Ólafur Stígsson: Við unnum og það er það sem skiptir máli í bikarnum Árni Jóhannsson skrifar 11. ágúst 2021 22:39 Ólafur var ánægður með að komast áfram úr leiknum við Hauka Fylkir lagði Hauka af velli 2-1 í kvöld á Würth vellinum í Árbæ. Leikið var í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins og eru Fylkismenn komnir áfram í 8-liða úrslitin. Annar þjálfara Fylkis var ánægður með að komast áfram en fannst sínir menn ekki spila vel. Fyrsta spurning blaðamanns sneri að því hvernig Ólafi fannst spilamennska sinna manna. „Við spiluðum nú ekkert sérstaklega vel. Haukarnir gáfu okkur heldur betur leik en við erum komnir áfram og það er það sem skiptir máli. Þetta sýnir bara að við þurfum að mæta til leiks í hvern einasta leik en ég er bara ánægður með að vera kominn áfram.“ Fylkir hafði eins marks forystu í hálfleik en Haukarnir náðu að jafna leikinn á fyrstu mínútu seinni hálfleiks. Ólafur var spurður að því hvort hann hafi verið ánægður með það hvernig hans menn brugðust við mótlætinu. „Þeir brugðust ágætlega við. Við líka skorum snemma í leiknum og þá dettur ákefðin smá niður hjá okkur en seinni háfleikur var ekkert sérstakur hjá okkur en við unnum og það er það sem skiptir máli í bikarnum.“ Fylki tefldi fram nýjum leikmanni í kvöld honum Malthe Rasmussen. Hann skilaði heldur betur fínni vakt en hann skoraði mark og fiskaði vítið sem Fylkismenn komust yfir úr. Ólafur var spurður út í hans framlag en leikmaðurinn eiginlega datt upp í hendurnar á Fylkismönnum en hann er skiptinemi í Háskólanum í Reykjavík og Fylkir bauð honum á æfingu og eru hrifnir. „Flottur strákur sem við fengum upp í hendurnar. Hann stóð sig mjög vel í dag og skoraði gott mark þannig að við erum mjög ánægðir með hann. Við heyrðum bara af honum og okkur bauðst að fá hann á æfingar og það er bara mjög jákvætt.“ Að lokum var Ólafur spurður að því hvort hann hefði einhverja óskamótherja í næsta leik. „Nei bara að fá heimaleik. Það væri gaman en það er búið að vera stemmning undanfarið á heimaleikjum hjá okkur en annars er bikarinn bara bikarinn.“ Mjólkurbikarinn Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Haukar 2-1 | Heimamenn gerðu nóg eru komnir í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins Fylkismenn skoruðu nógu mörg mörk í kvöld til að leggja Hauka að velli en ekki var leikurinn mikið fyrir augað. Leikar enduðu 2-1 og Fylkir verður í hattinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit. 11. ágúst 2021 22:06 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Sjá meira
Fyrsta spurning blaðamanns sneri að því hvernig Ólafi fannst spilamennska sinna manna. „Við spiluðum nú ekkert sérstaklega vel. Haukarnir gáfu okkur heldur betur leik en við erum komnir áfram og það er það sem skiptir máli. Þetta sýnir bara að við þurfum að mæta til leiks í hvern einasta leik en ég er bara ánægður með að vera kominn áfram.“ Fylkir hafði eins marks forystu í hálfleik en Haukarnir náðu að jafna leikinn á fyrstu mínútu seinni hálfleiks. Ólafur var spurður að því hvort hann hafi verið ánægður með það hvernig hans menn brugðust við mótlætinu. „Þeir brugðust ágætlega við. Við líka skorum snemma í leiknum og þá dettur ákefðin smá niður hjá okkur en seinni háfleikur var ekkert sérstakur hjá okkur en við unnum og það er það sem skiptir máli í bikarnum.“ Fylki tefldi fram nýjum leikmanni í kvöld honum Malthe Rasmussen. Hann skilaði heldur betur fínni vakt en hann skoraði mark og fiskaði vítið sem Fylkismenn komust yfir úr. Ólafur var spurður út í hans framlag en leikmaðurinn eiginlega datt upp í hendurnar á Fylkismönnum en hann er skiptinemi í Háskólanum í Reykjavík og Fylkir bauð honum á æfingu og eru hrifnir. „Flottur strákur sem við fengum upp í hendurnar. Hann stóð sig mjög vel í dag og skoraði gott mark þannig að við erum mjög ánægðir með hann. Við heyrðum bara af honum og okkur bauðst að fá hann á æfingar og það er bara mjög jákvætt.“ Að lokum var Ólafur spurður að því hvort hann hefði einhverja óskamótherja í næsta leik. „Nei bara að fá heimaleik. Það væri gaman en það er búið að vera stemmning undanfarið á heimaleikjum hjá okkur en annars er bikarinn bara bikarinn.“
Mjólkurbikarinn Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Haukar 2-1 | Heimamenn gerðu nóg eru komnir í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins Fylkismenn skoruðu nógu mörg mörk í kvöld til að leggja Hauka að velli en ekki var leikurinn mikið fyrir augað. Leikar enduðu 2-1 og Fylkir verður í hattinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit. 11. ágúst 2021 22:06 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Sjá meira
Leik lokið: Fylkir - Haukar 2-1 | Heimamenn gerðu nóg eru komnir í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins Fylkismenn skoruðu nógu mörg mörk í kvöld til að leggja Hauka að velli en ekki var leikurinn mikið fyrir augað. Leikar enduðu 2-1 og Fylkir verður í hattinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit. 11. ágúst 2021 22:06