Samsung-erfinginn á reynslulausn Atli Ísleifsson skrifar 13. ágúst 2021 08:01 Hinn 53 ára Lee Jae-yong ræddi við fjölmiðlaeftir að honum var sleppt í morgun. AP Samsung-erfingjanum Lee Jae-yong var sleppt úr fangelsi í Suður-Kóreu í morgun eftir að hafa fengið reynslulausn. Hann sat inni eftir að hafa hlotið dóm í fyrir mútur og fjárdrátt í máli sem vakið hefur gríðarlega athygli í Suður-Kóreu á síðustu árum. Erlendir fjölmiðlar segja líklegt að hann snúi aftur til starfa hjá Samsung innan skamms. Lee, sem skipar 202. sætið á lista Forbes fyrir auðugustu menn heims, sat inni í 207 daga en hann var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í janúar síðastliðnum. Málið sem um ræðir átti á sínum tíma þátt í að Park Geun-hye, forseti Suður-Kóreu, hrökklaðist frá völdum. Lee baðst afsökunar á gjörðum sínum eftir að honum hafði verið sleppt úr fangelsi í höfuðborginni Seúl í morgun. Þó að Lee hafi enn átt eftir að afplána ár af dómnum voru bæði stjórnmálamenn og háttsettir menn í viðskiptalífinu farnir að þrýsta á að Lee yrði sleppt þar sem talið var að fangelsisvist hans væri að tefja fyrir nauðsynlegum ákvörðunum innan þessa stærsta fyrirtækis landsins. Dómsmálaráðuneyti Suður-Kóreu greindi frá því á mánudag að Lee fengi reynslulausn ásamt átta hundruð öðrum föngum og var þar vísað í áhrif faraldurs kórónuveirunnar á efnahagslíf landsins. Lee hefur stjórnað Samsung frá því faðir hans, Lee Kun-hee, fékk hjartaáfall árið 2014. Rannsókn á meintum brotum hans og annarra hófst árið 2018. Samsung Suður-Kórea Tengdar fréttir Yfirmaður hjá Samsung í fangelsi vegna mútumáls Dómstóll í Suður-Kóreu hefur dæmt einn af háttsettustu yfirmönnum tæknirisans Samsung í fimm ára fangelsi fyrir mútubrot. 25. ágúst 2017 08:27 Samsung erfinginn ákærður fyrir mútugreiðslur Lee Jae-yong, Samsung erfinginn, eins og hann er oft kallaður, hefur verið ákærður fyrir markaðsmisnotkun í tengslum við sameiningu tveggja dótturfyrirtækja Samsung. 1. september 2020 09:46 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Hann sat inni eftir að hafa hlotið dóm í fyrir mútur og fjárdrátt í máli sem vakið hefur gríðarlega athygli í Suður-Kóreu á síðustu árum. Erlendir fjölmiðlar segja líklegt að hann snúi aftur til starfa hjá Samsung innan skamms. Lee, sem skipar 202. sætið á lista Forbes fyrir auðugustu menn heims, sat inni í 207 daga en hann var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í janúar síðastliðnum. Málið sem um ræðir átti á sínum tíma þátt í að Park Geun-hye, forseti Suður-Kóreu, hrökklaðist frá völdum. Lee baðst afsökunar á gjörðum sínum eftir að honum hafði verið sleppt úr fangelsi í höfuðborginni Seúl í morgun. Þó að Lee hafi enn átt eftir að afplána ár af dómnum voru bæði stjórnmálamenn og háttsettir menn í viðskiptalífinu farnir að þrýsta á að Lee yrði sleppt þar sem talið var að fangelsisvist hans væri að tefja fyrir nauðsynlegum ákvörðunum innan þessa stærsta fyrirtækis landsins. Dómsmálaráðuneyti Suður-Kóreu greindi frá því á mánudag að Lee fengi reynslulausn ásamt átta hundruð öðrum föngum og var þar vísað í áhrif faraldurs kórónuveirunnar á efnahagslíf landsins. Lee hefur stjórnað Samsung frá því faðir hans, Lee Kun-hee, fékk hjartaáfall árið 2014. Rannsókn á meintum brotum hans og annarra hófst árið 2018.
Samsung Suður-Kórea Tengdar fréttir Yfirmaður hjá Samsung í fangelsi vegna mútumáls Dómstóll í Suður-Kóreu hefur dæmt einn af háttsettustu yfirmönnum tæknirisans Samsung í fimm ára fangelsi fyrir mútubrot. 25. ágúst 2017 08:27 Samsung erfinginn ákærður fyrir mútugreiðslur Lee Jae-yong, Samsung erfinginn, eins og hann er oft kallaður, hefur verið ákærður fyrir markaðsmisnotkun í tengslum við sameiningu tveggja dótturfyrirtækja Samsung. 1. september 2020 09:46 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Yfirmaður hjá Samsung í fangelsi vegna mútumáls Dómstóll í Suður-Kóreu hefur dæmt einn af háttsettustu yfirmönnum tæknirisans Samsung í fimm ára fangelsi fyrir mútubrot. 25. ágúst 2017 08:27
Samsung erfinginn ákærður fyrir mútugreiðslur Lee Jae-yong, Samsung erfinginn, eins og hann er oft kallaður, hefur verið ákærður fyrir markaðsmisnotkun í tengslum við sameiningu tveggja dótturfyrirtækja Samsung. 1. september 2020 09:46