Fólk miklar oft fyrir sér að byrja að fjárfesta Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 18:00 Aníta og Rósa frá Fortuna Invest töluðu um fjármál á mannamáli í Brennslunni í dag. Brennslan „Við erum í fyrsta skipti sem land í lágvaxtaumhverfi og getum ekki lengur sett peninginn okkar inn á innlánsreikning og treyst því að hann muni skila okkur vöxtum,“ segir Aníta Rut Hilmarsdóttir frá Fortuna Invest. Aníta Rut heimsótti Brennsluna í dag ásamt Rósu Kristinsdóttur og verða þær reglulegir gestir næstu misseri. Umræðuefni dagsins var um það að byrja að fjárfesta. „Það veit það enginn, segja þær þegar Kristín Ruth spyr hvernig hægt sé að vita hvort hlutabréf muni aukast í virði. Þær hvetja þó til þess að fólk byrji að fjárfesta í dag.“ Sjóðsstjóri ákveður fyrir þig Þær segja að fjárfesting í sjóði gæti verið gott byrjunarskref fyrir marga. „Þá ertu ekki að taka ákvörðun sjálfur. Þú tekur ákvörðun um hvaða sjóð þú velur en síðan er sjóðsstjóri sem tekur ákvörðun fyrir þig. Þessi aðili situr og fylgist með markaðinum allan daginn allan sólarhringinn. Það er sá aðili sem tekur ákvörðun fyrir þig.“ Fólk getur fylgst með ávöxtun sjóðsins mánaðarlega og ef það er ósátt getur það fært peningana annað. Það er margt sem hafa þarf í huga, eins og að fara ekki of geyst af stað. „Það er tíu þúsund króna lágmarg í stökum kaupum en annars getur maður til dæmis sett fimm þúsund króna sjálfvirka millifærstu.“ Með þeim hætti er hægt að ákveða upphæð og þá þarf ekki að taka ákvörðun um það í hverjum einasta mánuði. „Þá ertu svolítið í áskrift að sjóði.“ Súper einfalt í netbankanum Fyrsta skrefið er að opna vörslureikning. „Þarna fer uppgjör verðbréfa fram og það er ekkert mál að stofna hann í netbanka og það tekur bara nokkrar mínútur. Fólk miklar það kannski fyrir sér en það er súper einfalt.“ Þær líkja þessu við að vera með áskrift af Netflix eða öðru. Viðtalið við Anítu og Rósu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Á Instagram síðunni Fortuna Invest er talað um fjármál á mannamáli og þar má finna gagnlega fræðslu. Á bak við síðuna eru þær Rósa og Aníta ásamt Rakel Evu Sævarsdóttur, en allar starfa þær í fjármálageiranum. Markmið þeirra er fyrst og fremst fræðsla til þess að auka fjölbreytileika á fjármálamarkaði og stuðla að þátttöku kvenna á þessu sviði. Hægt er að fylgjast með þeim hér á Instagram. View this post on Instagram A post shared by FORTUNA INVEST (@fortunainvest_) Fjármál heimilisins Brennslan Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Sjá meira
Aníta Rut heimsótti Brennsluna í dag ásamt Rósu Kristinsdóttur og verða þær reglulegir gestir næstu misseri. Umræðuefni dagsins var um það að byrja að fjárfesta. „Það veit það enginn, segja þær þegar Kristín Ruth spyr hvernig hægt sé að vita hvort hlutabréf muni aukast í virði. Þær hvetja þó til þess að fólk byrji að fjárfesta í dag.“ Sjóðsstjóri ákveður fyrir þig Þær segja að fjárfesting í sjóði gæti verið gott byrjunarskref fyrir marga. „Þá ertu ekki að taka ákvörðun sjálfur. Þú tekur ákvörðun um hvaða sjóð þú velur en síðan er sjóðsstjóri sem tekur ákvörðun fyrir þig. Þessi aðili situr og fylgist með markaðinum allan daginn allan sólarhringinn. Það er sá aðili sem tekur ákvörðun fyrir þig.“ Fólk getur fylgst með ávöxtun sjóðsins mánaðarlega og ef það er ósátt getur það fært peningana annað. Það er margt sem hafa þarf í huga, eins og að fara ekki of geyst af stað. „Það er tíu þúsund króna lágmarg í stökum kaupum en annars getur maður til dæmis sett fimm þúsund króna sjálfvirka millifærstu.“ Með þeim hætti er hægt að ákveða upphæð og þá þarf ekki að taka ákvörðun um það í hverjum einasta mánuði. „Þá ertu svolítið í áskrift að sjóði.“ Súper einfalt í netbankanum Fyrsta skrefið er að opna vörslureikning. „Þarna fer uppgjör verðbréfa fram og það er ekkert mál að stofna hann í netbanka og það tekur bara nokkrar mínútur. Fólk miklar það kannski fyrir sér en það er súper einfalt.“ Þær líkja þessu við að vera með áskrift af Netflix eða öðru. Viðtalið við Anítu og Rósu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Á Instagram síðunni Fortuna Invest er talað um fjármál á mannamáli og þar má finna gagnlega fræðslu. Á bak við síðuna eru þær Rósa og Aníta ásamt Rakel Evu Sævarsdóttur, en allar starfa þær í fjármálageiranum. Markmið þeirra er fyrst og fremst fræðsla til þess að auka fjölbreytileika á fjármálamarkaði og stuðla að þátttöku kvenna á þessu sviði. Hægt er að fylgjast með þeim hér á Instagram. View this post on Instagram A post shared by FORTUNA INVEST (@fortunainvest_)
Fjármál heimilisins Brennslan Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Sjá meira