Skjót viðbrögð við loftslagsviðvörun Edda Sif Pind Aradóttir og Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir skrifa 14. ágúst 2021 10:01 Skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í byrjun vikunnar felur í sér rauða loftslagsviðvörun fyrir mannkyn. Þessi viðvörun hefur í raun verið í gildi lengi, enda kemur fátt á óvart í skýrslunni – hún er áfellisdómur yfir þeim sem hafa verið við stjórnvölinn síðustu áratugi. Hún dregur fram það sem hefur verið ljóst í áratugi: Loftslagsbreytingar eiga sér stað og enginn vafi er á því að þær eru af mannavöldum. Þær eru tilkomnar vegna gríðarlegrar losunar okkar á gróðurhúsalofttegundum, aðallega koldíoxíðs, fyrst og fremst vegna bruna jarðefnaeldsneytis; kola, olíu og gass. Afleiðingarnar eru þegar farnar að blasa við með öfgum í veðurfari, súrnun sjávar og bráðnun jökla svo eitthvað sé nefnt, og áframhaldandi hlýnun og auknar öfgar fylgja frekari losun. Þetta eru ógnvænlegar staðreyndir og afleiðingarnar eru gríðarlegar. Komandi kynslóðir og vistkerfi jarðar munu þurfa að súpa seyðið af skammsýni þeirra sem nú eru við stjórnvölinn. Skýrslan staðfestir þó jafnframt að við vitum hvað þarf að gera: Við þurfum að draga hratt úr losun og ná kolefnishlutleysi sem allra fyrst. Hvert tonn af koldíoxíði losað í andrúmsloftið eykur á hlýnun jarðar. Þessa staðreynd þarf alltaf að hafa í huga við ákvarðanatöku hvar sem hún á sér stað. Það er í okkar höndum að sigrast á loftslagsvánni. Til að ná markmiðum okkar og halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C þurfum við að helminga losun á heimsvísu fyrir 2030 og ná algjöru kolefnishlutleysi ekki síðar en um miðbik aldarinnar. Íslensk stjórnvöld ætla sér að ná kolefnishlutleysi árið 2040. Góðu fréttirnar eru að lausnirnar sem þarf að innleiða eru til en verkefnið og risavaxið og þær þarf að byggja upp á hraða sem á sér enga hliðstæðu í mannkynssögunni. Það þarf að skipta jarðefnaeldsneyti út fyrir endurnýjanlega orkugjafa, draga úr neyslu, endurheimta vistkerfi og efla hringrásarhagkerfið. Þar sem ekki er hægt að koma í veg fyrir losun þurfum við að fanga og farga eða endurnýta koldíoxíð í stað þess að losa það út í andrúmsloftið. Föngun og förgun koldíoxíðs er órjúfanlegur hluti af lausn loftslagsvandans eins og skýrslur IPCC hafa m.a. sýnt. Carbfix hefur þróað umhverfisvæna og hagkvæma kolefnisförgunaraðferð í samstarfi við innlendar og erlendar rannsóknastofnanir. Tæknin felur í sér að leysa koldíoxíð í vatni og dæla niður í basaltberggrunninn þar sem náttúruleg ferli steinrenna það til frambúðar. Með þessu móti er koldíoxíðið varanlega bundið í steindum djúpt í berggrunninum og þannig komið í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Carbfix kolefnisförgunaraðferðin þarf eingöngu þrjú hráefni: Hentugt berg, vatn og koldíoxíð. Nánast allur berggrunnur Íslands hentar fyrir Carbfix aðferðina en förgunargeta koldíoxíðs hér á landi er mæld í þúsundum milljarða tonna, sem er margfalt meira en árleg losun mannkyns. Hægt er að beita Carbfix tækninni til draga úr árlegri losun frá íslenskri orku- og iðnaðarframleiðslu um a.m.k. 2 milljónir tonna innan 10 ára, og með því móti ná markmiðum loftslagsáætlunar og vel það. Þá er unnið að undirbúningi verkefna sem nýta íslenska berggrunninn til að farga koldíoxíði sem fangað er ýmist beint úr andrúmslofti eða frá erlendum iðnaði eftir flutning hingað með skipum enda samstarf þvert á landamæri nauðsynlegt í loftslagsbaráttunni. Með því móti gæti nýr loftslagsvænn kolefnisförgunariðnaður náð förgunargetu upp á 10 milljón tonn á ári hérlendis innan 10 ára með tilheyrandi ávinningi fyrir loftslagið og íslenskt efnahagslíf. Á heimsvísu er förgunargetan margfalt meiri. Hentugt berg er að finna í öllum heimsálfum og þekur u.þ.b. 5% af landmassa jarðar og megnið af hafsbotninum. Hægt væri að ná árlegri förgunargetu upp í hundruð milljóna tonna innan 10 ára með lengri tíma markmið um að ná milljörðum tonna. Alþjóða orkumálastofnunin gerir ráð fyrir því að til að ná markmiðum Parísarsáttmálans þurfi að farga um 100 milljörðum tonna af koldíoxíði fyrir árið 2060. Carbfix aðferðin getur vonandi nýst sem víðast samhliða öðrum lausnum svo því markmiði verði náð – en svo af því geti orðið þurfa stjórnvöld bæði hérlendis og erlendis að bretta upp ermarnar. Veita þarf fjármagni í rannsóknar-, þróunar- og skölunarverkefni, breyta reglugerðum og lagaumhverfi og ryðja brautina svo hægt sé að byggja hratt og örugglega upp nýtt og loftslagsvænna samfélag. Hvert tonn af koldíoxíði sem ekki er losað út í andrúmsloftið er okkur í hag. Höfundar eru kolefnisfargarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Orkumál Edda Sif Aradóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í byrjun vikunnar felur í sér rauða loftslagsviðvörun fyrir mannkyn. Þessi viðvörun hefur í raun verið í gildi lengi, enda kemur fátt á óvart í skýrslunni – hún er áfellisdómur yfir þeim sem hafa verið við stjórnvölinn síðustu áratugi. Hún dregur fram það sem hefur verið ljóst í áratugi: Loftslagsbreytingar eiga sér stað og enginn vafi er á því að þær eru af mannavöldum. Þær eru tilkomnar vegna gríðarlegrar losunar okkar á gróðurhúsalofttegundum, aðallega koldíoxíðs, fyrst og fremst vegna bruna jarðefnaeldsneytis; kola, olíu og gass. Afleiðingarnar eru þegar farnar að blasa við með öfgum í veðurfari, súrnun sjávar og bráðnun jökla svo eitthvað sé nefnt, og áframhaldandi hlýnun og auknar öfgar fylgja frekari losun. Þetta eru ógnvænlegar staðreyndir og afleiðingarnar eru gríðarlegar. Komandi kynslóðir og vistkerfi jarðar munu þurfa að súpa seyðið af skammsýni þeirra sem nú eru við stjórnvölinn. Skýrslan staðfestir þó jafnframt að við vitum hvað þarf að gera: Við þurfum að draga hratt úr losun og ná kolefnishlutleysi sem allra fyrst. Hvert tonn af koldíoxíði losað í andrúmsloftið eykur á hlýnun jarðar. Þessa staðreynd þarf alltaf að hafa í huga við ákvarðanatöku hvar sem hún á sér stað. Það er í okkar höndum að sigrast á loftslagsvánni. Til að ná markmiðum okkar og halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C þurfum við að helminga losun á heimsvísu fyrir 2030 og ná algjöru kolefnishlutleysi ekki síðar en um miðbik aldarinnar. Íslensk stjórnvöld ætla sér að ná kolefnishlutleysi árið 2040. Góðu fréttirnar eru að lausnirnar sem þarf að innleiða eru til en verkefnið og risavaxið og þær þarf að byggja upp á hraða sem á sér enga hliðstæðu í mannkynssögunni. Það þarf að skipta jarðefnaeldsneyti út fyrir endurnýjanlega orkugjafa, draga úr neyslu, endurheimta vistkerfi og efla hringrásarhagkerfið. Þar sem ekki er hægt að koma í veg fyrir losun þurfum við að fanga og farga eða endurnýta koldíoxíð í stað þess að losa það út í andrúmsloftið. Föngun og förgun koldíoxíðs er órjúfanlegur hluti af lausn loftslagsvandans eins og skýrslur IPCC hafa m.a. sýnt. Carbfix hefur þróað umhverfisvæna og hagkvæma kolefnisförgunaraðferð í samstarfi við innlendar og erlendar rannsóknastofnanir. Tæknin felur í sér að leysa koldíoxíð í vatni og dæla niður í basaltberggrunninn þar sem náttúruleg ferli steinrenna það til frambúðar. Með þessu móti er koldíoxíðið varanlega bundið í steindum djúpt í berggrunninum og þannig komið í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Carbfix kolefnisförgunaraðferðin þarf eingöngu þrjú hráefni: Hentugt berg, vatn og koldíoxíð. Nánast allur berggrunnur Íslands hentar fyrir Carbfix aðferðina en förgunargeta koldíoxíðs hér á landi er mæld í þúsundum milljarða tonna, sem er margfalt meira en árleg losun mannkyns. Hægt er að beita Carbfix tækninni til draga úr árlegri losun frá íslenskri orku- og iðnaðarframleiðslu um a.m.k. 2 milljónir tonna innan 10 ára, og með því móti ná markmiðum loftslagsáætlunar og vel það. Þá er unnið að undirbúningi verkefna sem nýta íslenska berggrunninn til að farga koldíoxíði sem fangað er ýmist beint úr andrúmslofti eða frá erlendum iðnaði eftir flutning hingað með skipum enda samstarf þvert á landamæri nauðsynlegt í loftslagsbaráttunni. Með því móti gæti nýr loftslagsvænn kolefnisförgunariðnaður náð förgunargetu upp á 10 milljón tonn á ári hérlendis innan 10 ára með tilheyrandi ávinningi fyrir loftslagið og íslenskt efnahagslíf. Á heimsvísu er förgunargetan margfalt meiri. Hentugt berg er að finna í öllum heimsálfum og þekur u.þ.b. 5% af landmassa jarðar og megnið af hafsbotninum. Hægt væri að ná árlegri förgunargetu upp í hundruð milljóna tonna innan 10 ára með lengri tíma markmið um að ná milljörðum tonna. Alþjóða orkumálastofnunin gerir ráð fyrir því að til að ná markmiðum Parísarsáttmálans þurfi að farga um 100 milljörðum tonna af koldíoxíði fyrir árið 2060. Carbfix aðferðin getur vonandi nýst sem víðast samhliða öðrum lausnum svo því markmiði verði náð – en svo af því geti orðið þurfa stjórnvöld bæði hérlendis og erlendis að bretta upp ermarnar. Veita þarf fjármagni í rannsóknar-, þróunar- og skölunarverkefni, breyta reglugerðum og lagaumhverfi og ryðja brautina svo hægt sé að byggja hratt og örugglega upp nýtt og loftslagsvænna samfélag. Hvert tonn af koldíoxíði sem ekki er losað út í andrúmsloftið er okkur í hag. Höfundar eru kolefnisfargarar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun