Sveinn hefur átt erfitt uppdráttar á Ítalíu þar sem hann hefur lítið fengið að spreyta sig en vonandi stendur það til bóta með þessum félagaskiptum. Hann kom við sögu í 23 leikjum fyrir Spezia á síðustu þremur árum og skoraði í þeim tvö mörk.
Sveinn hefur verið lykilmaður í yngri landsliðum Íslands undanfarin ár en er genginn upp í A-landsliðið og hefur hann spilað fjóra leiki fyrir liðið. Hann lék sinn fyrsta landsleik gegn Liechtenstein í mars á þessu ári.
Elfsborg er í fjórða sæti Allsvenskunnar, sem er efsta deildin í Svíþjóð. Fjórum stigum á eftir Malmö FF sem eru á toppnum.