Tvöföld hjátrú fylgir föstudeginum þrettánda Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 22:13 Fólk tekur föstudeginum þrettánda misalvarlega. Hér má sjá mynd í tengslum við sérstaka hryllingsgöngu sem haldin var í Sankti Pétursborg föstudaginn 13. september árið 2019 Getty/Olga Maltseva Föstudagurinn þrettándi hefur lengi verið talinn mikill óhappadagur. Þjóðháttafræðingurinn Símon Jón Jóhannsson segir daginn tengjast tvöfaldri hjátrú og því sé hann sérstaklega hættulegur. „Þetta er náttúrlega alveg dæmalaus óhappadagur í alla staði. Sú trú er náttúrlega búin að vera ansi lengi og þetta er nú ekki íslensk hjátrú heldur er þetta eitthvað sem kemur frá enskumælandi löndum og fer þarna saman tvenns konar ótrú.“ Hjátrúin tengist annars vegar tölunni þrettán sem Símon segir vera mikla óhappatölu og rekur hann sögu tölunnar fjögur til fimm þúsund ár aftur í tímann. „Súmerarnir lögðu grunn að svona talnakerfi og alls konar útreikningum sem við styðjumst við enn þann dag í dag og þeir notuðu grunntöluna tólf því það var tala sem myndaði heild. Þannig að næsta tala, þrettán, varð þá stök og fyrir utan þessa heild. Hún var ekki með í hópnum og því talin hættuleg.“ Fyrir vikið segir Símon algengt að í gamla daga hefðu menn haldið sig í tólf manna hópum og foringinn hefði verið sá þrettándi. „Þetta gerði Kristur. Hann safnar að sér tólf postulum og er sjálfur sá þrettándi eða hinn staki og er með hóp með sér. Hann er heilagur náttúrlega og þá er hann í sjálfu sér líka hættulegur. Þannig þetta er svona grunnurinn að þessari ótrú á tölunni þrettán.“ Þá tengist hjátrúin hins vegar föstudeginum sem Símon segir að talinn sé hættulegur dagur. „Sko það er eiginlega svolítið kirkjunni að kenna þessi ótrú á föstudögum. Það er náttúrlega engin tilviljun að Kristur er krossfestur á föstudegi.“ Hann segir föstudag hafa verið dag ástar og gleði í heiðni en kristnin hafi snúið deginum upp í andhverfu sína. „Þetta verður þar af leiðandi hættulegur dagur og ýmislegt í kristni lendir ósjálfrátt eða sjálfrátt í föstudögum.“ Sjálfur segist hann hafa farið afar varlega fram úr rúminu í morgun og passað sig að fara með hægri fótinn á undan. Þá segist hann hafa passað sig að ganga ekki undir stiga og svipast sérstaklega um eftir svörtum köttum. „Hjátrúin lifir að mörgu leyti góðu lífi, en akkúrat þessi trú á óheilladaginn föstudaginn þrettánda er nú bara eitthvað sem fólk hlær að.“ Reykjavík síðdegis Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
„Þetta er náttúrlega alveg dæmalaus óhappadagur í alla staði. Sú trú er náttúrlega búin að vera ansi lengi og þetta er nú ekki íslensk hjátrú heldur er þetta eitthvað sem kemur frá enskumælandi löndum og fer þarna saman tvenns konar ótrú.“ Hjátrúin tengist annars vegar tölunni þrettán sem Símon segir vera mikla óhappatölu og rekur hann sögu tölunnar fjögur til fimm þúsund ár aftur í tímann. „Súmerarnir lögðu grunn að svona talnakerfi og alls konar útreikningum sem við styðjumst við enn þann dag í dag og þeir notuðu grunntöluna tólf því það var tala sem myndaði heild. Þannig að næsta tala, þrettán, varð þá stök og fyrir utan þessa heild. Hún var ekki með í hópnum og því talin hættuleg.“ Fyrir vikið segir Símon algengt að í gamla daga hefðu menn haldið sig í tólf manna hópum og foringinn hefði verið sá þrettándi. „Þetta gerði Kristur. Hann safnar að sér tólf postulum og er sjálfur sá þrettándi eða hinn staki og er með hóp með sér. Hann er heilagur náttúrlega og þá er hann í sjálfu sér líka hættulegur. Þannig þetta er svona grunnurinn að þessari ótrú á tölunni þrettán.“ Þá tengist hjátrúin hins vegar föstudeginum sem Símon segir að talinn sé hættulegur dagur. „Sko það er eiginlega svolítið kirkjunni að kenna þessi ótrú á föstudögum. Það er náttúrlega engin tilviljun að Kristur er krossfestur á föstudegi.“ Hann segir föstudag hafa verið dag ástar og gleði í heiðni en kristnin hafi snúið deginum upp í andhverfu sína. „Þetta verður þar af leiðandi hættulegur dagur og ýmislegt í kristni lendir ósjálfrátt eða sjálfrátt í föstudögum.“ Sjálfur segist hann hafa farið afar varlega fram úr rúminu í morgun og passað sig að fara með hægri fótinn á undan. Þá segist hann hafa passað sig að ganga ekki undir stiga og svipast sérstaklega um eftir svörtum köttum. „Hjátrúin lifir að mörgu leyti góðu lífi, en akkúrat þessi trú á óheilladaginn föstudaginn þrettánda er nú bara eitthvað sem fólk hlær að.“
Reykjavík síðdegis Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira