Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. nóvember 2025 13:34 Bílastæðið var gjarnan þéttsetið fyrir breytingarnar. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur í Gnoðarvogi við Glæsibæ hafa hafið gjaldskyldu á bílastæðinu við íþróttahús félagsins. Framkvæmdastjóri segir að nauðsynlegt hafi verið að grípa til aðgerða, bílastæðið hafi verið vel sótt. Félagsmenn séu ánægðir og gjaldskyldan þegar farin að virka. Það eru íbúar í Langholtshverfi sem vekja athygli á því á Facebook-hópi íbúa að gjaldskylda sé hafin við bílastæði íþróttahússins þar sem gestir hafa um árabil skellt sér í badminton. Þar er birt mynd af tilkynningu við bílastæðið þar sem kemur fram að gjaldskylda hafi hafist þann 14. nóvember. Ástþór Þórhallsson framkvæmdastjóri TBR segir í samtali við Vísi að ástæða gjaldtökunnar sé einfaldlega sú að bílaplanið sé vel sótt og gjarnan yfirfullt. Það hafi reynst félagsmönnum og starfsfólki erfitt að fá stæði. „Og það er nú bara ástæðan fyrir þessu, að tryggja að okkar félagsmenn geti lagt hérna. Síðustu árin samhliða uppbyggingu í hverfinu höfum við átt erfitt með að fá stæði sjálf og því var þessi ákvörðun tekin,“ segir Ástþór. Fólk í öðrum erindagjörðum en badmintonerindagjörðum hafi gjarnan lagt í stæðin. Gestir TBR hallarinnar kannast eflaust margir við að hafa stundum séð skömmustulega gesti Glæsibæjar leggja á planinu.Vísir/Vilhelm Langflestir sáttir „Það eru langflestir félagsmenn ánægðir með þetta og síðan þetta fór upp höfum við séð mikla breytingu á nýtingu á stæðunum og í morgun þegar ég mætti var vissulega ansi tómt á bílastæðinu, ekki að maður vilji ekki að það sé í nýtingu en þetta er á okkar lóð og við sjáum um að reka bílastæðið, snjómokstur, viðhald, allt kostar þetta. Þetta er ekki gert í neinu öðru skyni en að passa upp á okkar félagsmenn og að þeir geti notað stæðin.“ Ástþór segir Gulur.is sjá um gjaldskylduna, það fyrirtæki hafi ýmsa kosti, ekki síst þá að það nýti sér Autopay.ie þannig ekki þurfi app til þess að greiða auk þess sem fyrirtækið innheimti ekki innheimtugjöld af eldri borgurum. „Þannig er hægt að fara inn á Autopay.io eftir á og greitt innan 48 klukkustunda, sem okkur finnst vera sanngjarnt. Þeir eru líka ekki með færslugjöld eins og Parka og EasyPark og líka með lægstu innheimtugjöldin.“ Ástþór segir breytingarnar hafa gefist vel. Vísir/Vilhelm Bílastæði Reykjavík Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Sjá meira
Það eru íbúar í Langholtshverfi sem vekja athygli á því á Facebook-hópi íbúa að gjaldskylda sé hafin við bílastæði íþróttahússins þar sem gestir hafa um árabil skellt sér í badminton. Þar er birt mynd af tilkynningu við bílastæðið þar sem kemur fram að gjaldskylda hafi hafist þann 14. nóvember. Ástþór Þórhallsson framkvæmdastjóri TBR segir í samtali við Vísi að ástæða gjaldtökunnar sé einfaldlega sú að bílaplanið sé vel sótt og gjarnan yfirfullt. Það hafi reynst félagsmönnum og starfsfólki erfitt að fá stæði. „Og það er nú bara ástæðan fyrir þessu, að tryggja að okkar félagsmenn geti lagt hérna. Síðustu árin samhliða uppbyggingu í hverfinu höfum við átt erfitt með að fá stæði sjálf og því var þessi ákvörðun tekin,“ segir Ástþór. Fólk í öðrum erindagjörðum en badmintonerindagjörðum hafi gjarnan lagt í stæðin. Gestir TBR hallarinnar kannast eflaust margir við að hafa stundum séð skömmustulega gesti Glæsibæjar leggja á planinu.Vísir/Vilhelm Langflestir sáttir „Það eru langflestir félagsmenn ánægðir með þetta og síðan þetta fór upp höfum við séð mikla breytingu á nýtingu á stæðunum og í morgun þegar ég mætti var vissulega ansi tómt á bílastæðinu, ekki að maður vilji ekki að það sé í nýtingu en þetta er á okkar lóð og við sjáum um að reka bílastæðið, snjómokstur, viðhald, allt kostar þetta. Þetta er ekki gert í neinu öðru skyni en að passa upp á okkar félagsmenn og að þeir geti notað stæðin.“ Ástþór segir Gulur.is sjá um gjaldskylduna, það fyrirtæki hafi ýmsa kosti, ekki síst þá að það nýti sér Autopay.ie þannig ekki þurfi app til þess að greiða auk þess sem fyrirtækið innheimti ekki innheimtugjöld af eldri borgurum. „Þannig er hægt að fara inn á Autopay.io eftir á og greitt innan 48 klukkustunda, sem okkur finnst vera sanngjarnt. Þeir eru líka ekki með færslugjöld eins og Parka og EasyPark og líka með lægstu innheimtugjöldin.“ Ástþór segir breytingarnar hafa gefist vel. Vísir/Vilhelm
Bílastæði Reykjavík Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Sjá meira