plastumbúðir sem eru mun fyrirferðameiri en skeiðin sjálf.
Neytendur Matvælaframleiðsla Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“