Jöfnuður skapar sterkt samfélag Kjartan Valgarðsson skrifar 13. ágúst 2021 12:31 Verkalýðshreyfingin hefur frá upphafi barist fyrir bættum kjörum og auknum réttindum á tveimur vígstöðvum: í samningum við atvinnurekendur annars vegar og á alþingi hins vegar. Mikilvægustu vopn launþegasamtakanna í toginu við fjármagns- og fyrirtækjaeigendur eru samstaða og verkföll. Forystufólki verkalýðshreyfingarinnar hefur lengi verið ljós nauðsyn þess að eiga sína fulltrúa á þingi einnig. Framfarir fyrir launafólk nást annars vegar með samningum á vinnumarkaði, hins vegar með lögum og lagabreytingum sem jafnaðarmannaflokkar og sósíalistar ná fram. Saga verkalýðshreyfingar og jafnaðarmanna á 20. öld er saga mikilla sigra og framfara fyrir launafólk og heimili. Verkalýðshreyfingin og jafnaðarmenn voru sama hreyfingin í upphafi. Forystufólk vissi frá byrjun að berjast þyrfti á báðum vígstöðvum, á götum og á þingi. Jafnvel þó leiðir hafi skilið formlega um miðja öldina hefur eðli hreyfingarinnar ekki breyst. Jafnaðarmenn eru enn fulltrúar launafólks á þingi, framlengdur armur verkalýðshreyfingarinnar. Halda má fram með rökum að bestu samningar og framfaramál verkalýðshreyfingarinnar hafi náðst þegar hún hefur átt sína öflugustu fulltrúa á þingi. Nægir þar að nefna Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur, Eðvarð Sigurðsson, Guðmund J Guðmundsson, Jóhönnu Sigurðardóttur, Karl Steinar Guðnason, Björn Jónsson, svo aðeins nokkrir séu nefndir. Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands berst fyrir bættum kjörum og aðstæðum launafólks og fjölskyldna á Ísland og gegn ofríki hinna ríku, voldugu og öflugu. Samfylkingin er náttúrulegur bandamaður launþegasamtakanna. Fyrir jafnaðarmönnum og verkalýðshreyfingu eru kjarabarátta og kosningabarátta tvær hliðar sama penings. Alþýðusamband Íslands gaf fyrir nokkru út ritið „Það er nóg til – Áherslur ASÍ vegna þingkosninganna 2021.“ Jafnaðarmenn geta ekki einungis tekið undir allt sem þar stendur, heldur munum við í Samfylkingunni heyja okkar kosningabaráttu með sömu markmið og ASÍ: Afkomuöryggi fjölskyldna og launafólks, húsnæðisöryggi, sterkt opinbert heilbrigðiskerfi, áherslu á almenna menntun og síðast en ekki síst: Jöfnuð. Jöfnuðurinn er þungamiðja í kosningastefnu ASÍ, hann er það sem önnur markmið byggjast á. Og þar erum við jafnaðarmenn á sama báti og verkalýðshreyfingin. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Kjartan Valgarðsson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Verkalýðshreyfingin hefur frá upphafi barist fyrir bættum kjörum og auknum réttindum á tveimur vígstöðvum: í samningum við atvinnurekendur annars vegar og á alþingi hins vegar. Mikilvægustu vopn launþegasamtakanna í toginu við fjármagns- og fyrirtækjaeigendur eru samstaða og verkföll. Forystufólki verkalýðshreyfingarinnar hefur lengi verið ljós nauðsyn þess að eiga sína fulltrúa á þingi einnig. Framfarir fyrir launafólk nást annars vegar með samningum á vinnumarkaði, hins vegar með lögum og lagabreytingum sem jafnaðarmannaflokkar og sósíalistar ná fram. Saga verkalýðshreyfingar og jafnaðarmanna á 20. öld er saga mikilla sigra og framfara fyrir launafólk og heimili. Verkalýðshreyfingin og jafnaðarmenn voru sama hreyfingin í upphafi. Forystufólk vissi frá byrjun að berjast þyrfti á báðum vígstöðvum, á götum og á þingi. Jafnvel þó leiðir hafi skilið formlega um miðja öldina hefur eðli hreyfingarinnar ekki breyst. Jafnaðarmenn eru enn fulltrúar launafólks á þingi, framlengdur armur verkalýðshreyfingarinnar. Halda má fram með rökum að bestu samningar og framfaramál verkalýðshreyfingarinnar hafi náðst þegar hún hefur átt sína öflugustu fulltrúa á þingi. Nægir þar að nefna Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur, Eðvarð Sigurðsson, Guðmund J Guðmundsson, Jóhönnu Sigurðardóttur, Karl Steinar Guðnason, Björn Jónsson, svo aðeins nokkrir séu nefndir. Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands berst fyrir bættum kjörum og aðstæðum launafólks og fjölskyldna á Ísland og gegn ofríki hinna ríku, voldugu og öflugu. Samfylkingin er náttúrulegur bandamaður launþegasamtakanna. Fyrir jafnaðarmönnum og verkalýðshreyfingu eru kjarabarátta og kosningabarátta tvær hliðar sama penings. Alþýðusamband Íslands gaf fyrir nokkru út ritið „Það er nóg til – Áherslur ASÍ vegna þingkosninganna 2021.“ Jafnaðarmenn geta ekki einungis tekið undir allt sem þar stendur, heldur munum við í Samfylkingunni heyja okkar kosningabaráttu með sömu markmið og ASÍ: Afkomuöryggi fjölskyldna og launafólks, húsnæðisöryggi, sterkt opinbert heilbrigðiskerfi, áherslu á almenna menntun og síðast en ekki síst: Jöfnuð. Jöfnuðurinn er þungamiðja í kosningastefnu ASÍ, hann er það sem önnur markmið byggjast á. Og þar erum við jafnaðarmenn á sama báti og verkalýðshreyfingin. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun