Tala látinna á Haítí er komin í 304 Árni Sæberg skrifar 14. ágúst 2021 23:02 Miklum fjölda fólks hefur verið bjargað undan rústum bygginga í bænum Les Cayes. AP Photo/Joseph Odelyn Minnst 304 hafa látist eftir að öflugur jarðskjálfi varð á Haítí fyrr í dag. Hundruðir eru særðir og mikils fjölda er enn saknað. Samkvæmt frétt AP varð skjálftinn, sem var 7,2 að stærð, á þrettán kílómetra dýpi tólf kílómetrum suðvestur af eyjunni. Upphaflega var óttast að flóðbylgja gæti fylgt í kjölfarið en sú hætta er að mati bandarísku jarðvísindastofunarinnar liðin hjá, samkvæmt frétt CNN. Ariel Henry, forsætisráðherra landsins, segist hafa beint viðbragðsaðilum á þau svæði þar sem bæir eru eyðilagðir og spítalar eru að fyllast. Þá hefur hann lýst yfir eins mánaðar löngu neyðarástandi á Haítí en mun þó ekki óska eftir alþjóðlegri aðstoð fyrr en umfang skemmdanna er komið í ljós. „Það mikilvægasta er að bjarga sem flestum undan rústum. Við vitum að spítalar, sérstaklega spítalinn í Les Cayes, eru yfirfullir af særðu og beinbrotnu fólki. Forsætisráðherrann hefur kallað eftir því að Haítíbúar standi saman og séu skipulagðir svo hægt sé að koma í veg fyrir ástand líkt og það sem skapaðist eftir skjálftann árið 2010. Þá var neyðaraðstoð lengi að berast fólkinu í landinu og hátt í 300 þúsund manns létust. Ástandið á Haítí var ekki gott fyrir skjálftann en heimsfaraldur Covid-19 hefur leikið landið grátt og bólusetningar eru ekki komnar langt á veg. Þá ríkir mikil óreiða í stjórnmálum landsins eftir að forseti þess, Jovenel Moïse, var ráðinn af dögum fyrr í sumar. Haítí Náttúruhamfarir Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Samkvæmt frétt AP varð skjálftinn, sem var 7,2 að stærð, á þrettán kílómetra dýpi tólf kílómetrum suðvestur af eyjunni. Upphaflega var óttast að flóðbylgja gæti fylgt í kjölfarið en sú hætta er að mati bandarísku jarðvísindastofunarinnar liðin hjá, samkvæmt frétt CNN. Ariel Henry, forsætisráðherra landsins, segist hafa beint viðbragðsaðilum á þau svæði þar sem bæir eru eyðilagðir og spítalar eru að fyllast. Þá hefur hann lýst yfir eins mánaðar löngu neyðarástandi á Haítí en mun þó ekki óska eftir alþjóðlegri aðstoð fyrr en umfang skemmdanna er komið í ljós. „Það mikilvægasta er að bjarga sem flestum undan rústum. Við vitum að spítalar, sérstaklega spítalinn í Les Cayes, eru yfirfullir af særðu og beinbrotnu fólki. Forsætisráðherrann hefur kallað eftir því að Haítíbúar standi saman og séu skipulagðir svo hægt sé að koma í veg fyrir ástand líkt og það sem skapaðist eftir skjálftann árið 2010. Þá var neyðaraðstoð lengi að berast fólkinu í landinu og hátt í 300 þúsund manns létust. Ástandið á Haítí var ekki gott fyrir skjálftann en heimsfaraldur Covid-19 hefur leikið landið grátt og bólusetningar eru ekki komnar langt á veg. Þá ríkir mikil óreiða í stjórnmálum landsins eftir að forseti þess, Jovenel Moïse, var ráðinn af dögum fyrr í sumar.
Haítí Náttúruhamfarir Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira